Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 30
44
LÆKNABLAÐIÐ
heiti gangi aftur hjá velflestum
höfundum. Hnjóturinn, sem
skagar út, er subluxeraSur
leggjarkollurinn. Þegar honum
er hnikað út á við og táin tog-
uð inn. svo að kjúkugrunnur-
inn liggur betur á liðfleti kolls-
ins, þá er „exostosan“ íarin.
Hin mótbáran þarf frekari í-
hugunar.
Síðan Morton gaf út bók
sína um mannsfótinn, hefir
það verið trúaratriði að stuttur
fyrsti ristarleggur sé bagalegur
starfi fótarins; þá mæði meira
á næsta legg eða næstu tveim-
ur, myndist einatt undir kolli
hans eða þeirra sigg og lík-
þorn. Fóturinn þurfi að snúast
(pronerast) til þess að fyrsti
leggjarhaus nemi við jörð, við
það komi vindingur á ristina
og leiði það aftur til þess, að
fóturinn reynist í ristarliðum.
Lægju ristarleggirnir í einu
plani, væri þessi staðhæfing
að sjálfsögðu rétt, en því er
ekki svo farið, heldur liggja þeir
í keilufleti og verður ekki af
iengd þeirra sagt, hver ber
mestan þunga. Mæðir raunar
mest á fyrsta legg og gildir einu
hvort hann er styttri eða lengri
en sá næsti.
Harris & Beath skoðuðu fæt-
ur 3619 hermanna kanadiskra.
Fundu þeir, að það var álíka oft
að fyrsti ristarleggur var styttri
en annar og hitt, að hann var
lengri. Gat munað fullum centi-
metra á hvorn veginn sem var,
þó algengast væri að litlu
munaði, og hjá tuttugu og
tveimur af hundraði voru þeir
jafnir. Af þessu hálfa fjórða
þúsundi gátu þeir fylgst með
1391 meðan þeir voru æfðir til
stríðsafreka. Fundu þeir engan
mun fótanna hvað þol snerti
og afköst miðað við lengd
fyrsta ristarleggjar. Álíka oft
fundu þeir óhóflega mæða á
II.—IV leggjarhaus hjá þeim,
sem stuttan höfðu fyrsta legg-
inn og hinum, þ. e. a. s. 1,1%
í fyrri hópnum og 0,9% í þeim
síðari.
Sýnist þá ekki sá háski búinn
af stuttum fyrsta legg sem
Morton vill vera láta. Kemnr
það heim við okkar reynslu, að
ekki sýnist koma að sök þótt
ögn styttist leggurinn.
Aðeins tveir af sjl. okkar
játtu því, að hafa óþægindi
undir II. leggjarhaus og var dá-
lítið hersli í húðinni á báðum.
Ekki er vitað hvort lík óþæg-
indi voru fyrir aðgerð, en um
annan sjl. er það vitað, að syst-
ir hennar, sem líka hefir hall.
valgus á báðum fótum og ekk-
ert hefir verið gert við, hefir
líkþorn undir II. leggjarhaus á
báðum fótum, og sannar það
að sjálfsögðu ekkert.
Ekki er hægt að mæla, hve
mikið fyrsti leggur hefir raun-
verulega stytzt, því ekki hefir
verið hirt um að hafa ákveðna
lampafjarlægð við töku Rtg,-
mynda, en hlutfallsleg stytt-