Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
27
þröngt væri fyrir og stundum
var það' meira að segja, að hann
tókst ferð á hendur og kom til
að rétta okkur hjálparhönd og
þótt hann væri í fríi t. d. viö
veiðiskap, þá var hann ekki
tregur til að kasta laxastöng-
inni og skunda til hjálpar eí á
lá. En það á ekki að vera á
mínu sviði, að ræða um Matt-
hías sem lækni, það er öðrum
falið, en ég á að minnast hans
sem manns og félaga og skal
þá byrja á byrjuninni.
Matthías Einarsson er fædd-
ur á Akureyri 7. júní 1879.
Faðir hans var Einar Pálsson
verzlunarmaður og um hríð
spítalahaldari á Akureyri. Að
Matthíasi stóðu góðir og traust-
ir stofnar bæði hvað snerti lík-
amlegt og andlegt atgervi. Föð-
urfaðir hans var séra Páll
Jónsson sálmaskáld, er fyrst
var prestur að Myrká í Hörgár-
dal, síðar á Völlum í Svarfaðar-
dal og síðast í Viðvík og vana-
lega við þann stað kenndur.
Kona séra Páls, en amma Matt-
híasar læknis, var Kristín
yngri, fædd 1810, Þórsteins-
dóttir stúdents á Laxárnesi í
Kjós. Fluttist hún til Norður-
lands með Bjarna skáldi Thor-
arensen, er hann gerðist amt-
maður á Möðruvöllum í Hörg-
árdal. Þorsteinn faðir Kristín-
ar og Ejarni amtmaður voru
æskuvinir, því Þorsteinn hafði
dvalið á Hlíðarenda hjá Vigfúsi
sýslumanni og mun hafa feng-
ið þar mestan undirbúning
undir stúdentspróf, voru þeir
Bjarni sonur sýslumannsins þá
námsfélagar. Þegar Kristín
„yngri“ Þorsteinsdóttir var um
tvítugt, mun hún hafa farið
suður að Gufunesi til Bjarna
og Hildar konu hans. Sumarið
1834 fór hún svo norður að
Möðruvöllum með börn amt-
mannshjónanna, er ekki gátu
orðið þeim samferða og dvald-
ist Kristín síðan á Möðruvöll-
um þangað til hún giftist séra
Páli, sem þá var prestur þar á
næstu grösum, nfl. á Myrká.
Síðar fluttust þau að Völlum
og þar dó hún. Sagt er, að séra
Páll hafi þá ekki unað þar
lengur og flutt sig vestur aö
Viðvík. Faðir séra Páls í Viðvík
var Jón Jónsson í Sælingsdal.
Jónar þessir voru sex í röð,
hver fram af öðrum, sá elzti
var Jón Geirmundsson Ólafs-
sonar prests á Kvennabrekku
Ólafssonar. Kona Jóns í Sæl-
ingsdal, en móðir séra Páls, var
Sólveig Gísladóttir Pálssonar í
Hvítadal í Saurbæ og Guðlaug-
ar Loftsdóttur konu hans. Þetta
er mjög fjölmenn ætt og er einn
eða fleiri þættir komnir frá
Lofti ríka á Möðruvöllum.
Séra Páll í Viðvík er sagður
hafa verið hið mesta snyrti-
menni og skáld allgott, eink-
um orti hann sálma og andleg
ljóð, hafa góðir sálmar eftir
hann verið sungnir í kirkjum
landsins.