Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 18
32
LÆIvNABLAÐIÐ
þreki og hefði aðstöðu til að
beita kröftum sínum til hins
ýtrasta, eins og hugur hans
stóð til.
Matthías læknir vann lang-
an dag á sjúkrahúsinu — frá
kl. 7 á morgnana til hádegis
eða lengur. Ekki farið heim
að borða, til þess vanst ekki
tími, haldið beint á lækninga-
stofuna, því viðtalstíminn þar
byrjaði kl. 12 y2. Þarna beið
full biðstofa. Fyrst var að setj-
ast niður og hvíla sig nokkrar
mínútur, því operationir, skipt-
ingar og eftirlit með fjölda
sjúklinga á sjúkrahúsinu í
marga klukkutíma er töluvert
erfiði. Nú er neytt nokkurra
brauðsneiða og svo mega sjúkl-
ingarnir koma hver af öðrum.
Á fimmta tímanum var starf-
inu vanalega lokið þarna og
nú var að aka út um allan bæ
og lita eítir þeim sem lasnir
voru í heimahúsum. Síðan tók
við kvöldstofugangur á sjúkra-
húsinu, og að lokum er komið
heim í kringum kl. hálfátta. Að
máltíð lokinni fór hann svo að
lesa eða skrifa og síðan að
hátta kl. 10 eða 10 V2. Útaf þess-
ari kvöldkyrrð gat brugðið og
ósjaldan mun hann hafa þurft
að gera skyndi operation í
sjúkrahúsinu bæði að kvöld-
lagi eða að nóttu til, eða vitja
nauðstaddra sjúklinga áður en
til náða væri gengið. Einkum
var það er slæmar pestir gengu,
svo sem spanska veikin al-
ræmda, þá var hann á ferð dag
og nótt og hlífði sér hvergi. Þaö
sætti undrun hve mikið hann
þoldi að leggja á sig, enda varð
hann frægur um allt land af
þeirri þrekraun. Mér er sagt, að
fólk hér 1 Reykjavík hafi — við
lok þessarar plágu — haft sam-
tök um það að gefa honum
vandaða bifreið í þakklætis- og
viðurkenningarskyni.
Þau Matthías læknir og kona
hans eignuöust þrjú börn: Matt
hías stúdent, starfsmaður hjá
Sjóvátryggingarfélaginu. Hann
kvongaðist Helgu Kristínu,
dóttur Dr. Helga Péturs, eign-
uöust þau tvo drengi: Matthías
og Einar. Þessa konu sma
missti hann, en kvongaðist
nokkrum árum síðar Ásgerði,
dóttur Einars hæstaréttardóm-
ara Arnórssonar. Þau eiga scn
er heitir Haukur. Annaö barn
Matthíasar læknis og konu
hans er María gift Sverri Ragn-
ars, kaupmanni á Akurevri.
Eiga þau tvær stálpaðar dætur.
Þriðja barn læknishjónanna er
Lovisa, búsett í Ameríku, gift
amerískum listmálara, þau
eiga eina dóttur.
Á fyrstu læknisárunum byggði
M. E. sér snoturt hús innariega
við Hverfisgötu, en seldi það
og keypti nokkru síðar stórhýs-
ið Höfða innan til við Reykja-
vík. Þar bjuggu þau um sig af
mikilli rausn og prýði. Var það
heimili fyrirmyndar höfðings-
setur. Síðar seldi hann Höfða,