Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 19
LÆKNABLÁÐIÐ
33
mun hafa viljað búa nær aJal-
vinnustaS sínum, Landakots-
spítalanum, þar sem hann var
nú tekinn við stjórn, orðinn
yfirlæknir þar. Keypti hann þá
húsið nr. 30 á Sólvallagötu og
dvaldist þar síðan, bjó hann
það heimili sem hin önnur
mjög haganlega og með glæsi-
brag, voru þau hjónin mjög sam
valin í því að gera heimilið sem
vistlegast. Var vandamönnum
þeirra og vinum mjög ánægju-
legt að sækja þau heim og mót-
tökur ætíð hinar höfðingleg-
ustu og alúðlegustu.
Meðal þeirra þátta í lifi M.
E., sem enn eru ótaldir, eru
sumarfríin, sem voru stutt
framanaf en lengdust er tímar
liðu og þreyta fór að sækja
hann heim. Vanalega fór hann
með tveimur eða þremur vin-
um sínum til laxveiða fáar
vikur, einkum urðu árnar í
Bogarfirði fyrir valinu og þá
aðallega Þverá og Grímsá.
Kunna samferðamenn og sjón-
arvottar margar skemmtilegar
sögur að segja af þeim Matth.
og Ólafi Eyvindssyni, er þeir
voru í þessum útilegum.
Brugðu þeir og ýmsir aðrir
snjallir reykvískir laxveiðimenn
nokkurs konar gleðiblæju yfir
þetta fagra hérað um násum-
arið, í þá daga í samvinnu við
ágæta og skemmtilega bænd-
ur, sem þá voru þarna á næstu
grösum, svo sem Sigurð Fjeld-
sted í Ferjukoti, Halldór Vil-
hjálmsson skólastj. á Hvann-
eyri, Davíð á Arnbjargarlæk og
marga, marga fleiri mætti telja,
sem komu þarna við sögu.
Það var nokkru eftir Í930 að
Matthías fór að hugsa um að
fá sér jörð og heí ja búskap í
smáum stíl. Hann var dýravin-
ur og hafði ánægju af að eiga
nokkrar skepnur og fara vel
með þær. Hann eignaðist
nokkra hesta, suma afburða
góða reiöhesta. Svo fór hann
að fá áhuga fyrir hreindýrum,
náði sér í hreindýrakálfa aust-
ur á öræfum, mun hafa látið
flytja suma þeirra í flugvél
suður. Nú hafði hann fengið á-
búðarrétt á Arnarfelli við Þing-
vallavatn austanvert, byggöi
þar lítinn bæ og réði fólk til að
sjá um heyskap og hirða 2—3
kýr, hestana og hreindýrin, þau
gengu auðvitað mest úti, en
höfðu sinn kofa og var hjúkrað
eftir þörfum og gefinn matur á
vetrum. Þau uxu og þeim fjölg-
aði og varð þetta um tíma snot -
ur lítil hjörð. En svo eyddust
þau aftur af óhöppum og alls-
konar pestum og, því miður,
misheppnaðist þessi tilraun,
með hreindýrabúskap, að
mestu. Matthías var oft í frí-
um að Arnarfelli með fjöl-
skyldu sinni og stundum bauð
hann þangað nokkrum vinum
sínum til lengri eða skemmri
dvalar og dagarnir liðu fljótt
við silungsveiðar, skautahlaup
á vatninu þegar þaö var lagt,