Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 6

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 6
6 Karlmennska og gleði Hannesar Hafsteins .. . [Stefair Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem lœknast ekki fyrr en á aldurtila. stund. Alþýða gleypti við kvæðum Krist- jáns og lærði þau og varð fyrir vikið grátbólgin svo að segja, þunglynd a. m. k. og viðkvæm. Matthías bar sig karlmannlega við hljóðfærið — „bar höfuðið hátt í heiðursfátækt þrátt fyrir allt“. En þegar um einkenni hans er að ræða, ber meira á trúhneigð og bróðurhug Matthíasar, en |gleði- mensku og hetjulund. Grímur Thomsen var karlmann- legt skáld, jafnvel þegar hann kveður um óluncl. Hann ber forn- öld vora á borð fyrir sálirnar. En hann skortir hlýju gleðinnar. Grímur er með í leiknum í höll Goðmundar á Glæsivöllum, þar sem jötnarnir kasta rrfilli sín gló- andi knetti, vættarþungum. Bros- ið þar í höllinni birtist í feiknstöf- um, sem svigna, þegar tröllajöfur- inn bregður grönum. En þrátt fyr- ir aðdáun Gríms, bregður honum svo við, að hann sleppur þaðan kalinn á hjarta. Skáld, sem er kal- ið innanbrjósts, er ekki til þess fallið að vekja gleði, þó að karl- mannlega kveði og rausnarlega um forna frægð. — Fljótt er nú yfir sögu farið. Og þá er eg kominn að Hannesí Hafstein. Hann kemur fram á sjónarsvið- ið, þegar ísárin ganga yfir land vort og surfu svo að þjóðinni, að „Rangárland var orpið sandi“ ogr „mistri roðinn röðull í austri“. — Þannig var umhorfs sunnanlands.- En norðanlands var hafið: „Hundrað þúsund kumbla kirkju- garðar“- „Sjálf í stafni glottir kerling Helja, hungurdiskum bendir yfir gráð“. Svo kvað Matthías. Og ennfrem- ur: — „Kuldalegt er voðaríki þitt' ‘. „Björn og refur snudda tveir á hjartii,, gnaga soltnir sömu beinagrind“. Og „kópurinn látrar sig um þetta. hvíta grjót“, að sögn Einars Bene- diktssonar. — Miðaldra menn og unglingar vita naumast né skilja nú, hvaðan á þá stendur veðrið, þegar þessi kafli í æfisögu þjóð- ar vorrar er lesinn — sú deild,. sem haft hefir undir tönn brjóst- sykur og annað sælgæti og haft á sér klæðnað úr silki og lesið Ven- usarbókagerð við rafljós. En vér sem litum fyrir fimmtíu árum í. klakabrisin norðan lands og feng-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.