Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 8

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 8
8 Karlmennska og gleði Hannesar Hafsteins .. . [Stefnir ur um Matthías, í veislu, sem hon- um er haldin í Höfn. Því nóg mun sofið út um breiða bygð, þó biðji sknldið stundum þjóð að vaka. Þessi rödd er snjöll og ekki er hún á báðum áttum. Þarna er það Ijóst, að H. H. veit hvað hann vill. Vér Islands börn, vér erum vart of kát og eigum meir en nóg af hörmum sárum, þó lífdögg blónm sé cd sögð af grát, né sævarbrimið gert að beiskum tárum. Glaðvær karlmennska H. H. kem- ur .vel í ijós í þessu kvæði og þó enn betur í kvæði hans „Á Kalda- dal“. Þar er ósk hans þessi: „Eg vildi það yrði nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kaldadal“. Reyndar er mælt, að hann hafi kveðið það kvæði í ofnhitaðri stofu í Höfn. En það skiftir alls engu máli. Skáldin búa stundum vel og lengi að hrifningu sinni þannig, að þau endurlifa oft atburði og augnablik, geta t. d. gert vorkvæði á hausti, bardagakvæði á friðar- tíma, ástaljóð, þegar ölið er af könnunni og kærleikurinn kominn út um þúfur. Stundum fara þau hamförum aftur í tímann og krjúpa á kné fyrir sögunni. Stund- um fljúga þau inn í álfu framtíð- ar og spá í eyður. Hannes Hafstein spáir í eyður — og spáir vel. Sú spágáfa var málsnjöll við Ölvesá, þegar brúin var vígð og spáin er tengd við þörf þjóðarinn- ar. Háttur þeirrar drápu er skyld- ur dróttkvæðum hætti, en færður í sönghæft form. H. H. sameinar lífsgleði realismans og hetjuhug víkingatímabilsins og hann lætur renna í samhljóml háttslyngni Brandesarstefnunnar og hendinga- klið hrynhendra og dróttkvæðra hátta. Þessi hljómur vekur berg- mál í hlustum íslendinga, sem á- valt hafa verið elskir að dýrum háttum. Rímnaskáldin höfðu hald- ið við þeirri elsku, þó að misjafn- lega væri ort. Glaumur vísnanna, þó lélega væru g'érðar að sumu leyti, var þó skyldur vopnaglamri. Og nú fer saman hjá H. H. orð- snild, valið efni, og kliðsnjallir hættir. Þjóðin hlustaði og lærði og söng kvæði þessa káta og hugrakka nýja-brums-skálds, sem reið á harða spretti, svo að „grundin undir syngur söngva“. Eg gat þess, að H. H. hefði spáð í eyður framtíðarinnar. Hann ger- ir það mest og bezt í aldamóta- kvæðinu og röddin er bæði glaðvær og karlmannleg og ástrík. Hann

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.