Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 14
MOÐURAST.
Dýrasaga frá Arran-eynni, við vesturströnd Skotlands
Eftir Liam O’Flaherty.
Allan veturinn kvað við í loft-
inu af hófaskellum þeirra, þegar
þær þutu um klettana með hafið
langt fyrir neðan fætur sér.
Haustið áður höfðu þær horfið
langt burt, undir forystu glæsi-
legs hafurs. Hann var grár og
svartur á skrokkinn og hornin
undust í fögrum sveiflum upp af
höfðinu. En síðan var hjörðinni
sundrað. Menn sóttu geiturnar
og fóru með þær heim. En hund-
um var sigað á hafurinn stolta,
og fóru svo leikar, að þeir rifu
hann á hol. Hvíta geitin unga
varð ein eftir. Hún var komin svo
langt að heiman, að eigandinn
hafði ekki upp á henni. Hann
hélt að hún væri dauð, og hún
var látin í friði.
Hún gekk því sjálfala um hrika-
björgin, þar sem máfarnir réðu
lögum og lofum og örninn mikli
sigldi um loftið á þöndum vængj-
um, hátt yfir sjáfarnið og brim-
gný. Mildu, gulleitu augun urðu
flóttaleg og viðbragðsgjörn af
því að horfa jafnan niður í reg-
indjúpið, og kinnaskeggið langa
blakti í stormunum. Hún var hátt
dýr og spengilegt. Hornin voru
stutt og teinrétt. Ullarfliksurnar
hengu eins og skúfar á báðum
hliðum.
Ef einhver kom nærri henni,
þaut hún eins og elding, með róf-
una upp í loftið og skók hornin.
Hófarnir smullu á klappirnar og
á svipstundu var hún komin lang-
ar leiðir í burtu. Þá stanzaði hún
allt í einu á klettasnös og sneri
sér við til þess að athuga mann-
inn, sem hafði styggt hana. Hún
vissi hvað hún mátti bjóða fótun-
um á sér, sú litla.
Þegar leið á veturinn var eins
og yrði breyting á henni. Hún
varð enn næmari á heyrn. Hún