Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 14

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 14
MOÐURAST. Dýrasaga frá Arran-eynni, við vesturströnd Skotlands Eftir Liam O’Flaherty. Allan veturinn kvað við í loft- inu af hófaskellum þeirra, þegar þær þutu um klettana með hafið langt fyrir neðan fætur sér. Haustið áður höfðu þær horfið langt burt, undir forystu glæsi- legs hafurs. Hann var grár og svartur á skrokkinn og hornin undust í fögrum sveiflum upp af höfðinu. En síðan var hjörðinni sundrað. Menn sóttu geiturnar og fóru með þær heim. En hund- um var sigað á hafurinn stolta, og fóru svo leikar, að þeir rifu hann á hol. Hvíta geitin unga varð ein eftir. Hún var komin svo langt að heiman, að eigandinn hafði ekki upp á henni. Hann hélt að hún væri dauð, og hún var látin í friði. Hún gekk því sjálfala um hrika- björgin, þar sem máfarnir réðu lögum og lofum og örninn mikli sigldi um loftið á þöndum vængj- um, hátt yfir sjáfarnið og brim- gný. Mildu, gulleitu augun urðu flóttaleg og viðbragðsgjörn af því að horfa jafnan niður í reg- indjúpið, og kinnaskeggið langa blakti í stormunum. Hún var hátt dýr og spengilegt. Hornin voru stutt og teinrétt. Ullarfliksurnar hengu eins og skúfar á báðum hliðum. Ef einhver kom nærri henni, þaut hún eins og elding, með róf- una upp í loftið og skók hornin. Hófarnir smullu á klappirnar og á svipstundu var hún komin lang- ar leiðir í burtu. Þá stanzaði hún allt í einu á klettasnös og sneri sér við til þess að athuga mann- inn, sem hafði styggt hana. Hún vissi hvað hún mátti bjóða fótun- um á sér, sú litla. Þegar leið á veturinn var eins og yrði breyting á henni. Hún varð enn næmari á heyrn. Hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.