Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 17
Stefnir]
Móðurást.
17
in og datt á svæflana á hnjánum.
En hann stóð undir eins upp aft-
ur. Hún ýtti honum varlega með
hornunum aftur með sér, að júgr-
inu. Loks náði hann í einn spen-
ann, fór á knén og drakk.
Um sólarlagið gat hann vel
gengið og meira að segja hlaupið
smá-spretti og vingsað höfðinu
ilaufalega. Alla nóttina lágu þau
saman í gjánni. Hann lá með
hausinn við heitt móðurbrjóstið.
Morguninn eftir faldi hún kiðl-
inginn í lítilli klettaskoru þarna
nærri. Tveir steinar lágu fyrir
skorunni, og hún var nálega hulin
af mosa og laufi. Kiðlingurinn
skreið þarna inn, eins og eitthvert
hugboð segði honum, að þarna
ætti hann heima. Svo rótaði hún
með fótunum mosa og lyngi fyrir
opið og gekk á beit, áhyggjulaus
eins og enginn fólginn kiðlingur
væri nærri.
Um miðjan daginn tók hún kiðl-
inginn út úr fylgsninu og lét hann
sjúga. Svo léku þau sér dálitla
stund í litlum grashvammi. Hann
stökk og lærði að rísa á fæturna.
Síðan fór hún með hann aftur í
fylgsnið og bjó um eins og áður.
Svo var hún á beit alveg til
kvölds. En þegar hún var á leið-
inni heim að fylgsninu til þess að
búa um sig til næturinnar, heyrði
hún allt í einu hljóð, sem vakti
henni geig. Það heyrðist einhvers
staðar sunnan að, bak við klapp-
irnar. Það var lágt og urrandi,
varla að það heyrðist. En móður-
eyrað vissi, að hætta var á ferð-
um. Og nú heyrði hún með ógn og
skelfingu, hvað það var. Það var
andardráttur í hundi, sem nasaði
í veðrið.
Hún stóð eins og steingerfingur
og gat ekki annað en hlustað.
Hausinn var reistur og rófan upp
í loftið. Nú heyrði hún það aft-
ur. Það var komið nær. Nú heyrði
hún meira að segja fótatak. Og í
sama bili kom svart, digurt flykki
upp á klappirnar og stökk þung-
lamalega niður á stallinn til henn-
ar. Það var svartur hundur, stór
og loðinn með kjaftinn opinn og
blóðrauða tungu lafandi. Allt í
einu lokaði hann munninum, hóf
upp trýnið og nasaði. Nasirnar
titruðu og drógust svo saman
eins og hann kenndi til. Svo rak
hann upp gól og hljóp að geitinni,
skáhallt til hliðar.
Hún fnæsti. Svo stappaði hún
þrisvar sinnum vinstra framfæti
í klöppina svo að glumdi í. Hund-
urinn stanzaði oé lyfti öðrum
framfætinum, eins og hann væri
að hugsa sig um. Hann setti undir
sig hausinn og horfði á hana með
2