Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 23

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 23
Stefnir] Hvaðan er fjárkreppan? 23 Fall enska pundsins er nokkurs- konar yfirlýsing um það, að nú sé kreppan komin í algleyming. Allt þetta sýnir okkur þann alþjóðablæ, sem er yfir krepp- um nútímans, eins og yfirleitt yfir öllum viðskiftum heimsins í blíðu sem stríðu. Öldur þær, sem vaktar eru langt úti í heimi, skella hér að ströndum. Verð- sveiflur fara yfir löndin eins og „lægð-ir“ og hitabylgjur veður- fræðinnar. Enginn getur tryggt sig með öllu gegn kreppunum, nema sá, sem setur sig í nokk- urskonar æfilangt fangelsi, ein- angrar sig. En þessi ótvíræða viðurkenn- ing má ekki leiða athyglina frá hinu, að hver þjóð er enn nægi- lega einangruð til þess, að valda mestu um allan sinn hag. Þegar Englandsbanki gefst upp við það, að halda uppi pundinu, þá er það mest að kenna f jármálastjórn Englendinga sjálfra. — „Heims- kreppan" ríður baggamuninn, af því að hún hittir borgina illa víg- .girta, eins og harði veturinn, sem sýnist ekki heimsækja nema þann bóndann, sem er heylítill. Stabbarnir eru minni eftir harða veturinn, en að ytra útliti, og í öllum meginatriðum fer góði bú- maðurinn ólamaður frá illum vetri. Og alveg eins er það með þjóð- irnar. Kreppan skellur á þeim öllum, en afleiðingar hennar fara að. mestu eftir viðbúnaðinum heima fyrir. Til þess að sannfærast um þetta, þarf ekki annað en renna augunum yfir veröldina. Ógegnd- arlöndin, þar sem hæst hefir glumið framfaragasprið án þess að miðað væri við vöxt og gjald- getu þjóðarinnar, löndin, þar sem fjáreyðsluathafnir stjórnanna eru skoðaðar sem beinar gjafir og velgerningar, en lítið er hugsað um, að fé til alls þessa er tekið af fólkinu sjálfu, yfirleitt þau lönd eða þær þjóðir, þar sem Lýð- skrumararnir eru látnir ráða, og það er ekki sízt þar, sem sósíal- istar eru við völd — í þessum löndum er allt lamað af krepp- unni. En svo eru önnur ríki, þar sem annað hvort hafa setið við völd harðjaxlar, sem jafnframt eru gætnir menn, menn, sem ekki hlusta á skrumið, eða þá þar, sem þjóðin sjálf lítur ekki síður á skattana en það, sem hún fær fyrir þá, þar sem hlýtt er á skattana tala ekki síður en verk- in, þar er kreppan væg. — Má nefna Frakkland sem dæmi. Þar

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.