Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 31

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 31
'Stefnir] Hvaðan er fjárkreppan? 31 ur sönnun um það, að stjórnin fór að eins og óviti. Eg segi: eins og óviti, því að bókin sýnir það tvennt, að stjórnin breytti gagn- stætt réttu, og að hún vissi það ekki, úr því að hún auglýsir það. Skrá sú, sem eg birti áðan um útgjöld áranna sýnir þetta. Hún sýnir, hvernig stjórnin fylgir með, og meira að segja gengur á und- an í því, sem hverja kreppu or- sakar: ógegndinni. Og hún kór- ónar það með því, að borga úr ríkissjóði hærri 26 milljónir króna á sjálfu hættuárinu 1930. Átján milljónir 1929 og tuttugu og sex milljónir 1930 eða fjöru- tíu og fjórar milljónir króna á tveim árum er ekki smáræði í okkar litla þjóðfélagi. Þetta geysilega peningaflóð, sem feng- ið er með því tvennu, að merg- sjúga framleiðsluna og skapa al- gerlega falska kaupgetu með er- lendum lánum, þetta gieysilega peningaflóð kemur svo fram í gífurlegri samkeppni um allan vinnukraft og þar af leiðandi uppsprengdu kaupgjaldi, og stór- kostlega auknum innflutningi. En innflutningurinn er aukinn af völdum stjórnarinnar bæði vegna þess að stórkostlega þarf að viða að ýmsu, sem hún er að gera, en þó einkum vegna þess, hve kaup- getan er aukin með þessu. Pen- ingaflóðið örfar stórlega öll við- skifti, en ör viðskifti miða að hækkandi verðlagi. Mætti margt fleira nefna hér af aðgerðum stjórnarinnar, sem beinlínis hef- ir miðað að verðþenslu og ó- gegnd. Svo þegar allt er komið í óefni og kaldakol, þá er rokið í inn- flutningshöft. Fyrst er innflutn- ingurinn aukinn, og verzlunar- veltan færð úr lagi með ógegnd, og síðan er reynt að lækna mein- ið með gersamlega magnlausum reglugerðum, sem lítið geta gert annað en espa á sig svipað berg- mál frá öðrum þjóðum. Eg held nú varla að um þetta geti verið ágreiningur. Lóðinu, sem leggja átti í vogarskálina móti, var slengt í vogarskálina með, og því hefir nú allt farið um þvert bak eins og raun er á orðin. Þá vil eg benda á eitt mikils- vert atriði í þessu máli. Og það er það, að stjórnin varð til þess, að fresta fjárkreppunni um eitt ár hér á landi, og bæta þannig óhöppum heils árs ofan á það, sem fyrir var. — Þetta gerði hún með lántökunum miklu 1930. Ef þá hefði ekki verið slengt inn um 13 milljónum króna erlendis, hefði

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.