Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 50

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 50
50 Nokkrar leiðbeiningar í rafmagnsnotkun. [Stefnir en ef til vill mætti bæta úr því með nokkrum línum og gera þá jafnframt samanburð á hita- gildi rafmagns, samanborið við kol eða annað eldsneyti. Við notkun kola og olíu er um að gera, að fá sem fljótastan hita.og að suðan taki sem stytzt- an tíma. Mun það borga sig bezt, einnig með tilliti til þess, að konan, sem matinn eldar, er svo bundin yfir pottinum. Þessu er allt annan veg farið þegar rafmagn er notað til suðu, annað hvort frá eigin stöð eða almennri stöð, þegar keypt er víst magn fyrir árið, sem raun- verulega er allt af gert, nema þegar keypt er í gegnum mæli, en það kemur því að eins til mála (að kaupa eftir mæli), þar sem um stöðug not er að ræða fyrir það afl, er stöðin afkastar og verður maður því að ganga út frá hinu, sem sé að binda sig við víst afl um árið. Veljum því að byrja með 2 kw. sem notast eftir því, sem síðar verður bent á, af 8 manna fjölskyldu, á þann hátt, að sem minnstur tími fari forgörðum, því það er skil- yrði fyrir samkeppnishæfileik- um rafmagnsins, eins og síðar mun verða bent á. Til þess að hafa eitthvað a$ ganga út frá, ákveður maður ljósþörf og suðuþörf á hvern mann, enda eru þeir liðir eða póst- ar nokkurnveginn ákveðnir, en þó mun eg til frekara öryggis ogr máli mínu til stuðnings hækka þá tölu nokkuð, sérstaklega suðu- þörfina, eða allt að 65%, sem svarar til að þar sem aðr- ir áætla að einn maður þarfnist 6 lítra af sjóðheitu vatni á sól- arhring, þar vil eg reikna með 10 lítrum. Eftir minni ákvörðun er notk- unarþörfin sem hér segir: a) Ljósþörf á mann hámark 40 wött. b) Suðuþörf 10 lítrar af sjóð- andi vatni á sólarhring. a) fer að sjálfsögðu nokkuð eftir húsakynnum. Við höfum hér 8 manna fjöl- skyldu. Hún þarfnast ljósmagns 8 X 40 = 320 wött og jafngild- ir það að ljósmagni ca. tólf 14 lína olíulömpum, en eyðsla þeirra lampa er um 1,6 líter af góðri olíu á klukkustund. Þessi sama fjölskylda notar 8 X 10 = 80 lítra af sjóðheitu vatni á sólarhring, samkvæmt mínum reikningi. Vilji maður nú hita þessa 80 lítra frá 10—100 gr. á

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.