Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 53

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 53
Stefnir] Nokkrar leiðbeiningar í rafmagnsnotkun. 53 í því að notagildið er þar reiknað 0,8 í stað 0,9, sem er mjög al- gengt, og sumpart í því, að afl- ið er látið vera í notkun einnig þann tíma, sem skift er um í pott- unum. I þriðja lagi kemur það hér fram síðar, að tekin er ríf- leg tala til brauðbaksturs alla daga, svo að þetta alt vinnur hitt vel upp, að svo miklu leyti sem nær til algengrar suðu. Eg hefi hér á undan slegið föstu um tilhögun máltíðanna, en vel má vera, að þeim sé nokkuð öðruvísi fyrir komið sumstaðar. Það breytir þó í rauninni engu um aflþörfina, aðeins að þá fell- ur notkunin á annan tíma dags- ins. Eftir því sem nú hefir verið bent á, verður rafmagnsnotkun þessa heimilis á sólarhring þessi: Klukkan 23— 7 = 8 klukkustundir 820 wött, gerir 6,6 kwst. — 7-11 =4 — 1710 — - 6,84 — • 11—15 = 4 — 1000 - - 4,00 — 15-23=-8 — 320 - — 2,56 20,00 4- 32 Samtals 20,32 kwst. Við þetta vil eg þó bæta 2 kw- st., t. d. fyrir kaffihitun að kveldi, og 3.67 kwst. til brauðbaksturs, þannig, að öll eyðslan verði til jafnaðar 26 kwst. á sólarhring, til suðu og ljósa ásamt bökun. Er það há tala, þegar athugað er, að ýmsir halda fram, að þessi fjölskylda ætti að komast af með um 12 kwst.; að vísu er þá ætl- ast til, að notuð sé moðsuða, enda ætti enginn að vera án þess að hafa hana, hvort heldur hann notar kol eða rafsuðu. Þó hefir ekki verið reiknað með því hér að framan. Af þeim 2 kw., sem fjölskyldu þessari voru ætluð, fær maður þá 22 kwst. á sólarhring afgangs suðu, ljósum og bökun, þennan skammdegisdag, og má nota það til upphitunar. Nú er algengt að áætla gangtíma smástöðva á ári um 7000 klukkust. og segir það, að þessi 2 kw., sem við höfum hér til umráða, ættu að veita 14000 kwst. á ári; nú mun það ekki vera fjarri sanni að áætla, að hér á landi séu ca. 200 dagar ársins, sem maður þarf einhverja upp- hitun, auðvitað þó mismunandi eftir húsakynnum -og veðurfari.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.