Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 61
Stefnir]
Fjármeðferð stjórnarinnar.
61
telst mér svo til, að til jafnaðar
hafi verið greiddar um 5B000 kr.
•á hverjum einasta degi þessi ár
að meðtöldum öllum helgidög-
um. Þetta svarar til um 50 au. á
dag af hverju mannsbarni í land-
inu og geri eg ráð fyrir, að fleir-
um muni afbjóða þetta en mér.
Skylt er þó að geta þess, að
•sumt af þessu fé hefir verið af
hent bönkunum og telst mér svo
til, að sú fjáfrhæð nemi um 8
millj. kr. Þá ber og að taka það
fram, að á þessum árum hefir
verið keypt strandferðaskip og
.ýmsar opinberar byggingar ver-
ið reistar, svo sem síldarbræðslu-
stöðin á Siglufirði, útvarpsstöð,
landssímastöð hér í bænum,
skrifstofubyggingin Arnarhváll,
Landsspítalinn fullgerður o. fl.
o. fl. og hafa til alls þessa far-
ið 4—5 millj. kr. Það má deila
um þörf og nytsemi sums af
liessu og mun eg koma að því
nokkuð síðar, en að frádregnu
l>ví, sem hér hefir verið talið hef-
ir féð gengið til ríkisrekstrar-
ins með tiltölulega litlum undan-
tekningum.
Eins og af líkum ræður eftir
því, sem tekið hefir verið fram,
hefir vaxtabyrði ríkissjóðs auk-
ist stórum í tíð núverandi stjórn-
nr. Samkvæmt L.R. 1927 námu
vextir af ríkisskuldum það ár um
700000 kr., en samkvæmt fjárl.-
frv. 1933 nema þeir talsvert á 2.
millj. kr. og svipað er að segja
um afborganir.
Um fjáreyðsluna þessi undan-
farin ár, sker árið 1930 sig úr.
Þá var eyðslan svo gífurleg, að
það er nærri ótrúlegt. L.R. fyrir
það ár, sem nú liggur fyrir þing-
inu til samþykktar eða synjunar
er að upphæð tæplega 25.8 millj.
kr. Þar frá má þó draga vegna
greiðslu lausaskulda og vegna
aukinna innstæðna um 4 millj.
kr., svo að gjöldin verða tæplega
22 millj. kr. eins og eg tók fram
áður. Þar við er þó rétt að bæta
kostnaði af að reisa Útvarpsstöð
ög landssímastöð, rúmlega l1/^
miljón kr., því að þótt undarlegt
sé frá að segja, er þessi upphæð
ekki talin með á LR. Gjöldin
1930 eru því ekki minni en 23.4
milj. kr. og eru þau langhæstu,
sem nokkru sinni hafa orðið.
Hæst hafa þau orðið áður um 17
milj. kr. 1929, hjá sömu stjórn.
Til samanburðar má geta þess,
að gjöldin 1921, þegar dýrtíðin
var sem mest, voru um 12 milj.
kr. og þá ætlaði hæstv. forsætis-
ráðherra, sem þá var ritstjóri
Tímans, að rifna af vandlætinga-
semi yfir eyðslunni. Síðan hefir