Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 62

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 62
62 Fjármeðferð stjórnarinnar. [Stefnir dýrtíðin minkað stórkostlega, og samt eru gjöldin 1930 um það bil tvöfalt hærri en 1921. Fjárausturinn undanfarið er mikið mein. Þeim sem óhlutdrægt vilja líta á þetta mál, mun sýn- ast, að stjórhinni hefði átt að nægja að fá til þarfa ríkissjóðs- ins á 4 árum yfir 16 milj. kr. meira en þingið áætlaði, svo að ekki hefði þurft áð taka hin miklu lán. Sextán miljónir króna er mikil upphæð á okkar mæli- kvarða. Til samanburðar má' geta þess, að allar jarðeignir og öll hús í öllum 23 sýslufjelögum landsins eru eftir gildandi jarða- mati metin á rúmlega 46 milj. kr. Tekjur ríkissjóðs hafa því verið þessi 4 ár yfir 16 milj. kr. meiri en matsverð allra jarða og allra húsa í öllum sveitum og öllum kauptúnum landsins. Það er í rauninni stórmerkilegt, að þjóð- in skuli hafa lyft því Grettistaki af inna af hendi öll þessi gjöld. Þó má það kannske kallast enn merkilegra, að ekki einu sinni þetta nægði stjórninni, heldur varð hún að taka yfir 15 milj. kr. lán á þessum sömu árum. Jafnan þegar stjórnin er og hefir verið vítt fyrir eyðsluna, hefir hún haft eitt, og aðeins eitt, svar. Hún kveðst hafa fram- kvæmt svo mikið. Hún kveðst hafa brynjað þjóðina gegn erfið- leikum kreppunnar, svo að nú sje miklu Ijettara að lifa og komast yfir erfiðleika núverandi verð- lækkunar. Þetta var eitt veruleg- asta atriðið í nýársboðskap hæstv. forsætisráðherra til hinnar ísl. þjóðar í byrjun þessa yfirstand- andi ái’s. Nú get eg skotið þessu til þeirra, sem mál mitt heyra. Eg bið þá hvern um sig að stinga hendinni í eigin barm og svara því, hvort þeim finst hæstv. stjórn hafi útvegað þeim þá brynju til kreppuvarna, sem stjórnin sjálf gumar af. Hver og einn getur svarað því fyrir sitt leyti, en eg get sagt það fyrir mitt leyti, að eg hefi ekki orðið brynjunnar var. Eg veit það að sönnu, að stjórnin hefir á undanförnum ár- um eytt miljónum króna í bygg- ingar af ýmsu- tæi. Eg veit, að hún hefir látið reisa símastöð hér í bænum fyrir nærri 2 milj. kr., eg veit, að hún hefir látið reisa síldarbræðslustöð á Siglufirði fyr- ir meira en l1/^ milj. kr., eg veit að hún hefir látið reisa útvarps- stöð fyrir um 700 þús. kr., eg veit að hún hefir látið fullgera lands- spítalann og varið til þess um 1 milj. kr., eg veit, að hún hefir látið reisa hér mikla skrifstofu-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.