Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 65

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 65
Stefnir] Fjármeðferð stjórnarinnar. 65 virts forsætisráðh. verður að slá niður harðri hendi. Hún er háska- leg- villukenning, háskalegri en eg hefi tök á að lýsa. Hún sýnir •svo mikla léttúð í fjármálum, að ekki er viðunandi. Eg verð að viðurkenna að hæstv. forsætis- ráðh. hefir tekist að fullnægja fyrri lið þessarar villukenningar. Honum hefir tekist allt of vel að safna skuldum í góðærunum. En hann á eftir að sýna, að honum gangi eins vel að afborga á krepputímunum og fáir munu hafa trú á, að svo verði. Eg verð að víkja nokkuð nán- ar, að hinum miklu greiðslum hæstv. stjórnar umfram heimild- ir fjárlaga. Þessar greiðslur sýna það mjög áberandi, að hún hefir algerlega virt að vettugi fjár- Aæitingavald þingsins. Nú veit eg það vel og viðurkenni, að ýmsar npphæðir fjárlaga eru áætlunar- upphæðir og mér dettur ekki í bug að átelja umframgreiðslur á slíkum liðum, ef fullrar sparsemi «r gætt. Verðsveiflur og skakkar áætlanir geta líka kollvarpað öllu ■eins og t. d. um og eftir heims- styrjöldina, en engri slíkri verð- truflun er til að dreifa á þessum árum. Á þeim árum, sem hér er um rætt, tók verðlagið engum stórbreytingum, sem réttlæti hin- ar gífurlegu umframgreiðslur. Til sönnunar staðhæfingu minni, um óheimilar greiðslur af hálfu stjórnarinnar, verð eg að nefna áberandi dæmi: 1. Á þinginu 1928 útvegaði stjórnin sér heimild til að mega verja allt að 1 milljón til stofn- unar og starfrækslu síldar- bræðslustöðva á1 Norðurlandi og annars staðar, þar. sem hentast þykir. Orðalag laganna, sera heimila þetta, sýnir, að tilgang- urinn var að 2 eða fleiri verk- smiðjur yrðu reistar fyrir þessa milljón. En þegar L.R. 1930 kom, þá sást að aðeins ein verksmiðja hefði verið reist, á Siglufirði, og hún kostaði nærri 114 milljón kr. Hér hefir því stjórnin í algerðu heimildarleysi notað nærri 500 þús. kr. umfram það, sem þingið heimilaði frekast. Þetta er með öllu óhafandi. Með þessu er svo þverbrotinn vilji fjárveitinga- valdsins, að það verður að átelj- ast eins harðlega og frekast er unnt. Eg mun síðar, ef tími vinnst til, víkja nánar að kostnaðinum af þessari síldarbræðslustöð. Eg man eftir því, að við stjórn- arandstæðingar kölluðum þingið 1928 „síldarþing", því að þá var 5

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.