Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 67

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 67
Stefnir] Fjármeðferð stjórnarinnar. 67 þús. kr., en hefir á undanförnum 4 árum notað til hælisins 300.000 kr. að meðtöldum rekstrarkostn- aði, sem líklega er 10—15 þús. kr. á ári. Hitt hefir farið til húsa- bygginga og jarðakaupa og er það meira en tvöfallt hám.ark þess, sem þingið ákvað. 4. Sem fjórða dæmi má nefna Reykjahælið í Ölfusi. Til þess hafa verið notaðar 270000 kr. að meðtöldu andvirði Reykjatorf- unnar, en heimili þingsins er að- eins 150000 kr. Hér er rétt að geta þess, að um 50000 af þess- um kostnaði var fært til gjalda á reikningum Landsspítalans og er það náttúrlega bein fölsun á reikningum hans. Hinn takmarkaði tími leyfir mér ekki að nefna fleiri dæmi til sönnunar því, að í raun og veru hefir stjórnin í algerðu heimild- arleysi tekið fjárveitingavaldið af þinginu og afhent það sjálfri sér. — Fjárveitinganefndin, 7 manna nefnd, hefir undanfarinn mánuð setið yfir fjárl.frv. fyrir 1933 og verið að hnitmiða niður fjárveitingar með mestu ná- kvæmni. Eg get ekki neitað, að mér hefir oft dottið í hug, að það væri til lítils að vera að þessu, ef stjórnin virðir svo allt að vett- ugi eins og undanfarin ár. Þó er skylt að geta þess, að nýlega hef- ir verið skift um fjármálaráð- herra og er óreynt, hversu hinn nýi ráðherra heldur á fjárlögun- um. Um árið, sem yfir stendur, er af minni hálfu lítið að segja, enda veit eg ekki hvað hæstv. stjórn ætlast fyrir um fram- kvæmdir. Hins vegar lét eg það í ljósi á þinginu í fyrra, er fjár- lög yfirstandandi árs voru til meðferðar, að eg teldi mjög hæp- ið, að hægt væri að halda jöfnuði ef það væri framkvæmt, sem f jár- lög ráðgera. Og síðan hefir út- litið sannarlega ekki batnað. Fjárlagafrv. það, fyrir 1933, sem hér er til meðferðar, gerir ráð fyrir hærri gjöldum en nokk- urt annað fjárlagafrv., sem lagt hefir verið fyrir þingið, fyr eða síðar og sýnist mér það bera vott um allt of mikið bjartsýni einmitt nú, þegar hrammur kreppunnar kreistir sem harðast. Þó verður að viðurkenna það, að talsverða i hefir hæstv. fjármála- ráðherra gei-t til niðurfærslu, þó að það, að mínu áliti, sé alls ekki nóg. Á það verður líka að líta, að langmestur hluti útgjaldanna er lögbundinn, svo að nægilegur niðurskurður mun ekki fást nema með breyttri löggjöf. Það er ein 5*

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.