Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 68

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 68
68 Fjármeðferð stjórnarinnar. [Stefnir af hinum stóru fjármálasyndum undanfarinna ára hversu miklum föstum, lögbundnum gjöldum hefir verið hlaðið á ríkissjóð, auk þess, sem byrði vaxta og af- borgana hefir þyngst stórkost- lega. Eg verð að segja, að eg sé ekki hvernig búist verður við, að á næsta ári komi inn tekjur til þess að borga öll þessi gjöld. Eg horfi með hinum mesta ugg og ótta fram á afkomuna 1983 og þó þyrfti sannarlega að fyrir- byggja tekjuhalla á því ári. En eg óttast mjög, að það verði 5. tekjuhallaárið í röð og er í sjálfu sér ekkert við því að segja, ef ekki hefði verið líka tekjuhalli á árunum áður. Það er í raun- inni ekki nema eðlilegt, þótt halli verði í hinum verstu árum, en þegar svo er komið, að tekju- halli er orðinn árlegur gestur, jafnt í góðæri sem kreppu, þá verður að stinga við fótum og gera þær ráðstafanir, sem þarf til þess að rétta við, jafnvel þótt djúpt þurfi að skera og víða svíði. Eg veit, að hæstv. stjórn er smeik um afkomuna 1933 og að hún hugsar sér að hjálpa sér áfram með nýjum sköttum, en eg býst við, að hún verði að gera það án aðstoðar Sjálfstæðisflokksins. Eg býst við, að hann líti svo á, að bæði hafi á síðastliðnum árum verið seilst full djúpt í vasa skattþegnanna og eins, að það sé ekki fýsilegt að fá þeirri stjórn sem að % er hin sama og á und- anförnum árum, enn nýjar og nýjar tekjur til að bruðla. Það er lögmál lífsins, að skömm er óhófs æfi. Óhófsmaðurinn verð- ur að gera sér að góðu að lifa við skort, þegar öllu er eytt. í þriðja lagi má benda á það, að það er ekki nóg að samþykkja skatta- frumvörp, ef þeir, sem eiga að borga skattana, hafa ekkert til að borga með. Atvinnuvegirnir eru á heljar þröminni og að síð- ustu eru það þó þeir, sem eiga að halda öllu uppi. En hvernig geta þeir það, þegar þeir eru sjálfir komnir á kné vegna ofurþunga skatta og vinnulauna? Því miður verð eg ekki var við neina sparnaðarviðleitni hjá hæstv. stjórn. Enn er hún að festa fé í nýjum alóþörfum fyrirtækj- um, eins og t. d. brauðgerðar- húsi og er til þess engin heimild. Enn er hún að búa til ný og al- óþörf embætti. Alveg nýlega hef- ir t. d. verið búið til embætti handa manni til þess að hafa á hendi löggæslu á vegum hér aust- ur yfir fjall. Enn er haldið áfram með alóþarfan starfsmanna-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.