Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 70

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 70
70 Fjármeðferð stjórnarinnar. [Stefnir embættislaun sín, risnufé, ókeyp- is húsnæði, ljós, hita og meira að segja gas til eldunar á mat ofan í sig og sína? Vill stjórnin hætta snatti varð- skipanna, þar með töldum fiski- veiðum? Vill stjórnin hætta að nota bifreiðar ríkisins í eigin og flokksþágu? Svona gæti eg haldið lengi á- fram að spyrja, en meðan engin svör koma og ekki sést á neinu, að sparnaður eigi að ríkja, þá er ekki von, að vel sé tekið kröfum um aukna skatta. Fjárveitinga- nefnd og einstakir þingmenn hafa borið fram ýmsar sparnaðartil- lögur og er fróðlegt að sjá, hve*-n- ig viðtökur þær tillögur yfirleict fá. Gengi hinnar íslensku krónu fjell mikið nokkru fyrir síðustu áramót, og af því hlýtur að leiða hækkandi verðlag og hækkandi dýrtíðaruppbót. Þetta kemur nið- ur á ríkissjóði á fjölmörgum svið- um. Laun embættismanna hækka og rekstur allra opinberra stofn- ana verður dýrari. Allar áætlan- ir gildandi fjárlaga og frv. þess, sem nú liggur hér fyrir, eru byggðar á lægra verðlagi en nú er og verður 1933, ef krónan hækkar ekki, sem eg geri tæpast ráð fyrir. Það er því hætt við, að ýmsar áætlanir reynist of lágar og eykur það á um hið óglæsi- lega útlit yfirleitt fyrir ríkissjóð- inn. Tilgangur minn með því sem eg hefi sagt hér, hefir verið að reyna að sýna fram á, að stjórn- arfar eins og hefir verið undan- farið, leiðir til beinnar glötunar, þó að ekki sé litið á annað en fjárhaginn. Eftir LR. 1927 voru þær skuldir, sem ríkissjóðurinn átti að standa straum af, um 11 milj. kr., en eftir LR. 1930 eru þær 16.5 milj. tæplega, og þess Titan lYi milj. kr., sem ríkissjóð- ur verður að greiða afborganir af og vexti af að minnsta kosti 4*4 milj. kr. Þær skuldir, sem ríkis- sjóður verður nú að afborga, eru þá 24 milj. kr., í stað 11 milj. 1927, og 21 milj. kr. verður hann að ávaxta, í stað 11 milj. kr. 1927. Þetta þýðir það, að skuldirnar hafa meir en tvöfaldast á þessu tímabili. Til skýringar því, að upphæðin, sem ríkissjóður á að afborga, er 3 milj. kr. hærri en sú upphæð, sem hann á að greiða vexti af, vil eg geta þess, að það sem mismuninn gerir, er fram- lagið til Landsbankans, 3 milj. kr. Af því á bankinn sjálfur að borga vextina. Og þó er þess að gæta,

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.