Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 6

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 6
hjóm eitt í samanburði við krossferðirnar á hendur hinni margbölvuðu kynhvöt múgsins og kenndar eru við Stóradóm. Um ófrelsið og fleira Meginorsök þessa ástands í mannfélaginu var hinn lútherski rétttrúnaður. Sú maka- lausa guðfræði varð til þegar lútherskan var ung og ekki enn búin að skjóta rótum í hug- um fólks. Eftir siðaskiptin ríkti allnokkur ringulreið í trúar- og siðferðislegum efnum. Eimdi mjög eftir af kaþólskri hugsun því menn áttuðu sig ekki alltaf á þeim hug- myndaheimi sem hinn þýski uppreisnarmað- ur hafði ætlað þeim að hrærast í. Telja sumir að kynprýði hafi hrakað samfara hinu al- menna losi á trúar- og tilvistarhugmyndum og yfirvöldum staðið ógn af taumlausum samskiptum lýðsins. Einnig mun sýfilis hafa blossað með geigvænlegum hraða í nautna- garði hinna ósiðlegu þjóða. Hvarvetna blasti við upplausn og óvissa. Sáu menn að eitt- hvað varð að gera guðskristni til bjargar og komu þá til skjalanna hinir skeleggu kenn- ingasmiðir rétttrúnaðarins. Þeir negldu sam- an lokað og læst kenningakerfi í likingu fangelsis utan um sálirnar og var enga smugu að finna (nema fé kæmi til). Þetta var ströng bókstafstrú þar sem merking svo að segja hvers einasta orðs Biblíunnar og Lúthers var skilgreind í eitt skipti fyrir öll og sérhver vottur efasemdar harðbannaður með hnef- um og hnúum. Grimmilega húmorslaus al- vara og strangleiki skyldu nú leggja sína þrúgandi blessun yfir rammvillta sauðina og kæfa síðustu glæðurnar sem enn lýstu af hin- um lífsglaða húmanisma, þeirri léttúðarpest sem Jón Arason og svoleiðis dónar höfðu smitað út frá sér. Maðurinn skyldi beygja sig í duftið, kveljast fyrir sakir síns bersynduga eðlis og fagna svipuhöggum hins heilaga rétt- lætis í anda þeirra speki sem hin jarðnesku máttarvöld endurtóku í síbylgju: „Guð agar þann sem hann elskar.“ Að baki þessu kenningafári má sjá nýja stétt vera að hefjast til aukinna valda, stétt borgara sem skelfdist upplausnina og krafð- ist raðar og reglu atvinnuvegum sínum til bjargar. Hagspeki þessarar stéttar, merkan- tílisminn, var í burðarliðunum með sitt evangelíum: að mergsjúga lýðinn og safna gulli. Framámenn Evrópuríkja kepptust við að njörva framleiðslu og verslun í sem arð- bærastar skorður og var einn liður í því að leggja verslunareinokun á nýlendur svo sem auðveldlegast mætti sjúga úr þeim safann. Borgararnir þurftu á að halda öflugri mið- stýringu konungsvaldsins til að tryggja fest- una og í samræmi við það var nauðsynlegt að innprenta lýðnum nógu rækilega undir- gefni við hið metafýsíska miðstjórnarvald sköpunarverksins: guðalmáttugan, sem tróndi líkt og einvaldskonungur yfir tára- dalnum, refsiglaður og duttlungafullur. Allt miðaðist við að halda múgnum föstum undir okinu, gera hvern og einn að óttaslegnum þræl rétttrúnaðar og hagskipulags merkan- tílismans. Viðbrögð íslenskra valdsmanna og kynsjúkdómar Ekki leið á löngu uns hið nýja fagnaðar- erindi barst til íslands þar sem menn áttu líka i erfiðleikum með að fóta sig i umróti tím- anna. Hreinlíf göfugmenni og eldhugar sem fundu sig kallaða til að vaka yfir lýðnum tóku fljótt við sér. Fremstur í flokki var hinn konungsholli hirðstjóri Páll Stígsson, en meðal fyrstu framfaraspora hans var að fá Stóradóm settan á Alþingi 1564. Konungur staðfesti svo ári siðar. Rétt er að hafa í huga að með lögfestingu Stóradóms voru slegnar margar flugur í einu 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.