Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 8

Sagnir - 01.05.1982, Page 8
Frelsi, jafnrétti, bræðralag Gap milli stétta var álíka djúpt og Drekk- ingarhylur. Yfirstéttin fór oftast sínu fram án þess að láta lög eða trúarsetningar valda sér umtalsverðum óþægindum. Hún saman- stóð að mestu af nokkrum ættum sem lágu á þjóðarlíkama og sál í krafti auðs, embætta, konungshollustu og frekju. Eitt af heilögum prinsippum þessa fólks var að blanda ekki blóði við hinn lágkynja múg. Af þeim sökum varð skyldleiki svo mikill innan þessarar fá- mennu stéttar að það gat verið ærið puð fyrir ungu mennina að finna nógu ættstórt kvon- fang í sínum fjórðungi sem ekki var of ná- skyld frænka og munu þess ófá dæmi að þeir hafi mátt flengjast óravegu í sinni prinsessuleit. Þetta vandamál fékk þó nokkra lausn þegar tókst árið 1655 að knýja fram leyfi til hjónabanda í 2. og 3. lið gegn gjaldi.4) Það gjald var vitaskuld svo hátt að einvörðungu yfirstéttin gat innt það af hendi. Hinn sauðsvarti almúgi mátti eftir sem áður þola refsingar og auðmýkingar ef honum hugnaðist skyldmenni úr hófi fram. Þó voru það auðvitað hinir snauðu sem síst áttu heimangengt úr héraði. Og rétt er að hafa í huga að hinn helgi dómur leit ekki að- eins á samræði ættingja sem blóðskömm. Sonarkona, bróðurkona, móðir eiginkonu, systir eiginkonu, kona móðurbróður og föð- urbróður, bróðurdóttir eiginkonu og systur- dóttir eiginkonu voru allt forboðnir ávextir karlmanni og gilti að sjálfsögðu sama regla öfugt um kvenfólk. Ekki voru nein ákvæði í Stóradómi þess efnis að mektarfólk sem félli í kynsynd skyldi fá aðra meðhöndlun en plebbarnir. í sjálfu sér er það ranglátt þvi sektarupphæð sem hrifsaði brauðið frá þeim soltnu var eins og dropi úr hafi ríkismannsins. Ennfremur hækkuðu sektir við endurtekin brot og kom það vitanlega verst niður á þeim sem ekkert áttu gullið. Húðstrýkingar tíðkaði yfirvaldið af miklum móð ef sakamaðurinn var of snauður til að geta leyst sig undan syndinni með fé. Til að kóróna réttlætið tókst þeim stórættuðu oftast að smokra sér undan dauðarefsingu ef því var að skipta. Það gerði t.d. Jón Magnússon bróðir Árna handrita- kalls, en hann var sekur um 3 hórdómsbrot. Auk þess var altítt að auðmenn keyptu öreiga lúsablesa til að gangast við ólöglega getnum afkvæmum. Til að gefa dæmi um réttarstöðu allsleys- ingja (sem er kona í þokkabót) gagnvart dönskum bola með svipu og titil má athuga mál sem kom fyrir Alþingi árið 1640. Þórunn Jónsdóttir hét vinnukona á Bessastöðum. Hún eignaðist barn í frillulífi og lýsti Hans nokkurn Pétursson föður að því. En lét það ekki nægja heldur bar upp á sjálfan fógetann yfir íslandi, Jens Soffrens- son, að hann hefði ,,tíu eður tólf vikum síðar en hún hafði barngetnað fengið holdlegt verk með sér framið.“5) Áburður af þessu tagi hefur náttúrulega verið á við guðlast. Enda má sjá af alþingisskrifum að hún hefur verið látin taka orð sín aftur hið snarasta. Prestur er látinn veita henni aflausn gegn því að hún viðurkenni að hafa logið og hún er dæmd í 4 marka sekt fyrir fjölmælgi. En Jens sver af sér öll mök við helga bók. Nú er það auðvitað engan veginn víst að þetta holdlega verk hafi verið framið í raun og veru. Vera má að Þórunni hafi af ein- hverjum ástæðum verið illa við Jens og vilj- að klekkja á honum. En það þarf ekki mikið 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.