Sagnir - 01.05.1982, Page 10
þenkjandi yfirboðurum, einkum taugar Þor-
láks biskups og mun það hafa valdið honum
erfiðleikum í atvinnuleit, en prestur vildi
hann verða. Hann hafði líka hug á að sigla
utan til framhaldsnáms en féleysi og heilsu-
brestur komu í veg fyrir það.
Árið 1645 var hann staðinn að barneign í
frillulífi og sárnaði honum eflaust sú smán
að vera þar með kallaður glæpamaður og
mega borga sekt fyrir ódæðið. Auk þess
voru þar með vonir hans um að fá prestsem-
bætti að engu orðnar. Skrifaði hann þá sitt
fræga Deilurit sem minnstu munaði að kost-
aði hann lífið. En fyrir náð var hann sendur
til Kaupmannahafnar og stungið þar í ill-
ræmt svarthol er nefndist Bláturn. Trúlegast
hefði hann rotnað þar til dauðs ef ís-
landsvinurinn og fræðimaðurinn Óli Worm
hefði ekki komið til hjálpar. Var þá málið
tekið fyrir að nýju og Guðmundur dæmdur
til að afneita öllu því sem í Deiluriti hans
stóð og bannað að stiga fæti á ísland framar.
Vann hann síðan við fræðistörf í
Kaupmannahöfn til dauðadags.
Deiluritið, Discursus oppositivus, er samið
i þeim þrætubókarstíl sem tiðkaðist meðal
lærðra manna. Á rökslunginn hátt og stund-
um með hártogunum skv. þeirrar tíðar for-
skrift sýnir hann með tilvitnunum í Biblíuna
og fleiri rit fram á fáránleik þeirra siðaboða
sem liggja að baki Stóradóms. Hann gagn-
rýnir harkalega þá spilltu valdsmenn sem
leika sér að sektarfénu ,,...til að drekka,
drakta, hleypa af fordilldar fallstykkjum í
sjóinn....“9)
Rit þetta er æpandi heimild um harðýðgi
og mannhatur yfirvaldanna og lýsir nötur-
lega aumu hlutskipti þeirra fátæklinga sem
ómennsk valdboð Stóradóms bitna vitanlega
mest á með þeim afleiðingum að þeir leiðast
jafnvel í örvilnan út í að myrða afkvæmi sin.
Deiluritið er í fáum orðum heiftarleg þjóð-
félagsádeila sem ræðst á helgustu tabú ríkis-
valdsins og flettir óþyrmilega ofan af þeim
kaunum sem ógnarstjórn gráðugra kaup-
manna og rétttrúaðra vandlætara leiðir af
sér. Þetta er eina meiriháttar andófið sem
vitað er um að hafi átt sér stað gegn Stóra-
dómi. Segir það nokkuð um þann grimmi-
lega járnaga sem fólk var heft í. Sú bræði
sem Guðmundur Andrésson veitti þarna út-
rás hefur án minnsta efa lengi kraumað und-
ir yfirborðinu víða i þjóðfélaginu enda náði
ritið mikilli útbreiðslu eins og fjöldi upp-
skrifta sannar.
Rannsókn á sakafallsreikningum
Áður en niðurstöður úr rannsóknum á
sakafallsreikningunum eru athugaðar vil ég
slá nokkra vísindalega varnagla. Sakafalls-
reikningarnir eru aðeins skrár yfir þá sem
sýslumennirnir komu höndum yfir. Það er
því mjög hæpið að ætla þeim að endurspegla
hið raunverulega ástand i siðferðismálum.
Af ýmsum ástæðum vantar marga á þessa
pappíra sem brotlegir gerðust við Stóradóm.
Sýslumenn voru eflaust misduglegir í að þefa
uppi kynbrotamenn, sumir sjálfsagt latir,
aðrir umburðarlyndir og breyskir sjálfir eins
og t.d. Bjarni Pétursson í Dalasýslu, sumir
fégráðugir og ofstækisfullir s.s. Eggert
Björnsson í Barðastrandarsýslu o.s.frv.
Einnig má vera að sumir sýslumenn hafi
fremur kosið að stinga á sig sektum þegar
færi gafst í stað þess að gefa þær upp og af-
henda þar með 2A. Prestar kunna að hafa
haft áhrif á hversu mörg brot voru upplýst.
Klerkar með víðsýni Guðmundar Andrés-
sonar hafa eflaust reynt að hylma yfir hliðar-
8