Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 10

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 10
þenkjandi yfirboðurum, einkum taugar Þor- láks biskups og mun það hafa valdið honum erfiðleikum í atvinnuleit, en prestur vildi hann verða. Hann hafði líka hug á að sigla utan til framhaldsnáms en féleysi og heilsu- brestur komu í veg fyrir það. Árið 1645 var hann staðinn að barneign í frillulífi og sárnaði honum eflaust sú smán að vera þar með kallaður glæpamaður og mega borga sekt fyrir ódæðið. Auk þess voru þar með vonir hans um að fá prestsem- bætti að engu orðnar. Skrifaði hann þá sitt fræga Deilurit sem minnstu munaði að kost- aði hann lífið. En fyrir náð var hann sendur til Kaupmannahafnar og stungið þar í ill- ræmt svarthol er nefndist Bláturn. Trúlegast hefði hann rotnað þar til dauðs ef ís- landsvinurinn og fræðimaðurinn Óli Worm hefði ekki komið til hjálpar. Var þá málið tekið fyrir að nýju og Guðmundur dæmdur til að afneita öllu því sem í Deiluriti hans stóð og bannað að stiga fæti á ísland framar. Vann hann síðan við fræðistörf í Kaupmannahöfn til dauðadags. Deiluritið, Discursus oppositivus, er samið i þeim þrætubókarstíl sem tiðkaðist meðal lærðra manna. Á rökslunginn hátt og stund- um með hártogunum skv. þeirrar tíðar for- skrift sýnir hann með tilvitnunum í Biblíuna og fleiri rit fram á fáránleik þeirra siðaboða sem liggja að baki Stóradóms. Hann gagn- rýnir harkalega þá spilltu valdsmenn sem leika sér að sektarfénu ,,...til að drekka, drakta, hleypa af fordilldar fallstykkjum í sjóinn....“9) Rit þetta er æpandi heimild um harðýðgi og mannhatur yfirvaldanna og lýsir nötur- lega aumu hlutskipti þeirra fátæklinga sem ómennsk valdboð Stóradóms bitna vitanlega mest á með þeim afleiðingum að þeir leiðast jafnvel í örvilnan út í að myrða afkvæmi sin. Deiluritið er í fáum orðum heiftarleg þjóð- félagsádeila sem ræðst á helgustu tabú ríkis- valdsins og flettir óþyrmilega ofan af þeim kaunum sem ógnarstjórn gráðugra kaup- manna og rétttrúaðra vandlætara leiðir af sér. Þetta er eina meiriháttar andófið sem vitað er um að hafi átt sér stað gegn Stóra- dómi. Segir það nokkuð um þann grimmi- lega járnaga sem fólk var heft í. Sú bræði sem Guðmundur Andrésson veitti þarna út- rás hefur án minnsta efa lengi kraumað und- ir yfirborðinu víða i þjóðfélaginu enda náði ritið mikilli útbreiðslu eins og fjöldi upp- skrifta sannar. Rannsókn á sakafallsreikningum Áður en niðurstöður úr rannsóknum á sakafallsreikningunum eru athugaðar vil ég slá nokkra vísindalega varnagla. Sakafalls- reikningarnir eru aðeins skrár yfir þá sem sýslumennirnir komu höndum yfir. Það er því mjög hæpið að ætla þeim að endurspegla hið raunverulega ástand i siðferðismálum. Af ýmsum ástæðum vantar marga á þessa pappíra sem brotlegir gerðust við Stóradóm. Sýslumenn voru eflaust misduglegir í að þefa uppi kynbrotamenn, sumir sjálfsagt latir, aðrir umburðarlyndir og breyskir sjálfir eins og t.d. Bjarni Pétursson í Dalasýslu, sumir fégráðugir og ofstækisfullir s.s. Eggert Björnsson í Barðastrandarsýslu o.s.frv. Einnig má vera að sumir sýslumenn hafi fremur kosið að stinga á sig sektum þegar færi gafst í stað þess að gefa þær upp og af- henda þar með 2A. Prestar kunna að hafa haft áhrif á hversu mörg brot voru upplýst. Klerkar með víðsýni Guðmundar Andrés- sonar hafa eflaust reynt að hylma yfir hliðar- 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.