Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 31

Sagnir - 01.05.1982, Page 31
Brúður í brúðarskarti. hefur verið þó nokkuð lagt upp úr því að konur hefðu börn sín á brjósti. Dómur frá 1624 þar sem beðið er um náðun fyrir konu ,,vegna hennar unga brjóstabarns“4) styður það að menn hafi talið það sjálfsagt að börnin fengju móðurmjólkina. Og dómur sem árið 1654 segir frá 1 árs gömlu barni ,,er í brunn hafði fallið, þaðan lífs tekið, og síðan lifað í tvö dægur og sogið sinnar móður brjóst“5) segir okkur greinilega að börn voru höfð á brjósti allavega 1. aldursárið. í þessum tveimur tilfellum er trúlega um fátækar konur að ræða þótt þess sé ekki getið í skjölunum. Þá má benda á að sumar efnaðar konur sóttust eftir að láta börnin vera á brjósti. Kona Jóhannesar Petersens Kleins fógeta á Bessastöðum hafði barn sitt á brjósti en vegna veikinda hennar var önnur mylk kona fengin til að hafa barnið á brjósti.6) Það var allt kapp lagt á að barnið fengi móðurmjólkina. Þegar kom fram á 18. og 19. öld voru það aðeins sárafá börn sem fengu að njóta hennar. Voru það aðallega börn fátæklinga sem höfðu ekki kost á annarri mjólk. Konur fátækra bænda7) og konur í verstöðvunum8) neyddust til þess að gefa börnum sinum brjóstamjólk því þær höfðu enga kúamjólk- ina. Fátækar konur úr sjávarplássum voru duglegastar að gefa börnum sínum brjóst, kom það ekki til af góðu að áliti samtíma- manna þeirra. Það er fyrir fátæktar sakir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Að vísu má lesa það út út sumum heimildum að konur hafa haft börn mjög stutt á brjósti9), í mesta lagi 8 daga eins og Anderson10) segir frá eftir ummælum íslandsverslunarfara frá Amsterdam. Þessi heimild er ekki mjög ótrúleg því aðrar geta þess að konur reyndu að fá mjólk lánaða hjá nágrannabændum handa börnunum sem fyrst. Ef tekið er mið af heimildum frá 19. öld má telja að þessi siður hafi þótt sjálfsagður og fátækum konum jafnvel vorkennt það að þurfa að hafa börn sín á brjósti.11) Seinni partur aldarinnar einkenndist af því að landlæknir og fleiri fóru að berjast fyrir þvi að konur gæfu börnum sínum brjóst og sögðu barnadauðann hiklaust vera meiri vegna þess að börnin fengju ekki þá mjólk sem þau fyrst og síðast ættu að fá úr móðurbrjósti. Ýmislegt fór að breytast í þessum efnum. Karlar jafnt og konur fóru að leggja hlustir við og breyta eftir góðum boðum. Á fyrstu áratugum 20. aldar var þetta nokkuð blandað. Þó tíðkaðist það víða að hafa börn ekki á brjósti.12) Hvers vegna voru börn ekki höfð á brjósti? Svo sem fram kemur í inngangskaflanum hafa sérfræðingar ekki fundið neina skýr- ingu á þessum óvana. Jón Steffensen og Helgi Þorláksson hafa ekkert svar við þessu en Árni Björnsson hefur látið sér detta í hug hvort næringarskortur hafi átt einhvern þátt í þessu tiltæki kvenna. En um þetta er erfitt að segja. Sennilega komu útlend áhrif þar til.13) Að minnsta kosti voru konur í Frakk- landi haldnar ýmsum fordómum um brjósta- gjöf svo sem að það væri sársaukafullt og að það spillti útlitinu, fyrir utan það að kona mátti ekki sjást á meðan að hún gaf barninu brjóst.14) Náttúrufræðingar munu hafa talið kúamjólkina þá hollustu sem völ var á15). Er þá að undra þótt konur gripu til þessa náðar- meðals? Ástæður þær sem gefnar hafa verið hérlendis felast í því að konur hafi verið of uppteknar við vinnu til að gefa barninu sínu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.