Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 33

Sagnir - 01.05.1982, Síða 33
inga, sem andmælti þessum ummælum Andersons kröftuglega, segir að þetta sé hin mesta firra því að umhyggja fyrir ungbörnum sé hér hin mesta sem hann hafi séð. Og segir að börnin fái jafnvel mjólk sem sé blönduð rjóma svo hún verði betri. En hversu sönn skyldi þessi lýsing Andersons vera? Það er ekki ótrúlegt að börnum sé gef- in mysa. Sá drykkur var aðaldrykkur lands- manna og eðlilegt að börnum væri gefin hún. En góður málsháttur segir okkur að á gólfi skal gott barn sitja. Á eitthvað veit hann þótt hann segi ekki allan sannleikann í þessu máli. ílátið og stafinn læt ég liggja milli hluta. Er ótrúlegt að þetta hafi verið gert ef borið er saman við það hvernig og hvað var notað í dúsur þær sem stungið var upp í börnin? Heimildir segja frá fleiru um fyrstu næringu ungbarna. Óblönduð kúa- mjólk, rjómi,27) vatnsblönduð mysa eða vatn blandað í mjólk og stundum sett mjöl út í28) og sumum voru gefnar áfir.29) Á þessu er hægt að fá vísbendingu um fæðuval handa börnum. Á misjöfnu þrifast börnin best segir einhverstaðar. Börnum er yfirleitt gefin ill- meltanleg, mikil og sterk fæða og af henni dóu þau30) ekki síður en af öðrum sjúkdóm- um. Þetta sáu margir en færri vissu um hve mikil hætta börnunum var búin af óhófsemi matarskammta foreldra þeirra. Það var lítið mark tekið á þeim sem bentu á hættuna. Einstaka menn urðu til þess að hrista upp í fólki og komu þeir jafnvel með leiðbeiningar til barnsmæðra um hvernig þær skyldu fóðra börnin. Þær áttu að gefa börnunum mysu frekar en mjólk. Og velgja allt sem þær gáfu þeim. Eftir fyrstu vikuna mátti svo blanda mysuna með nýmjólk og auka svo styrk mjólkurinnar uns hún yrði gefin óblönduð. Konur voru varaðar við því að gefa börnunum súra mjólk eða mysu, rjóma, brætt smjör eða eftirhreytur úr kún- um.31) Þessar fæðutegundir eru svo greinilega allt of tormeltar fyrir smábörn að ekki er furða þótt illa hafi farið ef þeirra hefur verið neytt í miklum mæli. Áróður fyrir að hafa börn á brjósti. Alla 18. og 19. öld börðust lærðir menn fyrir því að konur tækju upp þann sið að hafa börn sín á brjósti. Séra Björn Halldórs- son skrifaði tvö rit, Arnbjörgu og Aíla, þar sem hann var með ráðleggingar fyrir ungt fólk sem ætlaði að byrja búskap. í báðum þessum ritum kemur hann að þessu hugðar- efni sínu. Hann reynir á alla lund að telja ungt fólk á að sinna börnum sínum vel og segir við Atla: ,,þú ert því sælli og frjálsari sem þú getur séð þig við þvi at rekast fyrir straumi annarra manna illrar siðvenju“32) og heldur áfram og segir: Fyrst barn þitt er maður af manni borinn, þá heyrir þvi til það fæði, sem náttúrunnar herra hefur ætlað því ... í móðurbrjósti.33) Við Arnbjörgu er Björn mjög ákveðinn og segir henni að það fyrsta sem barnið eigi skil- ið af móðurinni sé móðurmjólkin og segir ekkert vera þvi til fyrirstöðu að gefa barninu hana.34) Hann segist „hvörki hafa ríka né óríka móður undanþegna ... að móðir láti afkvæmi sitt sjúga sig“35) og vill ,,að allar mæður legðu börn á brjóst, til að styrkja eigin heilsu ... og vænleik hjá afkvæmunum“36) Birni þótti þetta mál ákaflega slæmt og gerði svo vel sem hann gat til að koma því i lag. Umstang hans virðist þó hafa haft lítil áhrif. Það er ekki fyrr en á 19. öld sem menn taka upp hanska Björns. Þá eru gefin út hin ýmsu rit og má sjá á þeim að menn hafa vel gert sér ljóst að móður- mjólkin er besta lækningin handa ungbörn- unum.37) Og að það sé eðlilegast að kona hafi börn sín á brjósti. Það er erfitt að berjast gegn fordómum sem öll alþýða trúir á. Þó reyndu menn og bentu fólki á að „móðurmjólkin er ... ný- fæddra barna hið hollasta næringar-meðal“38) Undir lok 19. aldarinnar fer smá hreyfing að komast á. Enda mikill áróður rekinn af læknum landsins. Sá lögur, sem fremur öllu er við hæfi barnsins, er brjóstamjólkin ... [23] ... það er þvi hin helgasta skylda hverrar móður [26] að hafa barn sitt á brjósti ... á brjóstamjólkinni þrifast börnin langbezt; hún hefur í sjer öll þau efni sem barninu eru alveg nauð- synleg.39) Þeir voru ekki öfundsverðir læknarnir að berja þessum breytingum á lífshögum ung- barna inn á fólk. Það hafðist á endanum við dyggilega aðstoð ljósmæðranna sem lands- menn hafa ekki síður tekið mark á en lærð- um læknum. Það er greinilegt að það voru allt of fáir sem börðust fyrir þeim sjálfsögðu réttindum ungbarna að fá móðurmjólkina og vegna fá- mennisins voru þessar raddir ærið hjáróma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.