Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 39

Sagnir - 01.05.1982, Page 39
Kristín Ástgeirsdóttir: „Sú pólitíska synd“ Um kvennaframboð fyrr og nú Sérframboð kvenna til bæjarstjórna hafa verið mjög til umræðu frá því að það kvisað- ist að konur í Reykjavík og á Akureyri væru að hugsa um að endurvekja þessa gömlu bar- áttuaðferð islenskra kvenna frá fyrstu ára- tugum aldarinnar. Kvennaframboðin fyrrum voru afsprengi kvenréttindabaráttunnar, borin fram í hita leiksins, þegar konur vildu sýna og sanna að þær gætu og vildu nota ný- fengin réttindi sín og taka virkan þátt i mót- un samfélagsins. En hvað veldur bvi að enn á ný er gripið til kvennaráðs sem þessa, 67 ár- um eftir að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis? Er eitthvað líkt með kvennaframboðum fyrr og nú og hvers eðlis voru framboð kvenna fyrr á öldinni? Hér á eftir verður reynt að svara þessum spurningum í umfjöllun um kvennalistann í Reykjavík 1908 og það sem á eftir fylgdi. Síðan verða raktar orsakir kvennaframboðs- ins 1982 og rökum að þvi leitt að þarna sé um mjög ólík fyrirbæri að ræða, þótt formið sé hið sama. í fyrri hluta greinarinnar er eink- um stuðst við skrif Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur, en í síðari hlutanum er notast við það sem gengið hefur á þrykk frá Kvennaframboðinu í Reykjavík svo og reynslu greinarhöfundar. Algjört einsdæmi Á árunum 1908—1918 buðu konur í Reykjavík fram kvennalista til bæjarstjórnar og hið sama gerðist á Akureyri 1910 og 1912, svo og á Seyðisfirði 1910. Kvennalisti var boðinn fram við landskjör til alþingis 1922 og 1926, en eftir það voru kvennaframboð úr sögunni — í bili. í fyrstu hlutu kvennalist- arnir nokkurt fylgi en síðan dró úr því. Áhuginn blossaði upp aftur kringum lands- kjörið ’22, en síðan var allur vindur úr sér- framboðum kvenna. Fylgi og árangur kvennaframboðanna á íslandi er algjört einsdæmi í sögu kvenréttindabaráttunnar í heiminum og því ekki að undra að sú spurn- ing vakni hvers vegna þessu ráði var beitt hér, meðan konur í öðrum löndum höfnuðu þessari leið. Þar sem sérstakir kvennaflokkar eða kvennalistar komu fram í Evrópu áttu þeir lítinn hljómgrunn. Sennilega er skýring- in sú að hér á landi var flokkakerfið ómótað og laust í reipunum, meðan stjórnmálaflokk- ar í Evrópu voru orðnir nokkuð fastir í sessi og skilin milli borgaralegra flokka og vinstri flokka greinileg. Konur úti í heimi tóku afstöðu með sinni stétt eða flokki, en hér á landi voru stéttastjórnmálin í burðarliðnum og konur sem vildu beita sér í pólitík áttu ekki í neitt hús að venda. Þær nutu ekki einu sinni réttinda innan flokkanna sem fyrir voru. Mismunandi áherslur í kvenfrelsisbarátt- unni hafa eflaust haft sitt að segja hvað varðar fylgi við kvennalista, konur höfðu einfaldlega mismunandi mikinn áhuga á að láta til sín taka í stjórnmálum, þær völdu gjarnan annan farveg fyrir áhugamál sín. Hér á landi var hópur kvenréttindakvenna mjög einlitur, hann samanstóð af eiginkon- um og dætrum embættis- og alþingismanna, nokkrum ekkjum og vel menntuðum konum sem unnu fyrir sér. Kvenréttindahreyfingin íslenska tengdist þeim konum sem betur máttu sín í þjóðfélaginu, konum sem höfðu tíma til að sinna félagsstörfum, meðan hreyfingar erlendis voru mun breiðari (víða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.