Sagnir - 01.05.1982, Síða 39
Kristín Ástgeirsdóttir:
„Sú pólitíska synd“
Um kvennaframboð fyrr og nú
Sérframboð kvenna til bæjarstjórna hafa
verið mjög til umræðu frá því að það kvisað-
ist að konur í Reykjavík og á Akureyri væru
að hugsa um að endurvekja þessa gömlu bar-
áttuaðferð islenskra kvenna frá fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Kvennaframboðin fyrrum
voru afsprengi kvenréttindabaráttunnar,
borin fram í hita leiksins, þegar konur vildu
sýna og sanna að þær gætu og vildu nota ný-
fengin réttindi sín og taka virkan þátt i mót-
un samfélagsins. En hvað veldur bvi að enn á
ný er gripið til kvennaráðs sem þessa, 67 ár-
um eftir að konur fengu kosningarétt og
kjörgengi til alþingis? Er eitthvað líkt með
kvennaframboðum fyrr og nú og hvers eðlis
voru framboð kvenna fyrr á öldinni?
Hér á eftir verður reynt að svara þessum
spurningum í umfjöllun um kvennalistann í
Reykjavík 1908 og það sem á eftir fylgdi.
Síðan verða raktar orsakir kvennaframboðs-
ins 1982 og rökum að þvi leitt að þarna sé um
mjög ólík fyrirbæri að ræða, þótt formið sé
hið sama. í fyrri hluta greinarinnar er eink-
um stuðst við skrif Bríetar Bjarnhéðinsdótt-
ur, en í síðari hlutanum er notast við það sem
gengið hefur á þrykk frá Kvennaframboðinu
í Reykjavík svo og reynslu greinarhöfundar.
Algjört einsdæmi
Á árunum 1908—1918 buðu konur í
Reykjavík fram kvennalista til bæjarstjórnar
og hið sama gerðist á Akureyri 1910 og 1912,
svo og á Seyðisfirði 1910. Kvennalisti var
boðinn fram við landskjör til alþingis 1922
og 1926, en eftir það voru kvennaframboð úr
sögunni — í bili. í fyrstu hlutu kvennalist-
arnir nokkurt fylgi en síðan dró úr því.
Áhuginn blossaði upp aftur kringum lands-
kjörið ’22, en síðan var allur vindur úr sér-
framboðum kvenna. Fylgi og árangur
kvennaframboðanna á íslandi er algjört
einsdæmi í sögu kvenréttindabaráttunnar í
heiminum og því ekki að undra að sú spurn-
ing vakni hvers vegna þessu ráði var beitt
hér, meðan konur í öðrum löndum höfnuðu
þessari leið. Þar sem sérstakir kvennaflokkar
eða kvennalistar komu fram í Evrópu áttu
þeir lítinn hljómgrunn. Sennilega er skýring-
in sú að hér á landi var flokkakerfið ómótað
og laust í reipunum, meðan stjórnmálaflokk-
ar í Evrópu voru orðnir nokkuð fastir í sessi
og skilin milli borgaralegra flokka og vinstri
flokka greinileg. Konur úti í heimi tóku
afstöðu með sinni stétt eða flokki, en hér á
landi voru stéttastjórnmálin í burðarliðnum
og konur sem vildu beita sér í pólitík áttu
ekki í neitt hús að venda. Þær nutu ekki einu
sinni réttinda innan flokkanna sem fyrir
voru.
Mismunandi áherslur í kvenfrelsisbarátt-
unni hafa eflaust haft sitt að segja hvað
varðar fylgi við kvennalista, konur höfðu
einfaldlega mismunandi mikinn áhuga á að
láta til sín taka í stjórnmálum, þær völdu
gjarnan annan farveg fyrir áhugamál sín.
Hér á landi var hópur kvenréttindakvenna
mjög einlitur, hann samanstóð af eiginkon-
um og dætrum embættis- og alþingismanna,
nokkrum ekkjum og vel menntuðum konum
sem unnu fyrir sér. Kvenréttindahreyfingin
íslenska tengdist þeim konum sem betur
máttu sín í þjóðfélaginu, konum sem höfðu
tíma til að sinna félagsstörfum, meðan
hreyfingar erlendis voru mun breiðari (víða