Sagnir - 01.05.1982, Side 55
konur námuverkamanna í Wigan matvæla-
verkfall sem einkum beindist gegn kjötkaup-
mönnum héraðsins. Gömlu baráttuhefðirnar
voru nú orðnar vopn í höndum hinna ófag-
lærðu.
En hvers vegna hurfu konur iðnaðar-
mannanna og hvar beittu þær áhrifum sín-
um? Við höfum afar litla vitneskju sem
bendir til þess að þessar konur hafi barist
fyrir kosningarétti kvenna. Slíkar kröfur
dúkkuðu upp öðru hverju á blómaskeiði
Chartistahreyfingarinnar, en ekkert bar á
slíku þegar kosningalöggjöfin var endur-
skoðuð 1867, en þá fengu margir iðnaðar-
menn atkvæðisrétt. Það finnast fáar heim-
ildir um konur í verkalýðsfélögum,
samvinnufélögum, klúbbum, lestrarfélögum
eða meðal alþýðuarmsins i Frjálslynda
flokknum á milli 1850 og 1870.
Óneitanlega vekur þetta furðu, því ætla
mætti að flutningur framleiðslunnar út af
heimilunum í verksmiðjurnar hefði létt af
konunum endalausu striti við að halda
heimilinu gangandi. Það hefði mátt búast
við að þær hefðu meiri tíma til annara hluta.
Maður freistast til að halda að þær hefðu að
minnsta kosti getað tekið þátt í uppbyggingu
neytendasamtaka. En ég hef ekki fundið
neitt dæmi um að kona hafi verið í forystu
þeirra félaga sem störfuðu meðal
iðnverkafólks, hvað þá setið í stjórnum sam-
vinnufélaga. Nei takk, það voru miklu fleiri
kvenfélög starfandi á síðari hluta 18. aldar
og fyrri hluta þeirrar 19. en síðar á öldinni,
þrátt fyrir batnandi kjör.
Ég hef engar endanlegar skýringar á þess-
ari þróun, en ég held að orsakanna sé að leita
til þess að breytingar á stöðu eiginkvenna
iðnaðarmanna hafi verið mun meiri en á
stöðu iðnaðarmannanna sjálfra. Konan sat
eftir heima bundin við heimilisstörfin ein,
meðan eiginmaðurinn fór daglega til vinnu
sinnar í verksmiðjunni. Hennar hlutverk var
að þrífa, elda og passa litlu börnin, hún
missti alveg tengslin við starf mannsins, sem
áður hafði verið hluti af hennar veruleika.
Aður þekkti hún allt sem laut að iðninni, en
nú var heimur verksmiðjunnar henni ókunn-
ur, hjónin gátu ekki einu sinni talað saman
um vinnuna. Hún gat ekki farið í verk-
smiðjuna og tekið við starfi hans eins og
konurnar gerðu áður, tal karlmannanna
varð henni framandi, hún þekkti ekki lengur
hin daglegu vandamál vinnunnar. Heimar
karlsins og konunnar skildust að, eins og
álitið var æskilegt meðal millistéttanna,
gildismat borgarstéttarinnar var að halda
innreið sína í heim verkafólksins.
Verkalýðsfélögin voru nátengd vinnu-
staðnum, einnig klúbbarnir og allt pólitískt
starf, þar var ekkert pláss lengur fyrir konur,
nema við hátíðleg tækifæri og enn má nefna
dæmi um versnandi stöðu kvenna. Sam-
kvæmt venjum áttu konur iðnverkamanna
ekki að þurfa að vinna sjálfar fyrir pen-
ingum, en staðreyndin var sú að margar
þeirra þurftu að drýgja tekjur heimilisins.
Laun karlmanna voru mun hærri en laun
kvenna, en tekjur þeirra gátu verið óvissar,
ef atvinnuleysið stakk upp kollinum eða
veikindi lögðu fjölskylduföðurinn í rúmið.
Þá réði stærð fjölskyldunnar einnig miklu
um afkomuna. Það hljóta að hafa verið
margar konur giftar iðnverkamönnum sem
unnu utan heimilis. Tækifærin sem buðust
voru fá, því fæstar iðngreinar voru konum
opnar. Og þó svo væri gátu konur ekki nýtt
sér það vegna heimilisstarfanna sem alltaf
höfðu forgang. Það var því um að ræða
íhlaupavinnu, þess konar störf sem ekki eru
nefnd í skýrslum, svo sem líkþvott, almenna
þvotta, ræstingu, saumaskap alls konar
o.fl., allt unnið fyrir smánarlaun. Konurnar
urðu að fara þessa leið, en það þýddi að þær
fóru þrep niður á við í stéttastiganum. Þær
gátu ekki verið stoltar af launum sínum,
hvað þá að þær væru að „vinna sig upp“
eða að efla sjálfsvitundina.
Hlutverk kvenna sem kennara barna varð
minna og minna. Skólunum sem störfuðu
frá 1860—1890 var sérstaklega ætlað að ,,ala
upp“ börn verkalýðsstéttarinnar, kenna
þeim kristin fræði og „almennilega
hegðun“, sumt af því sem kennt var beindist
beinlínis gegn því sem börnin lærðu heima.
Skólinn reyndi að draga úr valdi foreldr-
anna, það átti að ala upp hlýðinn verkalýð,
og eyða áhrifum þessara hræðilegu mæðra
sem spilltu börnunum og ólu upp byltingar-
lýð.6)
Konur áttu að vera heima
En hvað gerðu konur iðnverkamanna?
Þetta voru þeir timar er menntaðar konur
reyndu að opna konum leiðir til atvinnu,
einkum konum úr millistétt. Þar var um að