Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 66

Sagnir - 01.05.1982, Page 66
bæri að fella þetta frumvarp þegar frá fyrstu umræðu.34) Eftir þessa umfjöllun ætti ekki að fara á milli mála hvaða hlutverk varalögreglu var ætlað. Einnig hafa ver-ið nefnd nokkur til- efni frumvarpsins. Væntanlegt hlutverk varaliðs skipti miklu þegar afstaða var tekin með eða móti. En það er ekki aðeins fulltrúi Alþýðuflokksins sem telur óeðlilegt að stofnað sé lögreglulið gagngert vegna verk- falla og kjaradeilna, heldur einnig þingmenn Framsóknarflokksins, auk manna eins og Jakobs Möller, sem síðar átti mikinn þátt í stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929. Ýmislegt bendir til að þetta atriði hafi skipt mestu máli. Hina víðtæku heimild mátti þrengja og kostnaði var hægt að stilla i hóf. Má i því sambandi benda á álit fylgj- enda frumvarpsins í allsherjarnefnd en það gekk í þessa átt. Þó heimildin væri takmörk- uð og þar með kostnaður virtist það þó ekki laða t.d. Framsóknarmenn til fylgist við frumvarpið. Lok máls á þingi. 5. mars fór fram atkvæðagreiðsla og var frumvarpinu vísað til annarrar umræðu með 15 atkvæðum gegn 13. Þeir sem studdu frumvarpið voru þingmenn íhaldsflokksins, auk tveggja úr Sjálfstæðisflokknum gamla, Bjarna frá Vogi og Benedikt Sveinssonar. Á móti voru þingmenn Framsóknarflokksins, auk Jóns Baldvinssonar, Jakobs Möller og Magnúsar Torfasonar. Frumvarpinu var síðan vísað til Allsherjarnefndar.35) Tveimur mánuðum síðar eða 5. maí, hafði allsherjarnefnd lokið umfjöllun sinni. Eins og vænta mátti hafði nefndin klofnað í af- stöðu sinni til frumvarpsins. Fylgjendur frumvarpsins stóðu að áliti minnihlutans. Lögðu þeir til að frumvarpið yrði samþykkt með þó nokkrum breytingum. Breytingar hnigu í þá átt að takmarka frumvarpið. Þannig var gert ráð fyrir að leyfilegt varalið i Reykjavík yrði allt að 100 manns og allt að 10 manns í öðrum kaupstöðum. Árlegur kostnaður var áætlaður c.a. 10—15 þúsund krónur. Að lokum má nefna til að fylgjendur frumvarpsins töldu ,,...að sjaldan mundi til þess koma, að varalögregla yrði til kvödd; vitneskjan um, að hún er til taks, mundi venjulega nægja.“36) Meirihluti nefndar, andstæðingar frum- varps, skoruðu á þingmenn að fella frum- 64 varpið. Löggæslan yrði ekki bætt með vara- liði, heldur aðeins með því að fjölga í hinu fasta liði. Vitnað var í áðurgreind lög um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina. Með þau í huga bæri að líta á stofnun varalög- reglu bæði óþarfa og gagnslausa. Að lokum sagði í áliti meirihlutans:37) Að endingu má geta þess, að eins og málið er fram borið og eftir þeim undirtektum að dæma, sem það hefir fengið nú þegar, sjerstaklega meðal verka- manna, má fyllilega búast við, að varalögreglan, komist hún á, verði óvinsæl frá byrjun og njóti ekki trausts almennings, en trausts og virðingar almenn- ings þarf hver lögregla að njóta, til þess að starf hennar komi að tilætluðum notum. Umræðu var fljótlega frestað. Þinglokin 1925 voru í nánd og frumvarpið var aldrei tekið á dagskrá framar. Það reyndi því aldrei á hvort meirihluti væri fyrir frumvarpinu i báðum deildum Alþingis. Stjórn íhalds- flokks hafði hvorki þingmeirihluta í efri — né neðri deild, 13 af 28 í neðri deild og 7 af 14 í efri deild. Lokaorð Áform landstjórnarinnar um stofnun varalögreglu ollu miklum deilum, enda talið að mikið væri í húfi. Frumvarpið beindist gegn verkalýðshreyfingunni. Varalögreglu átti að nota til að brjóta verkföll á bak aftur, eða með orðalagi fylgjenda frumvarpsins, að vernda persónulegt frelsi einstaklinganna og leyfa þeim að vinna sem vilja. Það er svo annað mál hversu áhrifarík varalögreglan hefði orðið í raun, hefði hún orðið að veru- leika. Tilefni frumvarpsins voru átök undan- farinna ára, svo sem togaraverkfallið i Reykjavík 1923. Orsakir þess að málið lognaðist út af eru margar. Ein þeirra er vafalaust hinn langi aðdragandi er að frumvarpinu lá, allt frá ár- inu 1924. Frá þeim tíma hafði verkalýðs- hreyfingunni og stuðningsmönnum hennar gefist gott tækifæri að láta í ljós andstöðu sína. Á Alþingi kom í ljós að frumvarpið var klaufalega úr garði gert og það eitt ef til vill gert einstaka menn því fráhverfa. Þetta var andstæðingum frumvarpsins einnig kær- komið, því þeir gátu túlkað frumvarpið að vild. Líklegt er að væntanlegt hlutverk varalögreglu hafi skipt mestu þegar menn skipuðu sér í andstæðar fylkingar. Þegar frumvarpið kom fyrir Alþingi var það ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.