Sagnir - 01.05.1982, Síða 76
liSlðrv jES Ws úhÆm
yjyr : /.IsE IL ? ■ /fi ,
Bastilludagurinn 14. júlí 1789. Það varð verkefni frönsku byltingarinnar að koma þvífram aðþœr stéttir, sem utan
þjóðarinnar voru, fengju aðild að þjóðarsamfélaginu.
undirstétt, bæði í Rómarveldi og í ríkjum
Evrópu á miðöldum. Aðalsveldi miðalda var
skipt greinilega í tvær höfuðstéttir: Landeig-
endur og bændur. Forréttindastéttin hafði
allan rétt, en bændur engan. Aðallinn sat að
öllum auðæfum, menntun og menningu.
Bændur höfðu það hlutverk að strita, að
skila afurðum sinnar vinnu í bú aðalsmanns-
ins. Þeir nutu engrar menntunar né heldur
höfðu þeir nokkurn rétt til að skipta sér af
málefnum ríkisins. Aðalsmaðurinn lét sig
engu máli skipta hvaða mál bóndinn talaði
heima hjá sér. Aðalatriðið var að hann skil-
aði leigunni, afurðunum eða öðrum kvöðum
á réttum tíma. Hvor stéttin fyrir sig lifði í
sinum heimi, hvor hafði sína menningu. Því
minnist ég á þetta að því hefur verið haldið
fram (Otto Bauer, Die Nationalitátenfrage
und die Sozialdemokratie, 1907) að vegna
þessara aðstæðna beri að líta svo á, að ein-
ungis aðallinn hafi verið þjóð (Nation).
Bændalýðurinn tók engan þátt í hinni ríkj-
andi menningu, hann var einungis nauðsyn-
legt skilyrði fyrir því að atvinnulífið gengi
sinn gang. Bændur voru ekki ein heild sem
slíkir. Þeir voru sundraðir m.a. vegna þess
að þeir töluðu mismunandi mállýzkur og
gátu því varla gert sig skiljanlega fyrir utan
sína sveit. Bóndinn skapaði ekkert af þeirri
alþjóðlegu menningu sem kallast evrópu-
menning. Aðallinn aftur á móti tók þátt í
listum og vísindum, hann hafði sína þjóð-
legu menningu (í Þýskalandi) og var samein-
aður undir merki sameiginlegra siða og venja
og sameiginlegs tungumáls, sem var frá-
brugðið bændamállýzkunum. Þessvegna ber
að kalla þjóð einungis menningarsamfélag
aðalsins. Bændur voru aftur á móti ekki
þjóð, heldur einungis leiguliðar þjóðarinnar.
Það var svo verkefni frönsku byltingarinnar
að setja fram þá kröfu að þriðja stétt, sem
var ekkert, yrði allt, og koma því fram, að
þær stéttir sem utan þjóðarinnar voru,
fengju aðild að þjóðarsamfélaginu, fengju
borgararétt. Þannig varð verkamaðurinn að-
ili að þjóðmenningunni með því að krefjast
borgararéttinda. Skólar ríkisins höfðu það
hlutverk að taka sveita- eða stéttarmállýzk-
74