Sagnir - 01.05.1982, Síða 83
Bergsteinn Jónsson:
Föðurlandsást — þjóðernisstefna —
þjóðrembingur
Þáttur þjóðernisstefnu 19. aldar í lífi og starfi
þriggja stjórnmálamanna
Tilefni þessarar samantektar er það, að
gamansamir og léttlyndir stúdentar þáðu mig
á dögunum að festa á blað álit mitt á áhrif-
um þjóðernishyggju á stjórnmálastörf og
stefnu þriggja íslenzkra stjórnmálamanna:
Jóns Sigurðssonar, Benedikts Sveinssonar
eldri og Hannesar Hafstein. Ef til vill er
ætlun fyrirspyrjenda að prófa mig lítillega,
kynna sér skoðanir mínar á þessum efnum —
eða skoðanaleysi. Læt ég mig það einu gilda,
en ég tek mér það bessaleyfi að drepa aðeins
á hugtökin, sem ég hef fyrir yfirskrift, ásamt
meginefninu.
Ubi bene, ibi patria, sögðu Rómverjar, og
það er haft fyrir satt, að þeir hafi löngum
vitað hvað þeir sungu. Þar sem mér vegnar
vel, er föðurland mitt. Þannig virðast þeir
líka hafa hugsað þýzku stjórnarembættis-
mennirnir, sem öldum saman flykktust að
kjötkötlum konungs og stjórnar í
Danmörku. Alla ævi héldu þeir áfram að
tala þýzku, hlýða á þýzkt guðsorð og lesa
þýzkar bækur. Það var helzt þegar þeir vildu
vera kurteisir og siðfágaðir eða þurftu á ann-
an hátt að vanda sig, að þeir brugðu fyrir sig
frönsku. En þeir undu sér flestir ofurvel í
borginni við sundið og fallegu herragörðun-
um sínum á dönsku eyjunum, og iðulega létu
þeir hlý orð falla um vort kæra föðurland —
Danmörku.
Svona föðurlandsást — patríótismi — var
útbreitt og alþekkt fyrirbæri fram um 1800 i
löndum Danakonungs og víðar. Stöku sinn-
um örlaði á gremju danskra fyrirmanna í
garð þýzku aðskotadýranna, t.d. þegar Stru-
ensee kokkálaði kóngsráfuna. En varla
höfðu þeir koddað Struensee fyrr en þeir
kölluðu á aðra Þjóðverja.
Frá öllum öldum þekkjum við dæmi um
ágæta íslenzka patríóta eða föðurlandsvini.
Allir voru þeir um fram allt trúir og dyggir
þegnar konungsins, sem líka var borgaraleg
skylda, rétt eins og að vera lúterskur, forðast
saurlifnað og stilla sig um að stela. En marg-
ir hafa þeir verið sama sinnis og ekkjan við
ána, sem Guðmundur á Sandi gerði ódauð-
lega:
„Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan
blett,...“
Fram eftir öllu var ísland hreint að segja
of víðlent fyrir flest sin börn til þess að þau
gætu séð það sem órofa heild. Menn voru
Austfirðingar, Vestfirðingar, Sunnlendingar
eða Norðlendingar; Eyfirðingar eða Hún-
vetningar; Rangæingar eða Borgfirðingar;
og flestir höfðu álíka strjálar og óljósar
spurnir af fjarlægum landshlutum og öðrum
löndum.
Það tók þjóðernishreyfingu — national-
isma — nítjándu aldar talsverðan tíma að
finna farvegi til íslands og síðan að berast
þar út. En um síðir urðu íslendingar svo
gegndrepa af þessum straumum, að um 1900
stóðu þeir næstum einangraðir og stakir,
sem ekki tóku ósjálfrátt og óafvitandi þjóð-
ernislega afstöðu til flestra mála.
Menn eru á einu máli um, að íslenzk þjóð-
frelsisstefna stingi fyrst alvarlega upp kollin-
um í ritum eins á Ármanni á alþingi, Fjölni,
Nýjum félagsritum og Norðurfara. En í Rit-
um Lærdómslistafélagsins, Minnisverðum
tíðindum, íslenzkum sagnablöðum, Klaust-
81