Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 88

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 88
áratugi hefur þessara viðhorfa gætt miklu minna í sagnaritun en áður. Loks skal þess getið, að þjóðernishyggja tengist söguspeki íslendinga á 19. og 20. öld. Áberandi er, sérstaklega á tímum sjálf- stæðisbaráttunnar, en einnig síðar, að sagna- ritun er álitin mikilvægur vettvangur til að koma ákveðnum þjóðernissinnuðum boð- skap á framfæri. Þannig birtist þjóðernis- hyggja i kennisöguviðhorfum — þ.e. að unnt sé að draga lærdóma af sögunni. Þegar á heildina er litið, virðist mér, að áhrif þjóðernishyggju á íslenzka sagnaritun hafi verið mikil og margvísleg. Hefur þjóðernishyggjan ,,skekkt“ mynd okkar af íslandssögunni? Þór Whitehead: Það liggur í augum uppi, að þjóðernis- hyggja hefur sett mark sitt á íslenska sagna- ritun og þannig mótað söguskoðun þjóðar- innar. Nú eru engin tök á því að rekja efni einstakra rita þessu til sönnunar, en nefna má fjögur dæmi um áhrif þjóðernishyggju. Kenningar um misgjörðir útlendinga. Hér ber að nefna þá kenningu, að Norðmenn og þó einkanlega Danir hafi átt mesta sök á því, að íslendingar glötuðu smám saman sjálfs- forræði sínu og stóðu í stað í verklegum efnum um aldir. Þessi kenning var ein undir- rót Danahatursins, sem hér var landlægt til skamms tíma. Þótt fáir séu nú haldnir slíku hatri, mætti færa rök fyrir því, að hleypi- dómar frá liðinni tíð lifðu hér enn í breyttri mynd. Stjórnmálamenn á þessari öld hafa af mismunandi ástæðum séð sér hag í því að halda við tortryggni gamla bændasamfélags- ins i garð þeirra, sem fást við atvinnurekstur, einkum verslun. Lýsingar þjóðernishyggju- manna á misgjörðum Dana hafa einnig orðið jarðvegur fyrir samsæriskenningar og svika- brigsl í deilum um utanríkismál lýðveldisins. Slíkur málflutningur virðist hafa átt greiðari aðgang að íslendingum en mörgum öðrum þjóðum. Þetta stafar að einhverju leyti af þvi, að íslendingum var frá blautu barns- beini innrætt, að þrengingar þjóðarinnar væru sök útlendinga. Foringjadýrkun. Þjóðernishyggjan ýtti undir dýrkun á þeim stjórnmálamönnum (lærdómsmönnum og bændum), sem mest höfðu sig í frammi í sjálfstæðisbaráttunni. Það er kominn tími til að við endurskoðum sögu þessara manna í ljósi 20. aldar. Við eig- um lika að gefa meiri gaum að þætti fram- kvæmdamanna og verkalýðs. Það hefur gleymst að segja frá því, hvað gerði sjálf- stæðiskröfuna raunhæfa þegar til úrslita dró í sambandsmálinu. Fornaldardýrkun. Þjóðernishreyfingin beindi áhuga sagnfræðinga að ,,gullöld“ ís- lendinga. Fyrir bragðið sinntu þeir helst til litið þeim tímaskeiðum, sem kennd eru við ,,myrkur“ og ,,niðurlægingu“. Atvinnusag- an var líka hornreka. Eyðurnar í íslandssög- unni eru þess vegna lengri en í sögu margra Norðurálfuþjóða. Okkur skortir heildarsýn yfir þjóðarsöguna, þótt einstökum þáttum hafi verið gerð mikil skil. íslandssagan í einangrun. Þjóðernishyggj- an gerði menn stundum ,,innhverfa“ í sagnaritun. Framvinda mála hérlendis var slitin úr tengslum við strauma og stefnur annars staðar í álfunni. Þetta er bagalegt, því að umbrot í íslensku þjóðlífi hafa oftast nær átt upptök sin utanlands, þótt stundum hafi liðið nokkur tími áður en þeirra varð vart hér. Ástæðan er vitaskuld sú, að ísland er í útjaðri Norðurálfu. Þjóðarsagan er engu að síður hluti Evrópusögunnar og verður best sögð í samhengi við hana. Þessi dæmi eru til marks um, að þjóð- ernishyggjan hafi ,,skekkt“ nokkuð mynd okkar af íslandssögunni. Hitt má þó ekki gleymast, að þjóðernisvakningin varð til þess að menn tóku að kanna sögu landsins af miklu meira kappi en áður. Á þeim grunni byggjum við enn, eins og nýjasta útgáfan af þjóðarsögunni sannar. Enginn skyldi heldur ætla, að okkar kynslóð hefði gert sér hina einu ,,réttu“ mynd af sögunni. Við erum undir sömu sök seld og liðnar kynslóðir, við- horf okkar ,,skekkja“ söguna ekkert siður en þeirra. Með því að reyna að þjóna sann- leikanum getum við þó vonast til, að rann- sóknir okkar þoki þekkingunni nokkuð áleiðis. Hærra getum við ekki sett markið. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.