Sagnir - 01.05.1982, Síða 89
Þórunn Valdimarsdóttir:
Þjóðernishyggja Gísla Brynjólfssonar
Grein þessi er hluti af ritgerð um þjóðernis-
hyggju þriggja Íslendinga á 19. öld, þeirra
Gríms Thomsen, Tómasar Sæmundssonar
og Gísla Brynjólfssonar.
„Ekki beitti Gísli Brynjólfsson sér fyrir ákveðnum
stjórnmálum, og þegar leið á ævina, taldi hann sig
ekki geta fylgt Jóni Sigurðssyni að öllu leyti í þjóð-
málabaráttunni. Var Gísla lögð sú afstaða út á verri
veg, einkum þar sem hann fékk það, sem kallað var
álitlegt embætti, hjá dönsku stjórninni.“
(Saga íslendinga VIII, 1. bls. 194).
Þetta er dómur Jónasar Jónssonar (og þá
um leið sá dómur sem sagan fellir) um Gísla
Brynjólfsson (1827—1888). Hér á eftir
verður gerð tilraun til að sýna fram á að Gísli
hafi beitt sér fyrir „ákveðnum stjórnmál-
um“ og einnig að hann hafi stuðlað að efl-
ingu þjóðernishyggju íslendinga með skrif-
um sínum. Einnig verður drepið á deilu
þeirra Jóns Sigurðssonar og Gísla, en hún er
mjög athyglisverð frá hugmyndasögulegu
sjónarhorni. Gisli var menntaður í norræn-
um fræðum og hafði því afstöðu til að finna
að sögulegri festu sjálfstæðishugmynda
Jóns. Einnig var Gísli mjög vel að sér i sam-
tímasögu álfunnar og bar skynbragð á flest
það sem pólitík viðkom. Gísli gaf út tíma-
ritið Norðurfara í 2 ár ásamt Jóni Thorodd-
sen, þegar hann var rétt liðlega tvítugur og
skrifaði í það menntaðar greinar í frjáls-
ræðisdúr.
Önnur heimild um Gísla er dagbók hans
frá árinu 1848, sem gefur innsýn inn i
allskyns geðbrigði og hugrenningatengsl sem
komast yfirleitt ekki á prent; dagbókin gerir
manni kleift að nálgast Gísla meir en sam-
tímamenn hans.
Gísli skrifar dagbókina og greinar sínar i
Norðurfara á umrótatímunum 1848—49.
Hrifning Gísla á frelsishreyfingum þessara
tíma hefur verið túlkuð út frá vissri hug-
myndaskekkju þar sem hann hefur verið
kallaður „fyrirrennari sósíalismans á íslandi
og í íslenskum bókmenntum.“1) Mér finnst
Gísla gjörður nokkur óleikur með þessu þar
sem hann lýsir andúð sinni á „common-
ismus“ hvað eftir annað, bæði i dagbók
sinni og grein í Norðurfara. Hann hafði sam-
Gísli Brynjólfsson.