Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 97

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 97
unni“? Athugun sýnir að það ræðst mest af venju, og þannig halda efnisatriði vekjandi sögunnar áfram að fylla kennslubækurnar. Munurinn er aðeins sá að þau eru þar ekki lengur í neinum sérstökum tilgangi. Ég efast um að nokkurs staðar í heiminum sé til betra dæmi um þessa þróun en íslands- saga Þórleifs Bjarnasonar i samanburði við íslandssögu Jónasar. Bækurnar taka yfir nokkurn veginn sama tímabil, frá upphafi íslandsbyggðar og fram um 1874, og efnisval og efnisröð eru svo lík að það mætti gefa þær út í einni bók og prenta texta Jónasar öðrum megin í opnu en texta Þórleifs hinum megin, án þess að raska efnisröð verulega. Það yrðu að visu nokkrar eyður, einkum á síðum Þórleifs af því að bók hans mun vera um fimmtungi styttri. Þórleifur hefur líka mjög svipað álit á sögupersónum og Jónas. Jón Gerreksson er „einna illræmdastur erlendra ævintýra- biskupa, sem hér sátu.“ Átök Odds Einars- sonar og Árna sonar hans við Herluf Daa eru rakin og endað á orðunum: ,,Óx frami þeirra feðga af þessu máli.“ Árni Oddsson er líka tárfellandi í Kópavogi 1662: ,,Alla sína lög- mannstíð hafði hann varið réttindi lands- manna gegn konungsvaldinu. Og enn var hann á verði.“ Viðureign Skúla Magnús- sonar við einokunarkaupmenn er á sínum stað: ,,Ö11 ævi hans mátti heita barátta gegn Þorleifur Bjarnason. þeim.“ Um Jón Sigurðsson er auðvitað fjall- að rækilega eftir því sem gerist í svo stuttri bók, og dómurinn er eindreginn: „Enginn skynjaði eða skildi betur sögu þjóðarinnar en hann eða vissi betur um rétt hennar, eigin- leika og arf.“ Einstaklingshyggjan sem jafnan fylgir þjóðernisstefnunni í vekjandi sögukennslu er með í bók Þórleifs, þótt hann væri starfandi í félögum Alþýðuflokksins um langa hrið. Hann á t.d. örlitla fallega einkunn til handa þeim íslendingum sem hófu sjálfstæðan at- vinnurekstur í verslun og útgerð: ,,Um alda- mótin 1800 voru hér tveir íslenzkir kaup- menn, Ólafur Thorlacius á Bildudal og Bjarni Sívertsen í Hafnarfirði, báðir þjóð- hollir dugnaðarmenn.“ Bókin er lengst af foringjasaga; í kafla um skóla á 19. öld eru tíu línur um hugleiðingar Jóns Sigurðssonar um skólamál og ellefu um allt skólastarf landsmanna. Efni Þórleifs og stefna er þannig það sama og Jónasar. Samt má greina þar verulega breytingu sem kemur vel heim við það sem hér að framan er kallað hlutgerving kennslu- efnis. Það er eins og höfundur sé feiminn við að nota efnisatriði sögunnar eins og Jónas notaði þau alveg blygðunarlaust. Uppskrift- in að íslensku þjóðinni (sbr. bls. 93—94 hér að framan) er orðin svona hjá Þórleifi: Noregur eitt ríki. Með sigri Haralds hárfagra var Noregur orðinn eitt ríki og hann konungur þess. Hann reyndi að friða landið og kom nýrri skipan á stjórn þess. Ef til vill hefur hann lagt einhvern skatt á landsmenn, þótt ekki sé fullkomlega vitað. Margir höfðingjar undu völdum hans og skipan illa og kusu heldur að flýja land en játast yfirráðum konungs. Ymsir þeirra höfðingja, sem barizt höfðu gegn kon- ungi, áttu varla annars völ en fara úr landi. Margir þeirra fluttust til íslands, en þar var að hefjast byggð um þetta leyti. Aðrir fluttust vestur um haf, til Skot- lands, eyjanna þar og til frlands. Þaðan herjuðu þeir á Noreg og gerðu þar mikinn usla. Sá Haraldur konungur sér ekki annað fært en fara í herferð gegn víkingunum vestur um haf. Fluttust þá ýmsir þeirra til íslands og námu hér land. Hjá Jónasi var það ótvíræð staðreynd að landnámsmenn hröktust úr Noregi undan sköttum. Hjá Þórleifi gufar þetta upp í fræðimannlegri varfærni. Nemendur fá að vita það eitt að það sé ekki vitað hvort Har- aldur skattlagði forfeður þeirra í 30. lið. Get- ur nokkur ætlast til að börnum þyki það merkileg vitneskja? Það eina sem Þórleifur dirfist að fullyrða er að konungur kom ,,nýrri skipan á stjórn“ landsins, og það skil- 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.