Sagnir - 01.05.1982, Page 99
Jón Viðar Sigurðsson:
Þjóðernishyggja Einars Olgeirssonar
í þessari stuttu grein er ætlunin að reifa
þjóðernishyggju Einars Olgeirssonar eins og
hún birtist i bók hans Ættasamfélag og
Ríkisvald í Þjóðveldi íslendinga, (hér eftir
skammstafað ÆTT.). Þó megináhersla verði
á þjóðernishyggju verður ekki hjá því komist
að fjalla um tilgang verksins og hvernig til-
gangurinn og stjórnmál eftirstríðsáranna
setja mark sitt á umfjöllun Einars. Einnig
verður reynt að svara þeirri spurningu hvort
þjóðernishyggja Einars sé á einhvern hátt
frábrugðin þjóðernishyggju Jón Jónssonar
Aðils og Jónasar Jónssonar frá Hriflu.
Áður en vikið verður að þessum þáttum er
nauðsynlegt að fjalla um helstu einkenni
þjóðernishyggjunar í sagnaritun hér á landi.
Almenn einkenni
Helstu einkenni þjóðernishyggju i sagna-
ritun íslendinga eru m.a.:
Val viðfangsefna; en það hefur einskorð-
ast mjög við þjóðveldið, samskiptin við Dani
og sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Dýrðarljómi
lék um þjóðveldið og litið var á það sem
gullöld í sögu landsins. Mikils kala gætti í
garð Dana og þeim óspart kennt um flest
sem aflaga hafði farið. Hetjur sjálfstæðis-
baráttu 19. aldar voru mjög rómaðar og
urðu einstaka menn, svo sem Jón Sigurðs-
son, þjóðhetjur.1)
En það er ekki aðeins val viðfangsefna
sem hefur einkennt íslenska þjóðernis-
hyggju. Ný söguskoðun leit dagsins ljós.
í söguritun vesturlanda er um þessar mundir um að
ræða tvær aðferðir um meðferð efnisins. Önnur og
eldri aðferðin byggir á því að skýra sögulega við-
burði og andlegt líf með því að lýsa yfirburðum for-
ystumanna þjóðanna á hverjum stað og tíma....
Eldri skoðunarhátturinn leiðir til hetjudýrkunar á
mismunandi stigum, en efnishyggja sögunnar gerir
líf og þróun þjóðanna að tilbreytingalausu
flatlendi.2)
í þessum orðum feíst ágæt lýsing á þeirri
söguskoðun sem rikti hér á ofanverðri 19.
öld og öndverðri 20. öld.
Persónusagan (hetjusagan) var alls ráð-
andi og nær undantekningalaust var hún
saga manna sem börðust fyrir frelsi landsins.
Saga íslands var öðru fremur saga frelsisbar-
áttu. Áhersla lögð á samskipti manna eins
og: Árna Oddssonar og Henriks Bjelke,
Odds biskups Einarssonar og Herlufs Daa,
Skúla Magnússonar og einokunarkaup-
manna og baráttu Jóns biskups Arasonar.
Settar fram andstæður milli hins góða
(oftast íslendingar) og hins illa (útlendinga).
Þannig fléttaðist saman persónusaga,
þjóðernishyggja og vekjandi frásögn.3)
Mikið var gert af þvi að heimfæra 19. og
20. aldar hugtök yfir á liðna tíma, hugtök
eins og þjóð, þjóðerni, þjóðernistilfinning,
œttjarðarást, sjálfstæðisbarátta o.s.frv.4)
Þjóðernishyggja íslenskra
stjórnmálaflokka um 1950
Allir íslenskir stjórnmálaflokkar sem
störfuðu á þessu tímabili lögðu áherslu á
þjóðernishyggju og héldu því allir fram að
barátta þeirra væri í þágu landsmanna. Fram
til 1944 einkenndist þjóðernishyggja flokk-
anna af baráttu fyrir varðveislu þjóðlegra
verðmæta. Framsóknarflokkurinn hélt því
fram að sveitafólkið væri verndari þjóðlegra
verðmæta. Sósíalistaflokkurinn sagði að sós-
íalismi og verkalýðsstéttin ein gæti bjargað
íslandi frá spillandi öflum kapítalismans.
Alþýðuflokkurinn hélt því fram að jafnaðar-
stefnan héldi þjóðlegum verðmætum á lofti
og þjóðernishyggja Sjálfstæðisflokksins
fólst i því að boða varðveislu ríkjandi þjóð-
félagsgerðar.5)
Með stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 og
97