Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 99

Sagnir - 01.05.1982, Síða 99
Jón Viðar Sigurðsson: Þjóðernishyggja Einars Olgeirssonar í þessari stuttu grein er ætlunin að reifa þjóðernishyggju Einars Olgeirssonar eins og hún birtist i bók hans Ættasamfélag og Ríkisvald í Þjóðveldi íslendinga, (hér eftir skammstafað ÆTT.). Þó megináhersla verði á þjóðernishyggju verður ekki hjá því komist að fjalla um tilgang verksins og hvernig til- gangurinn og stjórnmál eftirstríðsáranna setja mark sitt á umfjöllun Einars. Einnig verður reynt að svara þeirri spurningu hvort þjóðernishyggja Einars sé á einhvern hátt frábrugðin þjóðernishyggju Jón Jónssonar Aðils og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Áður en vikið verður að þessum þáttum er nauðsynlegt að fjalla um helstu einkenni þjóðernishyggjunar í sagnaritun hér á landi. Almenn einkenni Helstu einkenni þjóðernishyggju i sagna- ritun íslendinga eru m.a.: Val viðfangsefna; en það hefur einskorð- ast mjög við þjóðveldið, samskiptin við Dani og sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Dýrðarljómi lék um þjóðveldið og litið var á það sem gullöld í sögu landsins. Mikils kala gætti í garð Dana og þeim óspart kennt um flest sem aflaga hafði farið. Hetjur sjálfstæðis- baráttu 19. aldar voru mjög rómaðar og urðu einstaka menn, svo sem Jón Sigurðs- son, þjóðhetjur.1) En það er ekki aðeins val viðfangsefna sem hefur einkennt íslenska þjóðernis- hyggju. Ný söguskoðun leit dagsins ljós. í söguritun vesturlanda er um þessar mundir um að ræða tvær aðferðir um meðferð efnisins. Önnur og eldri aðferðin byggir á því að skýra sögulega við- burði og andlegt líf með því að lýsa yfirburðum for- ystumanna þjóðanna á hverjum stað og tíma.... Eldri skoðunarhátturinn leiðir til hetjudýrkunar á mismunandi stigum, en efnishyggja sögunnar gerir líf og þróun þjóðanna að tilbreytingalausu flatlendi.2) í þessum orðum feíst ágæt lýsing á þeirri söguskoðun sem rikti hér á ofanverðri 19. öld og öndverðri 20. öld. Persónusagan (hetjusagan) var alls ráð- andi og nær undantekningalaust var hún saga manna sem börðust fyrir frelsi landsins. Saga íslands var öðru fremur saga frelsisbar- áttu. Áhersla lögð á samskipti manna eins og: Árna Oddssonar og Henriks Bjelke, Odds biskups Einarssonar og Herlufs Daa, Skúla Magnússonar og einokunarkaup- manna og baráttu Jóns biskups Arasonar. Settar fram andstæður milli hins góða (oftast íslendingar) og hins illa (útlendinga). Þannig fléttaðist saman persónusaga, þjóðernishyggja og vekjandi frásögn.3) Mikið var gert af þvi að heimfæra 19. og 20. aldar hugtök yfir á liðna tíma, hugtök eins og þjóð, þjóðerni, þjóðernistilfinning, œttjarðarást, sjálfstæðisbarátta o.s.frv.4) Þjóðernishyggja íslenskra stjórnmálaflokka um 1950 Allir íslenskir stjórnmálaflokkar sem störfuðu á þessu tímabili lögðu áherslu á þjóðernishyggju og héldu því allir fram að barátta þeirra væri í þágu landsmanna. Fram til 1944 einkenndist þjóðernishyggja flokk- anna af baráttu fyrir varðveislu þjóðlegra verðmæta. Framsóknarflokkurinn hélt því fram að sveitafólkið væri verndari þjóðlegra verðmæta. Sósíalistaflokkurinn sagði að sós- íalismi og verkalýðsstéttin ein gæti bjargað íslandi frá spillandi öflum kapítalismans. Alþýðuflokkurinn hélt því fram að jafnaðar- stefnan héldi þjóðlegum verðmætum á lofti og þjóðernishyggja Sjálfstæðisflokksins fólst i því að boða varðveislu ríkjandi þjóð- félagsgerðar.5) Með stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 og 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.