Sagnir - 01.05.1991, Síða 16

Sagnir - 01.05.1991, Síða 16
Sigríður K. Þorgrímsdóttir Samskipti íslendinga og Þjóð- verja ná allt aftur til 15. aldar, er Hansakaupmenn tóku að sigla hingað og síðan Hamborgar- ar, en þau tóku enda með verslun- areinokun Dana á 17. öld. Upp frá því var samband þjóðanna fremur lítið allt fram á 19. öld, þegar þýsk þjóðernisvakning hófst og beindi sjónum Þjóðverja til íslands. íslendingar kunnu vel að meta áhuga Þjóðverja á landi og lýð, enda löngum þótt hólið gott. Margir íslendingar, sérstaklega úr hópi menntamanna, voru hrifnir af þýskum bókmenntum og menn- ingu.1 Fyrir 1914 voru viðskipti íslend- inga og Þjóðverja lítil. í stríðinu var reynt að flytja sem mest út til Þýskalands. En Bretar stöðvuðu þá verslun með höftum og hótunum og sendu hingað Eric Grant Cable ræðismann, til eftirlits með breskum hagsmunum. Á tímabili fyrra stríðs, 1914-18, voru dagblöðin tvö, Morgunblaðið og Vísir. Fréttaflutningur þeirra frá útlöndum var fyrst og fremst byggður á fréttaskeytum og nánari umfjöllun var oft í formi þýddra greina. Þjóðverjum þótti Morgun- blaðið og Vísir verða all Bretasinn- uð, enda sá Cable blöðunum fyrir fréttum og greinum frá Bretlandi.2 Morgunblaðið og Vísir fylgdu bandamönnum að málum í stríðinu 1914-18 og sýndu Þjóðverjum vax- andi andúð eftir því sem leið á stríðið. Ástæður voru m.a. sú grimmd sem Þjóðverjar þóttu sýna og að þýskt stjórnarfar, byggt á einræði keisarans, væri ekki til fyrirmyndar. Stríðið var talið vera barátta góðs og ills, lýðræðis og einræðis. Þessu tengt var andúð á því sem kalla má „þjóðareinkenni" Þjóðverja, atriði eins og hernaðar og höfðingjadýrkun, agi og fleira slíkt.3 Blöðin stóðu enn með banda- mönnum í stríðslok haustið 1918 og sagði Vísir að „það væri ekki að ástæðulausu, þó að bandamenn þættust knúðir, að leggja Þýska- land undir sig.“4 En brátt litu friðarskilmálarnir dagsins ljós og þá breyttist afstaða blaðanna. Friðarskilmálarnir, „heimtufrekja sigurvegaranna “ í samningaviðræðunum cftir stríðið réðu bandamenn einu og öllu. Þjóðverjar komu þar hvergi nærri, enda þótti ekki ástæða til. Guðbrandur Jónsson var einn atkvceðamesti fylgismaður Þjóðverja í fyrra stríðinu. Hann sá þeim fyrir ýmsum upplýsingum, en sú „leyni- starfsemi" fór ekki eins leynt og cetlað var. Sjálfur lýsti liann lyndiseinkennum Þjóð- verja á þennan veg: „Þeir eru hreinskilnir, opinskáir og ótor- tryggnir, trygglyndir og þjóð- rœknir, sannfœringarsterkir og fórnfúsir, félagslyndir og agahneigðir, friðsamir, glað- lyndir og góðlátir, vandvirkir, iðjusamir, áreiðanlegir og sam- viskusamir og allir miklir hug- hrifamenn, en nokkuð þung- lamalegir, hugmyndaflugslitl- ir, einhcefir og heldur kímni- snauðir." (THv.: Guðbrandur Jónsson: Þjóðir sem ég kynntist. Rv. 1938, 71.). Þeir vonuðust eftir samningum á grundvelli þeirra fjórtán atriða sem Woodrow Wilson Bandaríkjafor- seti hafði sett fram fyrir stríðslok. Reykjavíkurblöðin tvö höfðu mikla trú á Wilson og þótti hann réttsýnn og líklegur til að tryggja frið í framtíðinni.5 En þessi bjartsýni dofnaði. Wil- son þótti láta undan með kröfur sínar, ekki síst fyrir „ofríki" franska forsætisráðherrans Georges Clemenceaus. Sarnúð blaðanna snerist á sveif með Þjóðverjum, bæði vegna frétta af eymd og fátækt og sökum þess að friðar- skilmálarnir virtust til þess sniðnir að beygja þá í duftið. Þjóðverjar undirrituðu loks Versalasamning- ana 28. júní 1919. Með samning- unum misstu þeir mikil landsvæði, Austurríki var ncitað um sarnein- ingu við Þýskaland og allar nýlendur voru teknar af þeim. Stríðsskaðabæturnar sem Þjóð- verjar áttu að greiða voru geysihá- ar. En það sem Þjóðverjum sveið sárast var ákvæðið um stríðssök, sem neyddi þá til að taka á sig alla ábyrgð á stríðinu.6 Friðarráðstefnan á að tryggja heimsfriðinn á komandi árum. En svo mikið er víst, að ef framferðið gagnvart Þjóð- verjum verður líkt því sem ástæða er til að ætla af gerðum ráðstefnunnar hingað til, þá leggur hún sjálf nú þegar grundvöllinn að úlfúð og hatri milli Þjóðverja og annarra þjóða í framtíðinni.... Sigur bandamanna var stórkostlegur, og nú láta þeir kné fylgja kviði.7 Þessi athugasemd Morgunblaðsins var dæmigerð fyrir afstöðu blað- anna tveggja til Versalasamning- anna. Andúð á Þjóðverjum var orðin að samúð, en samúð með bandamönnum að andúð, eða að minnsta kosti kulda.8 Það var kannski ekki nema von, því jafnvel í löndum bandamanna fordæmdu margir samningana. Þetta viðhorf átti hljómgrunn víða, ekki síst meðal frjálslyndra og vinstrisinna. 14 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.