Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 40

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 40
Pétur Pétursson og Snorri Már Skúlason rullu. Á þriðja dag jóla átti irinbrot- ið, sem minnst var á í blaðinu, sér stað. Loksins hefir ákærði kannast við það, að hann hafi á jólaföst- unni þennan sama vetur stolið 22 kr. (þ.e. 2 10 króna seðlum og 1 2 krónu-pening) frá Guð- mundi lækni Guðmundssyni, með þeim hætti, að ákærði fór ofan í buxnavasa Guðmundar, meðan þeir stóðu úti undir sjó- búðarvegg og voru að tala saman, náði peningabuddu upp úr vasanum, tók úr henni ofannefnda pcninga, og lct síðan budduna aftur ofan í vasa Guðmundar, án þess að hann yrði nokkurs var. Peningum varði ákærði mestmegnis til brennivíns- og tóbakskaupa. Áður framin afbrot Helga fólust m.a. í skjalafalsi og þremur þjófn- uðum, sem búið var að refsa fyrir. Dómurinn í þessu máli var þriggja ára betrunarhúsvinna auk greiðslu málskostnaðar.37 En saga þessa máls er ekki öll því Helgi ákvað upp á sitt eindæmi að strjúka úr gæslu hrcppstjóra, þar sem hann beið flutnings. Hann stal tuttugu krónum úr buddu hús- móður sinnar til þess að kaupa sér nesti til fararinnar, nestið var brennivín og brauð. Síðan tók hann hest, skipti á honum og öðrum hesti sem stolið var frá ferðalöngum, sem áttu næturgist- ingu á leið hans. Enn fremur stal hann hnakk og tösku með ýmsum munum í. Reiðbeisli stal hann úr skemmu á bæ einum. Á sama bæ stal hann matvælum, braut upp kistu og stal úr henni sex krónum og tuttugu og fimm aurum. Síðan reið Hclgi sem leið lá til Reykjavík- ur, stal olíustakk á leiðinni og seldi svo hluta af þýfinu þegar þangað kom. Var „það áform hans, að komast með strandferðabátnum ’Hólar' til Austfjarða, en hann var handsamaður áður en úr því yrði.“38 Þegar þarna var komið sögu var ákæruskjal Helga orðið ansi langt og ferðasaga hans ævin- týri líkust (og er óhætt að fullyrða Fótahlekkir, sem nú eru í vörslu lögregl- unnar í Árnessýslu. Á skildinum stendur m.a.: „25. janúar Í979 ajhenti Lýður Guðmundsson hreppsstjóri í Litlu-Sand- vík lögreglunni í Árnessýslu þessafóta- hlekki til vörslu. Hlekkir þessir eru að líkindum danskir að uppruna og hafa fylgt embœtti hreppsstjóra í Sandvíkur- hreppi um langan tíma og í einhverjum tilvikum notaðir til að geyma í fanga." Þessum hlekkjum hefði Bjarni Sigurðs- son, strokumaður, átt að kynnast. að orðstír forhertustu glæpamanna var í hættu ef Helgi yrði ekki stöðvaður). Fyrir þessi afglöp hlaut Helgi fimm ára betrunarhúsvinnu39 með möguleika á styttingu dóms í þrjú ár.40 Hér var á ferðinni eini síbrota- maðurinn og vasaþjófur sem ijár- magnaði „fíkniefnakaup" sín með þjófnuðum. Þessi frásögn staðfestir einnig það sem sagt hefur verið um breytt afbrotaform, sem fylgdi þéttbýli. Annað stórþjófnaðarmál varðaði fjárpretti gagnvart Landsbank- anum í Reykjavík, þar sem tekið var 850 kr. lán, gegn falsaðri sjálf- skuldaábyrgð. „Bankaræninginn“ bar því við að hann væri bundin við sjóferð og mætti því ekki bíða og hafi því þurft skjótrar afgreiðslu við. Bankastjórnin vildi eigi hefta för mannsins og afgreiddi hann því í snatri. Þetta mál kom aldrei fyrir dómstóla því það komst ekki upp fyrr en eftir dauða „bankaræningj- ans“ Stefáns Valdasonar. „Síðasta daginn sem hann lifði lét hann skrifa fyrir sig 2 bréf, annað til konu sinnar og hitt til sóknarprests síns í Mýrasýslu, og nefndi sig þar hinu rétta nafni.“41 Á meðan dómabirtingum fækk- aði virtist fréttum af glæpum fjölga að sama skapi. Ólíklegt verður að telja að þar hafi verið einhver tengsl á milli. Orsaka þess að afbrota- fréttum fjölgaði á tímabilinu ber að leita í eðli þeirra mála er komust í sviðsljós fréttanna á tímabilinu, þ.e. afbrotin á seinna tímabilinu voru alvarlegri. Þannig fjallar helmingur afbrotafréttanna í ísa- fold á tímabilinu 1891-1893 um eitt og sama morðmálið, Bárðardals- morðið. Tvær af tíu fréttum fjöll- uðu unt mál þar sem sifjaspell, barnsmorð og sjálfsmorð voru allt hlutar af glæpamáli sem upp kom á prestsetrinu Svalbarða í Þistilfirði.42 Ein frétt fjallaði um morðmál sem kom upp á Vestfjörðum.43 Ein frétt var af nauðgun og blóðskömm þar sem roskinn bóndi gat barn með 19 ára dóttur sinni,44 og loks var frétt af árás geðveiks nemanda presta- skólans á dómkirkjuprestinn í Reykjavík þar sem hann stóð fyrir A myndinni má sjá skip sem sýna fram á aukið mikilvægi Reykjavíkur í fiskveiðum og verslun um aldamótin. Ef myndin prentast vel má sjá að eitt skipanna er strandferða- báturinn „Hólar", sem Helgi Ingimundarson ætlaði að flýja með til Austfjarða. 38 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.