Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 54

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 54
Sigrún Pálsdóttir aldalangri þungri raun vöru- skort og fjárþröng.9 Við aðstæður þær sem hér hefur verið tæpt á hlýtur að vera forvitni- legt að kanna hvað var á boðstólum í verslunum Reykjavíkur árin 1947 til 1950 og hver voru stærstu vanda- mál daglegs heimilisreksturs. Við slíkar athuganir virðist nærtækast að skoða lesendadálka dagblaða þessa tímabils, en þar létu hús- mæður og aðrir í sér heyra um ástand mála. Vandinn er aðeins að meta hversu einstök bréf eru dæmi- gerð fyrir heildina en þar hafa aðrar ritaðar heimildir og munnlegar komið að góðum notum. En fyrst lítið eitt um verslunarhætti hafta- áranna og tilhögun skömmtunar- innar. Skömmtun; til að allirfái eitthvað Orð alþingismannsins hér að framan áttu að undirstrika það að óánægjuraddir vegna skömmtun- arinnar beindust ekki gegn henni sjálfri heldur að því hvernig staðið var að framkvæmd hennar. Þing- menn stjórnarandstöðunnar sögðu að skömmtunin hlyti að hafa verið framkvæmd í flaustri og einn þeirra líkti framkvæmd hennar við sjúk- dómsfyrirbrigði sem lýsti sér með „galsafengnum ofsa og athuga- lausum athöfnum."10 Þó hér sé ef til vill fast að orði kveðið var það samt hverju orði sannara. Skömmt- unaryfirvöld og þar með viðskipta-' ráðherra sem þá var Emil Jónsson, viðurkenndu að margt þyrfti að færa til betri vegar í skömmtunar- kcrfinu. Þó vildu þau ekki ganga eins langt og sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem báru fram þingsályktunartillögu um ógildingu skömmtunarreglanna og um að settar yrðu nýjar í þeirra stað.11 Sú tillaga var felld, en frá efni hennar og helstu vanköntum skömmtunarkerfisins verður greint frá hér á eftir þar sem það á við. Haftastefna áranna 1947 til 1950 ól af sér verslunarhætti sem ein- kenndust af biðröðum og bakdyra- verslun. Dálkahöfundur Alþýðu- blaðsins, Hannes á Horninu segir svo frá að einn morguninn eldsnemma var stór biðröð við dyr einnar skó- verslunarinnar. Fast við dyrnar stóð kona sem áreiðanlega hefur komið að dyrunum kl 6-7 um morgunin. Hún var með þrjú lítil börn með sér og minnsta barnið var grátandi í kerru sinni. Þarna stóð fólkið til kl. 9 er búðin var opnuð. En þá til- kynnti búðarmaðurinn að eng- inn gúmmískófatnaður væri til.12 Skýrt var frá því síðar í sama blaði að fréttin um að gúmmískó- fatnaður fengist í skóversluninni hefði aldrei átt við nein rök að styðjast; gúmmískófatnaðurinn hafði aldrei verið til. Á þessum árum þurftu kaupmenn sjaldnast að auglýsa vörur sínar, ef fréttist að selja ætti skó cða kápur varð það jafnskjótt á hvers manns vörum, og eins og raunin er oft með slúð- ursögur gátu svona fréttir orðið til úr engu. í tilfellum sem þessum gat líka verið að varan hcfði verið seld „á bak við“ til útvalinna við- skiptavina. Húsmóðir segir Vík- verja raunasögu sína: Afgreiðslustúlka í verslun hér í bænum skýrði henni frá því, að verslunin mundi byrja að selja kjólaefni kl. 9 á ákveðnum degi En konurnar voru illa sviknar. Á hurð verslunarinnar var kominn miði, þar sem skýrt var frá því að kjólaefni yrðu ekki seld eins og boðað hafði verið. Þarna fóru því ýmsar reykvískar konur í fýluferð í kalsaveðri og klukkan sex að morgni. En mest gramdist þó sögumaður minn yfir einu. Hún fullyrti, að hún hcfði örugga vitneskju um að kjólaefnin sem hún og aðrir voru sviknir um, hefðu að lokum verið seld „á bak við“.13 En hvernig mátti standa á þessu ? Hafði ekki skömmtuninni verið komið á til þess að tryggja það að allir fengju eitthvað af hinum tak- markaða varningi sem fluttur var til landsins?Jú, en þeim tilgangi var hins vegar aldrei náð og var megin- ástæðan sú að stundum gætti ósam- ræmis milli skömmtunarmiða sem út voru gefnir og þess vörumagns sem á boðstólum var. Átti þctta einkum við um skófatnað og ytri fatnað. Innflutningur á þessum vörutegundum var ekki nægilegur og innlend framleiðsla náði heldur ekki að anna eftirspurninni. Sumir vildu líka kenna um kaupæðinu sem gripið hafði urn sig rétt áður cn skömmtunin hófst, þegar almenning var farið að gruna að hún væri á næsta leyti. Þá var sagt að fólk hefði rokið til og nánast tæmt hillur verslana bæjarins. „Ung stúlka ... kom inn í búð og keypti 2 þvottapoka" segir í Bæjar- pósti Þjóðviljans: „Kona nokkur, sem stóð rétt fyrir aftan stúlkuna í hinni miklu þröng heyrði pöntun hennar og hrópaði þá í miklum æsing: „Ég ætla að fá 12 þvotta- poka“.14 Eftir að skömmtun komst á gætti líka þessarar áráttu hjá neyt- endum. Húsmóðir skrifar Víkverja og segir það vera „orðið að „sporti" að reyna að kaupa það sem lítið er af hvort sem nokkur þörf er fyrir það eða ekki“.13 Heimildar- menn taka undir þetta. Ein þeirra segir frá því þegar hún gekk að biðröð fyrir utan verslun í Reykja- vík og spurðist fyrir um það hvað verið væri að selja og svarið var: „Eitthvað í kössum".16 Matarinnkanp Flest bendir til þess að framboð af hráefni til daglegrar matargerðar hafi alltaf verið nóg. Heimildar- mönnum ber saman um að alltaf hafi verið nóg af kjöti og fiski í verslunum, og þó reka megi augun í kvartanir í dagblöðum eins og „frosið kjöt ófáanlegt“ og „fiski- leysi er í bænum" verður að gera ráð fyrir að slíkt hafi verið auð- leysanleg vandamál. Oftast stafaði þessi skortur líka af aflabresti, lélegri dreifingu o.þ.h. og var 52 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.