Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 38

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 38
Pétur Pétursson og Snorri Már Skúlason að honum hefði einatt orðið svo á í embættisverkum sínum, sakir drykkjuskapar, að hann hefði vel mátt varða embætdstöpum, ef sóknarmenn vildu kæra það.29 Þarna var Stefán kominn út á hálan ís, því eins og málum hans var háttað, þá átti hann á hættu að missa embætti sitt. Sýnir þetta vel örvæntinguna og hve langt sýslu- maðurinn var dlbúinn að ganga til að sanna saklcysi sitt. Niðurstaða dómsins var á þá leið að ... |s]vo framarlega sem hin stefnda GuðbjörgJónsdóttir ... vinnur að því eið, að aðaláfrýj- andinn, sýslumaður Stefán Bjarnason, hafi haft holdlegt samræði við hana á þeim tíma, að hann geti verið faðir að barni því, sem hún utan hjónabands fæddi þann 28. september 1866, og í skírninni hlaut nafnið Stef- anía, á aðaláfrýjandinn að borga til þessa barns fósturs og upp- eldis frá því það fæddist . . .3<l í tengslum við þetta mál, þó all sér- stætt væri, má varpa fram þeirri spurningu, af hverju leitað var svo fast eftir því að feðra börn. Svarið við því er framfærsluskyldan. Ef einstaklingur gat ekki framfleytt sjálfum sér, þá var gengið að for- eldrum hans áður en kom til sveitar- framfærslu. Þessu til stuðnings má benda á að leitast var við að hefta giftingar fátæks fólks af ótta við að framfærslubyrðin á sveita- félögin ykist og tryggja þurfti sveitunum nægilegt vinnuafl, því oft var eina hlutskipti öreiga í hjónabandi að setjast að í þurrabúð við sjávarsíðuna.31 Það vekur athygli að meirihluti þeirra frétta, sem birtust á tímabil- inu fjalla um glæpi kvenna. Reikna verður með að dulsmál svo fátfð sem þau voru í samanburði við önnur brot, hafi alltaf þótt fréttnæm. Áður hefur verið leitt getum að því af hverju innbrots- þjófnaðir kvenfólksins þóttú frétt- næmir. Gripdeildir erlendra sjó- manna hafa vafalaust þótt ógnun og vanvirðing við íslenska þjóð og þótt fréttnæmar þess vegna auk þess sem litlar líkur voru á að mál útlendinganna kæmu fyrir íslenskan dómstól og færu þá leiðina í blöðin. Um Barnsfaðcrnismálin, sem komust á síður Þjóðólfs, má segja að þau hefðu vafalaust aldrei birst á prenti ef ekki hefði verið fyrir það eitt að í hlut áttu cm- bætdsmenn og gróusögurnar voru farnar að ganga fjöllum hærra. Tímabilið 1891-1893 og 1896-1899 Seinni tímabilin sem fjallað er um í greininni spanna bróðurpart síðasta áratugs 19. aldar. Áratugs sem ætla má að hafi verið upphaf breyttra tíma. Annars vegar eru það árin 1891-1893, sem lögð eru til grund- vallar, hins vegar árin 1896-1899. Breyttar áherslur í fréttaflutningi Ef við höldum okkur við sömu skiptingu og áður í sambandi við glæpamál, sem blöðin birtu, kemur eftirfarandi í ljós. í ísafold voru glæpafréttir 10, Landsyfirréttar- dómar 2 og Hæstaréttardómar 4. í Þjóðólfi voru hinsvegar engar dómabirtingar á tímabihnu heldur einungis fréttir af glæpum. Skýringin á þessari breytingu er m.a. að leita í almennu áhugaleysi á dómabirtingum og því að meira hafi verið um svæsin sakamál á tímabilinu, sakamál sem þóttu það krassandi og sérstök að þau þóttu fréttaefni. Auk þessa má benda á að formbreyting samfélagsins hafði einnig áhrif á eðli glæpa og umfjöllun um þá (sbr. kenning Durkheims um siðrof scm fyrr er getið). Altént hafa rannsóknir í Vasternorrland í Svíþjóð leitt í ljós, að við aukna fólksflutninga í þétt- býli á 19. öld hafi glæpahneigð fólks aukist. Þannig breyttist afbrotaformið og meira varð um drykkjuafbrot, vasaþjófnaði og hnupl.32 Óhætt er að fullyrða að svipaðar breytingar voru að eiga sér stað hér á landi um aldamótin. Þannig íjölgaði íbúum í Reykjavík úr 1149 árið 1850 í 4222 íbúa árið 1900.33 Þéttbýlismyndun var hafin, embættismannastétt var risin í Reykjavík og stoðir gamla bænda- samfélagsins voru ekki jafn styrkar og fyrr. Þjófnaðarmál sem fyrr höfðu verið talin helsta ógnunin við samfélagsgerð bændasamfé- lagsins skiptu 'ekki eins miklu máli nú og fyrr. Flest landaþrætu- málin voru í Reykjavík eða vörð- uðu útþenslu bæjarins og mis- Húsið „Borg“ á Húsavík. Það var byggt sem tugthús eða betruuarhús, það fyrsta í Þingeyjarsýslu. Með upplýsingunni kom fram sú hugmynd að hegning œtti frekar að bæta þjóðfélagsviðhorf afbrotamanns en aðfæla fólkfrá afbrotum með hörðum refsingum. 36 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.