Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 88

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 88
Gunnar Karlsson vang með nýjungar en önnur tíma- rit. Mest af því sem þar birtist eru námsritgcrðir í nreira eða minna endurbættri gerð, og nánrsrit- gerðum verður að ljúka áður cn námskeiðinu lýkur. Síðan kalla að nýjar ritgerðir í nýjum nám- skeiðum og ekkert tóm verður til að sitja árum saman yfir rann- sóknum uns efnið er orðið gamal- dags í fræðaheimi sem tekur örum tískusveiflum. Auðvitað leiða þessi vinnubrögð ekki af sér nýstárlegt tímarit nema háskólakennslan nái til nýstárlegra viðfangsefna. Sagnir vcrða því að hluta til mælikvarði á háskóla- kennsluna. Ekki svo að skilja að námskeið séu að því skapi betri og árangursríkari sem þau geta af sér fleiri greinar í Sagnir, því ekki dugir að allir kennarar og öll nám- skeið stökkvi á hverja nýjunga- bylgju. En nýstárlegt tímarit verður ekki til í háskóladeild þar sem ekki er verið að fara í nýtt efni, og valnámskeiðakerfið í sagnfræði gefur þar ágætt tækifæri sem sagn- fræðinemar hafa oft notað ágæt- lega. Þegar Sagnir voru á fimmta ári, árið 1983, var ákveðið að gera þær að glæsilegu, myndskreyttu al- þýðutímariti sem gæti hlotið veru- lega útbreiðslu. Síðan hefur útlits- hönnunin sveiflast dálítið upp og niður eins og gengur. Stundum hafa myndir og fyrirsagnir allt að því ýtt textanum til hliðar. í þeim árgangi sem ég er að skrifa um hér er farið fremur hóflega í sundur- gerðina. Aðalfyrirsagnir eru allar með sama letri og jafnstórar; myndir þekja óvíða nema hálfar síður. En í megindráttum hefur svipur ritsins haldist óbreyttur síðan 1984 og líklega finnst flestum nú að þar hafi tekist vel til. Þegar Sögnum var breytt í þetta horf var örugglega lögð mikil rækt við textann líka, enda gekk sérstakt námskeið í sagnfræði veturinn 1983-84 að verulegu leyti út á að skrifa blaðið og búa það til útgáfu. Engu að síður hefur farið svo að sjálft málið, framsetning textans — og þar með mikilvægur hluti af hugsuninni — hefur aldrei komist á það fyrirmyndarstig sem útlitið hefur náð. Ekki svo að skilja að Sagnir séu illa skrifaðar; ég held að þær séu ekki verri að því leyti en Saga og Skírnir. En það nægir bara ekki glæsilegu aiþýðutímariti, það verður að gera betur. Það er einmitt munurinn á kröfunum sem verður að gera til framsetningar í sérfræðiritum og alþýðutímaritum. Ágæti og kostir framsetningar eru að mestu leyti af sama tagi. En sérfræðin eru ætluð tiltölulega litlum hópi sem hefur fyrirfram áhuga á efninu eða cr knúinn til að lesa það vegna starfs síns eða metnaðar; sumir fá jafnvel laun fyrir. Alþýðurit þarf að vera aðlaðandi og veita lesendum sínum ánægju fyrir ómakið, því það er eina umbun þeirra. Því er það að höfundar Sagna verða að setja sér að skrifa betur en höfundar Sögu og Skírnis. Sagnfræðingar eru vanir að styðja mál sitt rökum og taka ekki mark á öðru en því sem er hægt að rökstyðja. Því verð ég að byrja á að viðurkenna að munurinn á góðum og miður góðum texta er að veru- legu leyti smekksmunur; sjaldan er hægt að sanna að einn tjáningar- háttur sé betri en annar. í þessari umsögn er ég einfaldlega að bera smckk minn undir lesendur og spyrja þá hvort þeir séu á sama máli, nokkurn veginn eins og bók- menntafræðingar tala um skáld- skap. Og kannski eru það einmitt smekksatriðin sem okkur finnst mest gaman að tala um, til dæmis um listir og fegurð, mat og skemmtanir. Það hefur orðið talsvert algengt í alþýðlegri bókaútgáfu í grann- löndum okkar á síðari árum að ytra útlitið sé fært í tískubúning meðan textinn er eftir á gömlu snjáðu bux- unum. Árið 1988 byrjuðu stór- fyrirtækin í danskri bókaútgáfu, Gyldendal og Politiken, samcigin- lega á nýrri Danmerkursögu. Þetta eru afskaplega fallegar bækur með litmyndum, breiðum spássíum, fallegum pappír og fallegri prcntun. En textinn á mörgum bindanna er rétt eins og hver annar fræðimanna- texti. Ég held að þetta misræmi milli texta og ytra útlits sé það sem bagar Sagnir mest. Þvi ætla ég að verja öllu rúmi mínu sem ég á eftir til að íjalla um það og stilla mig alveg um að rökræða heimilda- notkun eða ályktanir höfunda, líka tæknileg ritstjórnaratriði svo sem skiptingu milli lína. Ekki orð um slíkt mcira. Sumar greinarnar í Sögnum XI líða fyrir það að efni sem nýtur sín best sem einföld frásögn er klætt í búning félagsvísinda. Dæmigerð fyrir þetta er grein Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur um ofbeldi gegn börnum á tímabili Landsyfirréttar, 1802-1919. Þctta cr afar vönduð rannsókn og forvitnileg en stendur engan veginn undir þeirri flokkun ofbeldisverkanna sem höfundur gerir (7). Hún hefur aðeins fundið 16 dómsmál og skiptir þeim í tvo yfirflokka: líkamlegt ojbeldi, tíu mál, og kynferðislegt ofbeldi, sex mál. Hvorum flokki er svo skipt í fjóra undirflokka, þannig að kynferðis- ofbeldi skiptist í nauðganir, tvö mál, nauðgunartilraun, eitt mál, kynferðis- legt áreiti, tvö mál, annað, eitt mál. Svona flokkun er varla hægt að nota til neins. Hins vegar gefa cin- stök mál sem Guðfinna rekur dýr- mæta innsýn í þjóðlíf 19. aldar, og nákvæmt, hlutlægt málfar dóma- bókanna er ómetanlegur miðill um viðkvæm efni (10): Kom það í ljós við rannsóknina, að líkið var mjög magurt, svo rifbeinin mátti telja á 23 feta færi, kinnfiskasogið og kvið- holið innfallið. Með köflum tekst Guðfinnu að láta þessar heimildir sínar tala skýru og áhrifamiklu máli, jafnvel líka þar sem hún er að greina í sundur og flokka. Hún gerir til dæmis bráðvel grcin fyrir formlegu og óformlegu félagslegu eftirliti með tilvitnunum til heimilda (8). En í heildina hefði efnið notið sín betur í frásagnar- grein. Frásagnargreinar skrifa aftur á móti í þetta hefti tveir reyndir sagnfræðingar, og það með 86 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.