Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 19

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 19
Er þetta foringi?“ ingar og smánar“.20 Það þarf ekki að tákna að blöðin hafi verið hlið- holl nasistum þó þau væru sam- mála aðgerðum Hitlers gegn Ver- salasamningunum. Ótti við útbreiðslu kommúnismans Eitt af því sem Morgunblaðið og Vísir dáðu mest í stjórnarfari Hitl- ers og Mussolinis var hin harða barátta þeirra gegn kommúnisma. Það var yfirlýst markmið Hitlers að uppræta allan marxisma, hvort sem hann var kenndur við komm- únisma eða jafnaðarstefnu. Að mati hægrimanna í Evrópu jók borgarastyrjöldin á Spáni á bylt- ingarhættu í álfunni. Þessi afstaða sást á skrifum Morgunblaðsins og Vísis, sem töldu Francisco Franco og lið hans berjast fyrir lýðræðinu gegn kommúnisma.21 Hitler og Mussolini sendu Franco lið og vopn til hjálpar. Það stafaði víðar hættu af „rauð- liðum“ en á Spáni. I Berlín áttu kommúnistar að hafa kveikt í ríkis- þinghöllinni 1933 að því er Morg- unblaðið og Vísir töldu og for- dæmdu verknaðinn.22 Sumir héldu því fram að nasistar hefðu sjálfir kveikt í þinghöllinni. Á íslandi juku kommúnistar fylgi sitt í kreppunni. Hámark ólg- unnar sem ríkti á þessum tíma var Gúttóslagurinn, 9. nóvember 1932. Kröfur Sjálfstæðismanna um eflda lögreglu voru aldrei hærri en eftir „slaginn". Götubardagar hafa jafnan vcrið fátíðir á Islandi og Gúttó- slagurinn því talinn mjög alvar- legur atburður, jafnvel merki um byltingarhættu. Vinstrimenn máttu hins vegar ekki heyra það nefnt að lögreglan yrði efld, enda töldu verkamenn að slíku „herliði“ yrði beint gegn þeim. Krafan um efl- ingu lögreglunnar tengdist einnig aðgerðum kommúnista gegn þýskum skipum, sem sagt verður nánar frá hcr á eftir.23 Umræða hægrimanna um hugs- anlega heimsbyltingu kommúnista einkenndist af miklum ótta og skapaði alls konar tröllasögur. Menn tóku að sjá samsæri í hverju horni. Óttinn við „vofu kommún- ismans“ var slíkur að menn fögn- uðu hverju því afli sem barðist gcgn henni. Þjóðernishyggja, íslensk og þýsk Upphaf þjóðernishyggju er oft rakið til frönsku byltingarinnar 1789. Menn hættu að tigna ein- valda konunga og keisara sem guð og hófu föðurlandið og þjóðernið í hæstu hæðir þess í stað. Þjóðverjar urðu upptcknir af hugtökum eins og fósturjörð, þjóð, þjóðarvilja og þjóðarsál og mörgu fleiru í þeim anda. Er ein- valdurinn varð mannlegur en ekki guðlegur hætti almúginn að óttast hann og þorði að gera uppreisn. í Þýskalandi var stærsti og sterkasti Sósíaldemókrataflokkur í Evrópu, en það gagnaði lítið vegna þess hve þingið var veikt. Byltingarnar 1848 hristu nokkuð stoðir einveldisins í Þýskalandi, en það stóð stormana af sér. Höfðingjadýrkun og ströng stéttaskipting lifði samtvinnuð við þjóðernishyggjuna.24 íslendingum barst þjóðernis- hyggjan bæði beint og óbeint frá Þýskalandi. íslendingum féllu vel í geð þessar þýsku hugmyndir, til dæmis um eina sameinaða þjóð og ást á föðurlandinu. Þjóðernis- hyggja hefur löngum verið ríkt afl meðal íslcndinga, allt frá því snemma á 19. öld að menn tóku að viðra hugmyndir um sjálfstæði landsins. Sjálfstæðisbaráttan stig- magnaðist fram á 20. öldina og skiptust stjórnmálaflokkar með til- liti til hennar. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 upp úr íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Þjóðernisstefnu sína sótti Sjálfstæðisflokkurinn til hins gamla forvera síns, Sjálfstæðis- flokksins gamla, en með milli- göngu Frjálslynda flokksins. Slag- orðin „ísland fyrir lslendinga“ og „Stétt með stétt“ eru lýsandi fyrir þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að öll þjóðin eigi að vera sameinuð í þjóðfélagi stéttasamvinnu. Sumar þessara hugmynda eru keimlíkar hugmyndum þýskra nasista um sameinaða þjóð af einum og sama kynþætti og nasistar höfðu einnig andúð á stéttabaráttu.25 Ung- Karl Marx var af Gyðinga- ættum. Hœgrimenn og nas- istar tengdu kommúnismann við Gyðinga, enda áttu þeir oft og tíðum hlut að máli. Morgunblaðið birti mynd af „bolzhewikka", eins og þeir kölluðu kommúnista, með þessari skýringu: „Eins og sjá má á myndinni, hefur hann á sér yfirbragð Gyðinga og margtþykir benda til þess, að það séu aðallega Gyðing- ar, sem halda uppi Bolzhew- ikkastefnunni í heiminum" (Tilv.: „Bolzhewikkar í Miinchen", Morgunblaðið 24. okt. 1919). Eitt afþví sem benti tilforystu Gyðinga í heimsbyltingu kommúnism- ans voru skjöl sem Gyðingar höjðu átt að sernja (Protocols of the Elders og Zion). í skjölum þessum voru lögð á ráðin um byltingu og heims- yfrráð. Pau reyndust síðar vera fólsuð. SAGNIR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.