Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 43
Viðtal: Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson um og ómissandi öllum þeim sem vilja öðlast innsýn í það tíma- bil. Af síðari verkunr hans má nefna þýðingu hans og annarra á Grágás sem er fyrsta bindi í ritröð- inni Laws qfEarly Iceland og kom út 1980. Væntanlegt er frá honum annað bindi sem mun innihalda skýringar og orðaskrá. Hann vinnur nú að útgáfu á Historia de gentibus septentrionalibus eftir Olaus Magnus, Jóns sögu helga fyrir íslenzk fornrit og ljósmyndaðri útgáfu af Péturs sögu postula. Peter Foote er mörgum íslend- ingum að góðu kunnur og hefur um árabil verið styrk stoð íslenskum fræðimönnum og stúd- entum í London og verið manna ólatastur að kynna þeim breska ölmenningu. Sendimenn Sagna hittu hann á ölhúsi í London í vetur sem leið og fór viðtalið að sjálf- sögðu fram á íslensku. Við byrjuðum á að spyrja Peter Foote um upphaf íslenskra frœða í Bretlandi og af hvaða rótum sá áhugi vœri runninn. Menntamenn á 18. öld ogjafnvel fyrr höfðu lesið ýmislegt um ísland, sem var einskonar furðu- land, og sumir fóru þangað — helsti leiðangurinn var sá sem þeir Joseph Banks fóru 1772. En þá voru menn aðallega intressaðir af náttúruvísindum, plöntufræði og jarðfræði, gáfu íslendingum sjálfum lítinn gaum, enda var latína helsta viðtalsmál þeirra. Fleiri fóru í kjölfar þeirra og margir gáfu út ferðabækur. Henderson til dæmis, var fulltrúi biblíufélagsins enska og var á íslandi í tvö ár, 1814-1815, ferðaðist víða, hafði samband við góða menn, bæði presta og skáld, og yfirleitt sýndi hann af sér meiri áhuga á sálarlífi, heilsufari og almenningskjörum íslendinga en aðrir samtímamenn hans. Samt eru ýmsar góðar lýsingar á þjóðlífinu að finna hér og hvar í ritum þessara manna. Svo héldu menn áfram að fara til íslands á 19. öld, vildu helst sjá Þingvelli og fara upp á jökul. Flestir þeirra kunnu eitthvað um fornöld og íslendingasögur, en svo að segja ekki neitt um síðari tíma sögu og aðrar bókmenntir. Samt má segja að einhver kunnátta um Island hafi verið með í þeim and- lega farangri sem breskir mennta- menn báru með sér frá íslandi á 19. öld. Svo var annað fyrirbæri seint á 18. öld. Menn urðu mjög hrifnir af hinum svokölluðu Ossianskvæð- um, sem voru uppspuni Macphers- ons en gáfu sig út fyrir að vera úr forngelískum heimildum, og í kjölfar þeirra komu hinar fyrstu þýðingar og endursagnir af Joseph Banks kom hingað 1772 oggerðist síðar baráttumaðurfyrir innlimun íslands í breska heimsveldið. íslenskum fornkvæðum. Mallet hét Frakki sem var búsettur nokkur ár í Kaupmannahöfn, og þar gaf hann út fræga bók árið 1755, sem var bráðlega þýdd á ensku og önnur evrópsk tungumál. Hann endur- sagði kafla úr fornsögum og þýddi Snorra Eddu, að miklu leyti eftir þeim latnesku þýðingum sem lágu fyrir. Ensk skáld fóru þá að yrkja upp úr þesskonar efnum, Gray og Percy voru þeir helstu, og úr þessu varð einskonar bókmenntahreyfing sem reyndist mjög vinsæl og er kannski ekki útdáin enn. Stemn- ingin var hárómantísk og margt sem þeir komu með var harla ónákvæmt. Af slíkum misskilningi fæddist sú mynd af víkingum sem lengi loddi við; þeir voru álitnir vera hetjulegir villimenn sem að bardaga loknum drukku bjór sinn úr hauskúpum óvina sinna. En smám saman varð breyting á þessu. Um 1800 voru til þýðendur sem kunnu eitthvað í forníslensku og dönsku. íslensk málfræðibók sem Runólfur Jónsson gaf út 1651 hafði verið tiltæk í Bretlandi síðan Hickes tók hana með í hinni engil- saxnesku málfræði sem hann gaf út 1689, en var til lítils nýt, og yfirleitt vantaði öll hjálpargögn þangað til orðabók Björns Halldórssonar kom út 1814, og þýðing Dasents á málfræði Rasks 1843. Samtímis fór Cleasby að eyða fé og tíma í undirbúning þeirrar miklu orða- bókar sem Guðbrandur Vigfússon lauk við og gaf út í Oxford 1878. 1841 kom út þokkaleg Heims- kringluþýðing, en Laing, sá sem þýddi, fór að miklu leyti eftir norskri þýðingu Aalls. Dasent þýddi fleiri fornsögur, og Njálu- þýðingin hans er enn sú einasta á ensku sem getur talist koma nokk- urnveginn til jafns við frumritið, og upp úr 1860 fóru aðrir bók- menntamenn og söguspekingar, Carlyle og Morris og Bryce til dæmis, að gefa gaum að forn- sögum íslendinga. Morris, skáld og listamaður var áhrifamestur. Hann var mikil vinur Eiríks Magn- ússonar, sem var þá orðinn aðstoð- arbókavörður við háskólasafnið í Cambridge. Þeir unnu saman að mörgum þýðingum upp úr 1870 og vöktu mikla athygli, þótt enskustíllinn á ritum þeirra sætti gagnrýni hjá sumum og sé nú almennt talinn sérkennilegur. Það var Eiríki að þakka að þýðingarnar eru yfirleitt mjög nákvæmar, og mikil efnisskrá með skýringum sem hann samdi til að fylgja Heims- kringluþýðingu þeirra er ennþá verðmæt. Eiríkur var sjálfstæður vísindamaður, frumlegur á sinn hátt, mikils virtur og kunningi margra háttsettra manna. Um þessar mundir sat Guðbrandur Vigfússon stillilega í Oxford og gerði mikið til að umbæta þekk- ingu manna á máli og menningu með ritum sínum um forníslensk SAGNIR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.