Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 12

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 12
Bylgja Björnsdóttir Við skulum nú aðeins huga aftur að Guðmundi ríka og aðalspurn- ingu greinarinnar og athuga hvort ekki sé hægt nota þetta kerfi mann- fræðinga til þess að skilja betur veldi hans. Veldi Guðmundar ríka Eins og fram kom í byrjun greinar- innar virðist Guðmundur aðeins hafa fcngið eitt goðorð í arf frá föður sínum. Björn Sigfússon telur norðlensku goðorðasameininguna vera merkilega, því hún virðist hefjast tafarlaust um sama leyti og kristnitakan á því að Guðmundur riki verður mestur höfðingi Norð- lcndinga og virðist hann einkum hafa ráð Pingeyinga í hendi sér. Þó voru ættartengsl við þá mjög lítil, þannig var föðurleifð hans í Vaðla- þingi aðeins ábýli hans og sennilega hálft eyfirskt goðorð.19 En Gunnar Karlsson scgir að samkvæmt frá- sögnum íslendingasagna líti helst út fyrir að Guðmundur ríki hafi átt tvö goðorð um aldamótin 1000. „Hann réð fyrir erfðagoðorði í Eyjafirði og átti auk þess svo mik- inn fjjölda þingmanna norður í Þingeyjarþingi, að það verður varla skilið öðruvísi en svo að hann hafi einnig átt goðorð þar. “20 Sam- kvæmt áliti Gunnars og Björns virðist veldi Guðmundar hafa verið mest í kringum aldamótin 1000, eftir kristnitöku. Jón Viðar Sig- urðsson vill „setja sagnir af honum í samband við að fjögur af sex goð- orðum í Norðlendingafjórðungi austan Öxnadalsheiðar voru í Eyja- firði á 12. öld. Það gæti stafað af því að Guðmundi hafi tekist að ná haldi á þeim og raskað landfræði- legri dreifingu þeirra í eitt skipti fyrir öll.“21 í annarri grein spyr Björn Sig- fússon þeirrar spurningar, hvernig Guðmundur hafi í fyrstu eignast marga tugi þingmanna í Reykjadal og nálægum sveitum? Hann svarar þeirri spurningu á þá leið að þing- mannafjöldinn hafi samsvarað heilu goðorði. Við tíundar- manntalið cinni öld eftir þetta hafi verið tólf hundruð þingfararskyldir bændur í Norðlendingafjórðungi eða hundrað (120) í hverju fornu goðorði að meðaltali.22 Björn segir að svo virðist sem Guðmundur hafi eignast Reykdælagoðorð allt í einu lagi, þó „erfitt er að hugsa sér, að það hafi orðið við venjulegt kaup eða vingjöf. Þó hefir eitthvað þess háttar gerzt, hvort sem Reyk- dælum hefir verið ljúft eða leitt. “23 Björn álítur að það sem skipti sköpum fyrir aukið veldi Guð- mundar ríka sé að Víga-Glúmur hafi hrökklast frá Þverá um svipað leyti og Guðmundur tók völd, vegna þess að Möðruvellingar og Esphælingar lýstu Vigfús Glúms- son sekan fjörbaugsmann, þannig að faðir hans hafði ekki afl við þeim lengur. Og í niðurlagi Glúinu segir að Glúmur hafi verið mestur höfð- ingi í Eyjafirði í 20 ár en næstu 20 ár á eftir hafi verið komnir til höfð- ingjar er jöfnuðust á við hann. Glúmur dó árið 1003, þannig að þessi fyrsti sigur Möðruvellinga hcfur verið um 983. Um 992 tókst síðan Möðruvellingum og banda- mönnum þeirra að hrekja Glúm af Þverá út í Hörgárdal. Þannig hefur Guðmundur ríki fengið aukinn styrk eftir að Glúmur fer frá Þverá.24 Nú tíðkast víst ekki lengur að taka íslendingasögurnar svona bókstaflega, vegna þess hve vara- samar heimildir þær eru um ein- stakar persónur, atburði og tíma- tal. En getum við sagt að Guð- mundur ríki sé eins og höfðingj- arnir sem koma fram á 12. öld? Björn virðist álíta að svo sé og segir m.a.: Þótt Guðmundur ríki, ... kunni fremur að vera dæmigerður 12. aldar höfðingi en raunrétt eftir- mynd goðans, sem sat undir ægishjálmi á Möðruvöllum 990 - 1025, er hann og valdaeðli hans söguleg staðreynd, sem er miklu eldri en valdasöfnun Aður en goðorð urðu landfrœðilega afmörkuð varðgoði líklega að vera á stöðugum þeyt- ingi til að halda völdum sínum og áhrifum. 10 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.