Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 28

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 28
Arngrímur Þór Gunnhallsson blásturinn sem varð í kjölfarið á lögtöku Jónsbókar 1281; sagan sé þá skrifuð 1280/81 til u.þ.b. 1300- en það er sá tími þegar umræðan var heitust og þangað til að norski réttarskilningurinn festist í sessi. Einnig styður það niðurstöðu Jón- asar að Noregskonungur kom með réttarbót á Jónsbók 1294 þar sem tekið var tillit til krafna íslendinga á ýmsum lagagreinum. Þar á meðal var ekki heytökuákvæðið, en eng- inn frekari þrýstingur varð af íslendinga hálfu um málið, svo sem með bænarskjali til konungs. Niðurstöður Björns og Jónasar eru ekki ýkja ólíkar þótt áherslur þeirra séu sitt hvorar. Þeir greina báðir aldur sögunnar með tilliti til deilu Hænsna-Þóris og Blund-Ket- ils um heyið og lagagreinarinnar úr Jónsbók, en eru ekki sammála hvort tengja eigi ritun hennar við aðdraganda lögtökunnar eða eftirmál. Þar sem ekki munar nema örfáum árum á niður.stöðum þeirra látum við það duga að skeyta þeim saman og segja ritunartímann síð- asta aldarfjórðung 13. aldar. Hvernig má nota söguna? Þegar Hænsna-Þórissaga var skrifuð voru liðin í það minnsta 11 ár frá því að Noregskonungur náði öllu íslandi undir sína stjórn 1264 og í mesta lagi 36 ár. Þá höfðu mikilvægar stjórnkerfisbreytingar átt sér stað: samfélagið var eitt miðstýrt ríki í stað 5-6 héraðsríkja áður og embættismenn leystu goð- ana af hólmi. Væntanlega hefur togstreita verið hjá fólki á milli nýrra og gamalla sjónarmiða og nú vaknar spurningin hvort Hænsna- Þórir og Blund-Ketill séu fulltrúar tvennra tíma. Má nota gildismat frásagnarinnar sem viðmiðun til að finna það út? Og hvaða áhrif hefur það á heimildagildi Hænsna-Þóris- sögu, eins og Björn Sigfússon bendir á, ef gert er ráð fyrir að póli- tískt samtíðarmál sé sviðsett í sög- unni? Hvort sagan eigi sér stoð í raun- veruleikanum, að miklu eða litlu leyti, er erfitt að fullyrða nokkuð um. Öruggast er því að álíta hana einberan skáldskap, jafnvel skrifaða til að koma á framfæri pólitískri skoðun. Ekki verður þó séð að slíkt skaði heimildargildi sögunnar ef ætlunin er að nota hana sem heim- ild um hugarfar á ritunartímanum. Jafnvel þvert á móti má ætla að hið viðtekna og hið forsmáða komi sterkar fram en ella. Til að fá fylgi við umdeilanlega skoðun hlýtur að vera árangursríkt að láta viðtekin „rétt“ gildi vera boðbera hennar í sögunni. Er þá Hænsna-Þórissaga ein- ungis nothæf heimild um viðhorf eins manns, höfundar hennar,— á sama hátt og Gerpla lýsir viðhorfi Halldórs til hetjumennsku miðalda, en ekki endilega um hugmyndir samtíðarmanna hans? Hér kemur fram grundvallarmunur á sög- unum tveimur, á íroníu og siða- boðum. Halldór notar háðið til að vega að viðteknum skoðunum; ögra þeim samtíðarmönnum sínum sem álitu þjóðveldið, og allt sem því tengdist, vera ósnertan- legan sannleika. Þess vegna væri ekki nóg að rannsaka Gerplu eina til að fá heillega mynd af við- horfum landsmanna til karl- mennsku fslendingasagna á þeim tíma er bókin kom út 1952, heldur þyrfti einnig að athuga gagnrýni á hana, blaðagreinar og spjalla við fólk sem lét sig þessi mál einhverju varða. Öðru máli gegnir um Hænsna- Þórissögu, undirtónn hennar er ekki litaður háði, oflofi eða öðru slíku sem gefur til kynna að lesa eigi andstæða merkingu út úr text- anum. Þvert á móti, sagan er svart/ hvítt „drama“ þar sem óspart er höfðað til samúðar og réttlætis- tilfinningar lesenda, en það eru samtíðarmenn höfundar. Af þeim sökum er lítil hætta á að í Hænsna- Þórissögu sé einungis að finna sér- viskulega skoðun eins manns, heldur ætti hún að geta nýst, ein og sér, sem frumheimild um hugarfar þorra fólks á ritunartíma hennar. Og nú er aðferðin til að nota á söguna kominn: Að nota hlut- drægni frásagnarinnar, hið sterka gildismat, til að athuga hvað fólk áleit vera rétt og rangt á tímabilinu 1275-1300. Augljóslega falla gerðir og samfélagsstaða Blund-Ketils undir fyrri flokkinn en Hænsna- Þóris undir seinni. Ef gengið er út frá þessari forsendu má lesa út úr sögunni ótalmargt, t.d. viðhorf til kaupmanna, gróða, stórbænda, goða, norska konungsveldisins og e.t.v. hvernig þessi atriði tengjast innbyrðis. Má álíta sem svo að Hænsna- Þórir og Blund-Ketill séu tákn fyrir öndverð sjónarmið sem birt- ast í þeirri togstreitu er eitt sam- félagsform leysir annað af hólmi? Og voru breytingarnar miklar? Til að skoða það nánar verður dregin upp gróf rnynd af hugmyndafræði norska konungsvaldsins og gamla goðaveldisins í næsta kafla. Síðan verður athugað hvernig þeir Blund-Ketill og Hænsna-Þórir falla inn í hvora mynd fyrir sig. E.t.v. má þá einnig finna út hve djúpum rótum norska hugmyndafræðin hafði skotið á ritunartímanum og hve mikið eimdi eftir af gömlum hugmyndum. Hœnsna-Þórir tákn nýrra tíma en Blund-Ketill fyrir gamalt og gott? Hænsna-Þóri og Blund-Katli er greinilega stillt upp sem fulltrúum ólíkra hugmynda í sögunni - undir hvora félagsgerðina falla þeir, goða- eða konungsveldið? Framan- greind spurning er rauði þráðurinn í rannsókn Paul og Dorothy Durr- enberger og Ástráðs Eysteinssonar á Hænsna-Þórissögu. Leiðarljós þeirra er að athuga hvers vegna verslunarmaðurinn Hænsna-Þórir er sýndur í svo óhagfelldu ljósi í frásögninni sem raun ber vitni; slík athugun gefur möguleika á að skýra út félagsgerð goðaveldisins.8 íslendingasögur sýna mörg dæmi um menn sem komast yfir auð í gegnum mægðir eða með valdbeitingu, jafnvel fátæklinga, en ekki með verslun og sérstaklega ekki innlendri verslun eins og Hænsna-Þórir gerði. Hver var þá 26 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.