Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 31
Kallaði verslunargróðinn á fyrirlitningu samfélagsins?
konungstöku 1262-4 að innanlands-
stjórnin félli henni í skaut. Ein
meginbreytingin varð sú að menn
komust til áhrifa í krafti jarð-
eigna.17 Getur verið að Blund-Ket-
ill sé tákngervingur þessara nýju
valdhafa? Hann hlaut ríkidæmi sitt
í arf- sonur Geirs auðga — og auð-
legð þeirra var reist á traustum og
viðurkenndum grunni: að sanka að
sér jörðum og leigja út. Enda
kemur ekki fram nein andúð á því-
líkri auðsöfnun í Hænsna-Þóris-
sögu, þvert á móti: Blund-Ketill er
áhrifamesta stórmennið í héraðinu
og það göfugasta!
Þótt ekki sé hægt að tala um
aukin markaðsáhrif í innanlands-
viðskiptum þá horfði málið öðru-
vísi við með erlendan varning. Um
1200 bar á því að goðar vildu ráða
verði á innfluttri vöru. Kaupmenn
sættu sig ekki við uppsett verð og
vildu sjálfir ráða verði á eigin varn-
ingi. Sturlunga nefnir tvö dæmi frá
byrjun 13. aldar um að skorist hafi
í odda á milli goða og kaupmanna
af þeim sökum. Eitt slíkt dæmi er
einnig að finna í Hænsna-Þóris-
sögu - þegar Blund-Ketill heldur
hlífiskildi yfir norska kaup-
manninum Erni sem á í útistöðum
Tilvísanir
1 íslenzk fornrit III. Hœnsa-Þóris saga.
Sigurður Nordal og Guðnijónsson
gáfu út. Rv. 1938, 6. Höfundur
færði til nútímastafsetningar (hér og
framvegis).
2 íslenzk fornrit III, 4.
3 tslenzk fornrit III, 5.
4 íslenzk fornrit III, 4.
5 Björn Sigfússon: „Staða Hænsa-
Þórissögu í réttarþróun 13. aldar.“
Saga III. Rv. 1960-63, öll greinin
liggur til grundvallar.
6 Jónas Kristjánsson: „Landnáma and
Hænsa-Þóris Saga.“ Opuscula sept-
entrionalia. Hafniæ 1977, öll greinin
liggur til grundvallar.
7 Byskupa sögur I. Árna saga byskups.
Rv. 1981, 348, 355-356.'
8 Durrenberger, E. Paul & Dorothy
& Ástráður Eysteinsson: „Econom-
ic Representation and Narrative
Structure in Hænsa-Þórissaga."
Saga-Book XXII. London 1987-88,
144,157.
við goðann Tungu-Odd. Tungu-
Oddur vildi nota hefðbundinn rétt
sinn til að verðleggja varning hans
en því neitaði Örn honum og þá
kastaðist í kekki á milli þeirra.
Þeim er lýst svo:
„Tungu-Oddur; engi var hann
kallaður jafnaðarmaður. “18
„Örn hét stýrimaður; hann var vin-
sæll maður og hinn besti kaup-
drengur."
Og viðskipti þeirra gengu svona
fyrir sig:
„Oddur ... sagði þann vanda, að
hann legði lag á varning manna.“
„Örn svarar: Sjálfir ætlu vér að
ráða vorri eigu fyrir þér, því að þú
átt engan pening með vorum varn-
aði ,..“19
Örn segir syni Blund-Ketils
„hversu mikinn ójafnað Oddur
bauð þeim .. .“20
Hér hefur markaðshugmyndin
unnið fylgi. Tungu-Oddur leggur
ekki í mál við Blund-Ketil þótt
hann hafi „réttinn” sín megin
vegna þess hve hann er vinsæll.
Gildismat frásagnarinnar er Blund-
9 Durrenberger, E. Paul og Dorothy
og Ástráður Eysteinsson: Economic
Representations, 148.
10 Durrenberger, E. Paul og Dorothy
og Ástráður Eysteinsson: Economic
Representations, 149,162. - Helgi
Þorláksson segir um gagngjafakerfið
í bók sinni Gatnlar götur og goðauald
Rv. 1989,12: .... ætlast er til að
framlög séu endurgoldin, skipti séu
gagnkvæm, gjaldi mætt með gjaldi
og þau oftast í mynd gjafa.“
11 Durrenberger, E. Paul og Dorothy
og Ástráður Eysteinsson: Economic
Representations, 152, 161-162.
12 Sú breyting sem varð á valdi og
valdsmönnum við þáttaskilin um
1270 bar oft á góma í fyrirlestrum
Helga Þorlákssonar í námskeiðinu
„Höfðingjar og bændur í fábreyttu
samfélagi" við HÍ á haustmisseri
1990.
13 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísa-
land. Einokunarverslun og íslenskt
Katli hagstætt — goðinn hopar fyrir
stórbóndanum.
Ef Blund-Ketill er notaður sem
tákn um það sem gott var og gilt á
ritunartíma Hænsna-Þórissögu
1275-1300 má álykta að talsvert af
hugmyndum norska konungsveld-
isins hafi verið búið að festa sig í
sessi: ímynd stórbóndans var virð-
ingarmeiri en goðans; menn máttu
auðgast með söfnun jarðeigna og
leigu á þeim — og var það raunar
nauðsynleg forsenda til að komast í
áhrifastöðu hjá konungi. Einnig
var krafa um að verð á innfluttri
vöru væri ekki bundið, heldur að
einhverju leyti háð samkomulagi
kaupenda og seljenda. Þó voru
gömul viðmið gagngjafakerfisins
enn í heiðri höfð, t.d. áhersla á vin-
sældir og orðstír.
Þáttur Hænsna-Þóris er mikil-
vægur. Fyrir hans tilstuðlan má sjá
að leið fátæklinga til að komast í
álnir var þyrnum stráð. Hann velur
að gerast farandsali og efnast með
að leggja á vörur sínar. En að efnast
vegna verslunarágóðans kallaði á
fyrirlitningu samfélagsins — sú leið
gat varla freistað margra fyrr en
nokkrum öldum seinna.
samfélag 1602-1787. Rv. 1987, 26-
27, 30.
14 Lunden, Káre: Ökonomi og samfunn.
Osló 1972, 62.
15 íslenzk fornrit III, 5
16 íslenzk fornrit III, 5.
17 Sagnfræðinemarnir Anný Her-
mansen, Erla Magnúsdóttir og Jóna
Símonía Bjarnadóttir fluttu hver
um sig framsögu í námskeiðinu
„Höfðingjar og bændur í fábreyttu
samfélagi" á haustmisseri 1990 þar
sem þær tóku fyrir efnahag og ættir
þeirra manna sem komust til met-
orða í konungsveldinu í kringum
aldamótin 1300. Sameiginleg niður-
staða þeirra er: Gömlu goðaættirnar
misstu flestar ítök sín. Nýir valds-
menn áttu það sammerkt að vera
auðugir og búa á góðum jörðum -
flestir synir stórbænda.
18 fslenzk fornrit III, 3-4.
19 íslenzk fornrit III, 8.
20 íslenzk fornrit III, 10.
SAGNIR 29