Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 33

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 33
Afbrot og sérstæð sakamál ingar áttu ekki einungis að hegna þeim er gerst hafði brotlegur við lögin heldur og að gegna fælnihlut- verki. Með þetta í huga skýrist af hverju blöðin birtu mun meira framan af orðrétta dóma Landsyfir- réttar, en hreinar fréttir af glæpa- málum. í dómunum var greint frá hvort tveggja glæp og refsingu. Tilgangurinn með birtingu hlaut því að vera að efla réttarvitund almennings og bæta breytni manna. Blaðið sem fjölmiðill hafði því áróðursgildi fyrir dómsvaldið í landinu. Sem dæmi um þetta birtist þann 31. desember 1852, fyrsti Landsyfirréttardómurinn í Þjóð- ólfi. Þá var tekið fyrir mál ákæru- valdsins gegn skósmiðnum Johan Jörgen Billenberg í Reykjavík og dóttur hans Hansine Billenberg. Málavextir voru í stuttu máli þeir, að kona skósmiðsins fékk aðsvif og þótti aðhlynningu hennar ábóta- vant. En það er ekki dómurinn sjálfur, sem er athygli verður, þótt hann sé birtur í heild sinni, heldur er það formálinn að honum. Þar sagði: (Þó það sé næsta sjaldgæft, ef þess eru nokkur dæmi hér á landi, síðan tilsk. 4. ág. kom út, að höfðuð hafi verið mál um það sem hér er umtalsefnið, og þó vér vonum, að mjög sjaldan reki að því, að Réttvísin þurfi að hegna fyrir öktunar- og ræktar- leysi um líf og heilsu náúngans, þá ætlum vér ekki of aukið að auglýsa þennan greinilega Landsyfirréttardóm, bæði til fróðleiks og viðvörunar [leturbr. höfunda]).' Þarna er skýrt tekið fram að birting dómsins sé til viðvörunar. Önnur dæmi um áróðursgildi voru aug- lýsingar þar sem hlutir fundnir á víðavangi voru auglýstir í þeirri von að réttir eigendur gæfu sig fram. Hlutirnir sem voru auglýstir, voru mismerkilegir en verðmætið var aukaatriði í samanburði við ærumeiðingar sem fylgdu því að vera þjófkenndur. Auk þessa mátti, samkvæmt lögum frá 1869, hegna mönnum með allt að tveggja ára betrunarhúsvinnu, ef þeir auglýstu ekki hluti sem þeir finndu.2 Hér fylgja dæmi um þessa tegund aug- lýsinga: Fundist hefur á jónsmessudag sl. á götunum fyrir ofan Árbæ peningabudda með rúmlega 1 kr. í peningum. Réttur eigandi fær hana á skifstofu ísafoldar gegn borgun fyrir þessa auglýs- ingu.3 [Þess má geta að línan kostaði 10 aura og þessi auglýs- ing tók milli fjórar og fimm í blaðinu].4 í fjárrekstur, sem ég ásamt fleirum var með í haust vestan af Mýrum hingað til Reykjavík- ur, slæddist einhversstaðar á leiðinni svört kind veturgömul með mark; gagnbitað hægra, sneiðrifað framan vinstra og hangandi fjöður aftan, og getur réttur eigandi vitjað afurða og andvirðis hennar til mín.5 Síðast í júní hefir einhver í ógáti haft hattaskipti heima hjá mér, og skilið eftir stinnann flóka- hatt, nokkuð stærri og betri en sá var, sem hann hefir fengið í staðinn. — Sömuleiðis hefir ein- hver nýlega skilið eftir hjá mér regnhlíf, merkta E.G. Eigendur þessara hluta eru beðnir um að gefa sig fram sem fyrst. Reykjavík 23. júlí 1877 [séra] Hallgrímur Sveinsson6 Fundist hefur kvennfatnaður á veginum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem vitja má að Bústöðum.7 Hverju var stolið? Eins og sjá má voru Þjófnaðarmál hlutfallslega langtíðust í ísafold á fyrra tímabilinu eða 33.3% og næst tíðust í Þjóðólfi eða rúmlega 13% á fyrra tímabilinu. Þess vegna er rétt að staldra aðeins við og líta á hvernig þau skiptust. Þrír dómar féllu út af meintum sauðaþjófnaði, þrír vegna stuldar á peningum, sitt- hvor dómurinn féll vegna þjófn- aðar á ull og saltfiski og einn dómur vegna stulds m.a. á ljá- brýni, keðjustúf og tryppaskinn- Tafla 1 Tegundaskipting afbrotamála í Þjóðólfi og ísafold Mál Fyrri tímabil Seinni tímabil 1849-54 1874-77 1891-93 1896-99 Þjófnaður 9 6 Meiðyrði 5 5 Viðskiptamál 2 0 Landaþrætumál 1 4 Dulsmál 1 0 Nauðgunartilraun 1 1 Sifjaspell 1 0 111 meðferð á skepnum 1 0 Vítavert hirðuleysi 1 2 Misþyrming 1 4 Morð 1 2 Faðernismál 1 0 Annað* 14 5 Samtals 39 29 * S.s. óhlýðni gegn opinberri tilskipun, ofbeldi og ókurteisi gagnvart opinberum starfsmanni, ólögmæt meðferð á fundnum fjármunum, landadeilur, sýknun af þjófnaðarákæru, ólögleg laxveiði o.fl. SAGNIR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.