Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 30

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 30
Arngrímur Þór Gunnhallsson Stórbóndinn Blund-Ketill á fjölda leigujarða og er „hinn vinscelasti tnaður í héraðinu". í harðœri slátrar hann Jjörutíu hrossum af stóði sínu til að geta látið landseta sína fá hey. Þegar það dugar ekki til tekur hann heyið af Hænsna-Þóri, en það hafði voveiflegar aflciðingar fyrir hann sjálfan. standa straum af kostnaði ef illa gekk.12 Gamli goðinn hafði engan slíkan bakhjarl sem konungur var. Hann varð sí og æ að treysta sig í sessi í harðri baráttu um völdin. í því fólst m.a. að láta aðra njóta góðs af auðlegð sinni, styrkja gömul sam- bönd og stofna til nýrra. Væntan- lega þurfti goðinn drjúgan auð til að standa undir höfðingsskapnum en það var ekki uppsafnað fé ætlað til cigin afnota síðar — enda hvaða tilgangi þjónaði að safna í hirslu þegar hægt var að nota auðinn til að cfla stöðu sína? Það má ljóst vera að ef Hænsna- Þórir er fulltrúi fyrir norska kon- ungsveldið, þá hefur ágóðaverslun verið litin hornauga — a.m.k. í innanlandsviðskiptum. Voru ís- lendingar enn frábitnir þessum nýju hugmyndum 1275-1300 eða var Hænsna-Þórir e.t.v. ekki dæmigerður fulltrúi fyrir norska konungsveldið? Vissulega hefur starf Hænsna-Þóris verið illa séð á ritunartíma sögunnar, ekki síður en á goðatímanum, þar sem það hefur þótt tilhlýðilegt að gera farandsala að hinu mesta úrhraki. Enda sam- ræmdist það ekki hugmyndum manna um eðlileg viðskipti að græða á þeim fyrr en á 19. og 20. öld, heldur áttu þau að vera jafngild, jöfn vöruskipti. Bæði í lögbókum goða- og konungsveld- isins voru verðlagstaxtar og kú- gildið var sett í lagabókstaf í Jóns- bók 1281 eins og áður hafði verið í Grágás, en það var grunnmæli- eining landaurakerfisins sem sagði til um innbyrðis verðmæti vara og þjónustu, t.d. að söluverð cinnar kýr væri sex ær eða tvö hundruð og fjörtíu fiskar o.s.frv.13 Það er þess vegna af og frá að markaðurinn fengi aukið svigrúm í innanlands- viðskiptum eftir að konungur tók hér við valdataumunum 1262-4. Ágóðaverslun Hænsna-Þóris fellur þar af leiðandi hvorki undir ramma goða- né konungsveldisins. Hvað var það í ágóðahyggjunni sem var svo óaðlaðandi í augum fólks? Margar ástæður mætti nefna, svo sem kristilegt siðgæði, en í gagngjafakerfi goða og bænda hefur örugglega vegið þungt að það var ógnun við samfélagið að sanka að sér auði í eigin þágu án þess að gefa til baka. Hvers vegna stunduðu menn slíka iðju ef þeir fengu í staðinn fyrirlitningu sam- félagsins? Var vonin um ágóða ekki of dýru verði keypt, svo að notuð séu nútíma viðskiptarök? Káre Lunden bendir á að ágóðaverslun hafi verið leið fátæklinga til þess að bæta lífskjör sín og í framhaldi af því að geta vonast til að þoka sér upp samfélagsstigann. Þeir sem meira máttu sín litu ekki við slíku, þeir höfðu önnur ráð!14 Blund-Ketill Nú beinast spjótin að Blund-Katli; var hann tákn fyrir allt hið besta úr goðaveldinu? Það vekur athygli að hann virðist ekki gegna höfðingja- stöðu; er ekki goði heldur stór- bóndi. En Blund-Ketill var stór- auðugur þar sem „hann átti þrjá tigu leigulanda ..,“15 Guðni Jóns- son segir í neðanmálsgrein um þessa miklu landareign að óvarlegt sé að trúa henni16 þar sem slík jarða- söfnun einkenndi frekar tímann eftir konungstöku. Á þeim tíma jókst leigubúskapur og margir sjávarútvegsbændur græddu vel á fiskveiðum. Gömlu goðaættirnar voru flestar búnar að missa ítök sín og embættismennirnir komu þ.a.l. annars staðar að, frá vel stæðum bændaættum. Þessi nýja valdastétt hefur þó væntanlega verið búin að koma ár sinni það vel fyrir borð við 28 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.