Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 34
Pétur Pétursson og Snorri Már Skúlason brók. Samkvæmt dómabókum voru sauðaþjófnaðir algengastir þjófnaðarmála enda auðveldara að stela sauðum í bændasamfélagi 19. aldar en öðrum hlutum. Þar réði einkum takmörkuð eign fólks, þ.e. litlu var hægt að stela. Auk þess sem félagslegt eftirlit í sveitum var virkt. Ef einhver átti t.d. úr, pen- inga eða jafnvel ljábrýni og tryppa- skinnbrók, eins og í einu af ofan- greindum málum, má ætla að öll sveitin hafi vitað um þessa hluti. Þannig segir Gísli Ágúst Gunn- laugsson, sem fengist hefur við rannsóknir á dómsmálum á 19. öld, að á síðari hluta 19. aldar hafi húsagerð breyst og um leið hafi fólk eignast „frjálslegra einkalíf en mögulegt var í fjölmennri baðstofu og um leið var ekki unnt að fylgjast eins grannt með því hvað hver og einn... aðhafðist."8 Annað atriði sem gerði það að verkum að sauða- þjófnaðir voru hlutfallslega algeng- astir var að iðulega þvældist ráns- fengurinn sjálfur upp í hendurnar á þjófinum t.d. við fráfærur á vorin eða í réttum á hausti. Þá hefur freistað að líta á villta sauði í fjár- hópnum sem sína eign eins og eftirfarandi dæmi úr ísafold sýna: Guðbrandur Einarsson á Hóli í Dalasýslu dæmdur í 4x5 daga fangelsi við vatn og brauð og allan málskostnað. Eftir fráfærur sumarið 1872, er hann rak kvífé sitt heim, sá hann í ærhópnum hvíthyrndan gemling með hreinu fjármarki bóndans á næsta bæ. Hann rak gemlinginn með ánum í kví- arnar í því skyni að marka hann undir sitt mark og slá með því eign sinni á hann. Bar eigandi gemlingsins afmörkunina á kærða en hann sór fyrir verkið þar sem fleiri voru viðstaddir. Seinna fór kærði heim til eiganda genrl- ingsins rakti söguna og bauð bætur fyrir. í héraðsdómi var hegningin 8 mánaða betrunarhúsvinna.9 Stuldur á búfénaði eins og hér er lýst þótti grófasta brotið gegn eignarétti manna, enda varðaði hann undirstöðuna á lífsafkomu meirihluta þjóðarinnar.10 Peninga- þjófnaðir voru senr fyrr segir þrír á tímabilinu og eru allir forvitnilegir. Bæði er að peningar voru ekki til í miklu mæli á heimilum á síðustu öld og þá þeir voru til var þeirra vel gætt. Það hefur því kostað tölu- verða fyrirhöfn og jafnvel skipu- lag, þegar peningum var stolið. Þannig var með Gíslajónsson, sem var staddur á Akureyri haustið 1852 á leið til Skagafjarðarsýslu, og tók þar við af austurlands- póstinum bréfi til Jóhannesar bónda Þorkellssonar á Dýr- finnsstöðum í Skagafirði, og fylgdu því 16 spesíur í innsigl- uðum umbúðum, og tók Gísli á höndur að færa Jóhannesi hvorttveggja. En í stað þess að standa skil á peningum þessum og bréfinu, þá greip hann til pen- inganna og varði þeim í sjálfs síns þarfir, með því að smokra umbúðunum utan af þeim án þess að brjóta eða rífa upp lakkið... . Bréfið og umbúð- irnar af peningunum fundust síðar í rúmi Gísla. 11 í landsyfirréttardómi sagði að það er upplýst og sannað, bæði að ákærði ekki braut signetið frá peningaumbúðunum, heldur einugis smokkaði þcim utan af, sem og áð hann hrein-skilnings- lega gekkst við því að hafa tekið við bréfinu og peningunum, undir eins og hann var þar um krafinn til sagnar, og ennfremur bera réttargerðirnar með sér það mikilvæga atriði, að ákærði löngu áður en dómur gekk í sökinni var búinn að endur- gjalda peningana og að búið var og að ráðstafa þeim til eigand- 12 ans. Þetta mál sýnir auk þess fyrrsagða að þegar árið 1854 virðist farið að Elsta Ijóstnyud af Reykjauík sem kunmtgt er um. Myndina tókJranskur náttúrufrœðingur, A.L.O. Des Cloizeaux, sumarið 1846. 32 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.