Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 20

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 20
Sigríður K. Þorgrímsdóttir mennafélögin byggðu raunar líka á þjóðernishyggju og hugmyndum unr hrausta sál í heilbrigðum lík- ama, líkt og nasistar. Ásamt kaup- félögunum voru ungmennafélögin aðalstoð Framsóknarflokksins. Með þessu er hvorki verið að bendla Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn við nasisma, aðeins verið að benda á að margt í hugmyndafræði nasista gat höfðað til sumra manna á íslandi. Kynþáttafordómar cru fylgi- fiskar þjóðernishyggju. Margir íslendingar vildu, ekki síður en Þjóðverjar, halda kynstofninum „hreinum" á fjórða áratugnum þegar hingað komu landflótta Gyðingar frá Þýskalandi. Fáir þeirra settust hér að, enda oftast synjað um landvist eða jafnvel sendir úr landi.26 Stofnað var félag til hjálpar þessu fólki, en á þeim félagsskap höfðu Morgunblaðið og Vísir mestu skömm. Vísir var enn hatrammari í garð Gyðinga og Friðarvinafélags- ins en Morgunblaðið og óttaðist blöndun kynstofnsins, eins og sjá má af eftirfarandi dæmi: Hér í bænum er félagsskapur einn er nefnir sig „friðarvina- félagið“. Er sagt að félag þetta sé stofnað til að greiða götu þýskra flóttamanna hingað til lands. Þótt félag þetta sé í orði kveðnu mannúðarfélagsskapur, þá mun sannara sagt að starf- semi þess sé þjóðinni stórhættu- leg. Félagið mun skipað öfga- fólki, aðallega kommúnistum .... Þótt eðlilegt sé, að íslenskir borgarar hafi samúð með Gyð- ingum ... þá er þó hver sjálfum sér næstur.... Og þjóðin hefir ennfremur þá helgu skyldu, að vernda hinn íslenska kynstofn, hið norræna og keltneska blóð, svo að ekki blandist honum sterkur erlendur kynstofn sem þurrkað getur út hin norrænu ættarmerki.27 Þjóðverjar létu sér annt um „hin norrænu ættarmerki“, ekki síður en íslendingar. Nasistar lögðu, eins og kunnugt er, mikið upp úr hinum hreina aríska kynstofni og voru hreyknir af skyldleika við hinn hreina norræna kynstofn á Is- landi. íslendingum líkaði vel þessi athygli Þjóðverja, enda sjálfir nokkuð ánægðir með ágæti eigin kynstofns. Viðskiptahagsmunirnir Viðskipti Islendinga við Þjóðverja jukust á 4. áratugnum. Stjórnvöld vildu ekki hætta á að móðga Þjóð- verja með því að sýna þeim óvin- áttu og spilla þannig fyrir við- skiptunum og Vísir og Morgun- blaðið voru sama sinnis. Komm- únistar tóku snemma upp áróður gegn fasistum og nasistum. Blöðin tvö brugðust ókvæða við þegar kommúnistar tóku að rífa niður hakakrossfána og reyna að hefta uppskipun af þýskum skipum. Á Siglufirði tóku þeir hakakrossfána ræðismanns Þjóðverja, skáru hann í tætlur og „játuðu tregðulaust vcrknaðinn og kváðust reiðubúnir að endurtaka hann ef tækifæri byðist“. Morgunblaðið var gáttað á ósvífninni og líkaði ekki fram- koman í garð „þessarar viðskifta- þjóðar vorrar" og hafði af henni töluverðar áhyggjur.28 f Reykjavík létu kommúnistar ekki sitt eftir liggja og stálu hakakrossfána af þýsku skipi. Síðar sást til Einars Olgeirssonar traðka á sama fána á fundi kommúnista í Bröttugötu. Morgunblaðið og Vísir voru æfa- reið yfir „landráðastarfsemi konrmúnista" og voru þess fullviss að þeim tækist að spilla fyrir við- skiptum við Þjóðverja.29 Vísir fór fram á að eitthvað yrði gert í mál- inu: Hjá því verður ekki komist, að spyrja, þegar slíkir atburðir gerast, hvað ríkisstjórnin hugsi sér fyrir, til þess að koma í veg fyrir, að þeir verði endurtekn- ir.30 Þjóðverjar voru einnig óánægðir með framkomu kommúnista og -----nrmsti tmplre Unloi 'ONCE A CEMIAN ALWAYS A m % ■ ixsMan wboluis shdkJClurcbes _ Tfcs Man. wbo •ftcr iheYk IIospttaJsaadOþcnBaíts atSeaiThb wiU want to sel *ou hls ioíiber.Ravisítr ud Mwdcrcr. V GeraanGoods. ARE OHE AND THE SAME PERSON „Einu sinni Þjóð- uerji - alltaf Þjóð- verji", segir íþessari bresku auglýsingu gegn viðskiptum við Þjóðverja. Þetta viðhorf var lífseigt, eitmig á íslandi. 18 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.