Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 8
Bylgja Björnsdóttir
„Þá riðu goðar
um héruð“
Um veldi Guðmundar ríka
Veldi Guðmundar ríka virðist hafa verið fólgið í rækt hans við persónubundin sambönd og stöðug ferðalög.
Við skulum hverfa næstum
1000 ár aftur í tímann og
sjá fyrir okkur grasi gróið
landið og forfeður okkar ríðandi
um héruðin, stolta og teinrétta í
baki á fákum sínum. Við látum
hugann reika um landið og
stöldrum loks við á bæ einum
norður í landi, nánar tiltekið á
Möðruvöllum í Eyjafirði. Þar bjó
Guðmundur ríki, sem var sonur
Eyjólfs Valgerðarsonar, en hann
var ættfaðir Möðruvellinga. Ætt
þeirra var voldug, þó benda sögur
ekki beint til að Eyjólfur hafi látið
eftir sig meiri völd en eitt af
þremur goðorðum Vaðlaþings og
varla það mannflesta. En Guð-
mundur ríki, eins og hann var kall-
aður, virðist snemma á árum verða
mikill höfðingi á Norðurlandi.1
Hann er sagður vera uppi á bilinu
954-1025.2
Guðmundur er mjög fyrirferða-
mikill í íslendingasögum og
skulum við nú taka eitt dæmi úr
þeim, nánar tiltekið úr Ófeigsþætti
Ljósvetningasögu. Þar segir frá sam-
skiptum Guðmundar ríka við þing-
menn sína. Það var venja hjá Guð-
mundi að fara á vorin og hitta
þingmenn sína og ræða málin.
Guðmundur reið oft með 30 menn
og jafnmarga hesta og settist að í
nokkra daga hjá þingmönnum
sínum. Haust eitt var mikið hallæri
fyrir norðan og kviðu menn því
komu Guðmundar vorið eftir, það
þótti sýnt að menn hefðu ekki
efni á að taka á móti honum með
allt hans fylgdarlið. Einn bóndinn,
Ófeigur Járngerðarson í Skörðum,
kom með þá hugmynd að þeir
skyldu því fara vorið eftir og
heimsækja Guðmund og dveljast
hjá honum í nokkra daga. Vorið
eftir riðu síðan mennirnir að
Möðruvöllum, Guðmundur fagn-
aði þeim og þar dvöldust þeir í
nokkra daga. Á meðan þeir dvöld-
ust þar, neyddist Guðmundur til
6 SAGNIR